Brynhildur Gunnlaugs hélt meðgöngunni leyndri Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 26. janúar 2024 13:52 Brynhildur Gunnlaug er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins. Brynhildur Gunnlaugs Samfélagsmiðlastjarnan Brynhildur Gunnlaugsdóttir og körfuboltamaðurinn Dani Koljanin eignuðust stúlku 4. desember síðastliðinn. Brynhildur hélt þunguninni leyndri frá fylgjendum sínum og segist ekki ætla að birta myndum af dótturinni á miðlunum. Brynhildur greinir frá gleðitíðindunum í nýja hlaðvarpsþættinum Gellukast. Þátturinn er í umsjón Söru Jasmínar og Brynhildar. Í þættinum greinir hún frá því hvers vegna hún hafi ákveðið að halda meðgöngunni leyndri frá fylgjendum sínum. „Ég var sem sagt ólétt og átti núna 4. desember. Litla stelpu, hún er ótrúlega sæt,“ segir Brynhildur: „Ég ákvað ekki að vera með það opinbert. Ég er með allt annað á netinu, eða þú veist. Aðallega mig. Eins og með Instagram, ég mun aldrei pósta myndum af barninu mínu þar. Mér finnst það ógeðslega krípí.“ Brynhildur er með tæplega 120 þúsund fylgjendur á Instagram og yfir 1,6 milljónir fylgjenda á TikTok. „Já, líka þegar þú ert komin með ógeðslega marga fylgjendur,“ segir Sara Jasmín. Brynhildur tekur undir orð vinkonu sinnar um hæl: „Það eru bara einhverjir perrar, einhverjir útlenskir perrar. Maður veit aldrei.“ View this post on Instagram A post shared by BRYNNY (@brynhildurgunnlaugs) TikTok ýtti undir kvíða Brynhildur segir frá því hvernig TikTok ýtti undir kvíða hjá henni á meðgöngunni. „Ekki skoða TikTok ef þú ætlar að eignast barn eða ef þú ert ólétt. Þú missir tennurnar, löppina, ég á þannig séð að vera sköllótt. Allt slæmt gerist. Það eru hræðslusögur eftir hræðslusögur,“ segir Brynhildur og heldur áfram: „Þetta er ekkert mál. Ég átti mjög góða meðgöngu og fæðingin var í lagi. Mér finnst eins og svo margir séu hræddir við þetta ferli, sem ég skil alveg, af því ef þú skoðar TikTok þá eru konur með lista yfir það afhverju þú ættir ekki að verða ólétt.“ @brynhildurgunnlaugss . the bitch is back - martha culvercreekk Brynhildur ferðaðist víða um heiminn á meðgöngunni til að halda óléttunni leyndri. Þar má nefna Belgíu, Króatíu, Tenerife og París. Fyrsti þáttur Gellukastsins fór í loftið í dag og má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Tímamót Barnalán Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Brynhildur greinir frá gleðitíðindunum í nýja hlaðvarpsþættinum Gellukast. Þátturinn er í umsjón Söru Jasmínar og Brynhildar. Í þættinum greinir hún frá því hvers vegna hún hafi ákveðið að halda meðgöngunni leyndri frá fylgjendum sínum. „Ég var sem sagt ólétt og átti núna 4. desember. Litla stelpu, hún er ótrúlega sæt,“ segir Brynhildur: „Ég ákvað ekki að vera með það opinbert. Ég er með allt annað á netinu, eða þú veist. Aðallega mig. Eins og með Instagram, ég mun aldrei pósta myndum af barninu mínu þar. Mér finnst það ógeðslega krípí.“ Brynhildur er með tæplega 120 þúsund fylgjendur á Instagram og yfir 1,6 milljónir fylgjenda á TikTok. „Já, líka þegar þú ert komin með ógeðslega marga fylgjendur,“ segir Sara Jasmín. Brynhildur tekur undir orð vinkonu sinnar um hæl: „Það eru bara einhverjir perrar, einhverjir útlenskir perrar. Maður veit aldrei.“ View this post on Instagram A post shared by BRYNNY (@brynhildurgunnlaugs) TikTok ýtti undir kvíða Brynhildur segir frá því hvernig TikTok ýtti undir kvíða hjá henni á meðgöngunni. „Ekki skoða TikTok ef þú ætlar að eignast barn eða ef þú ert ólétt. Þú missir tennurnar, löppina, ég á þannig séð að vera sköllótt. Allt slæmt gerist. Það eru hræðslusögur eftir hræðslusögur,“ segir Brynhildur og heldur áfram: „Þetta er ekkert mál. Ég átti mjög góða meðgöngu og fæðingin var í lagi. Mér finnst eins og svo margir séu hræddir við þetta ferli, sem ég skil alveg, af því ef þú skoðar TikTok þá eru konur með lista yfir það afhverju þú ættir ekki að verða ólétt.“ @brynhildurgunnlaugss . the bitch is back - martha culvercreekk Brynhildur ferðaðist víða um heiminn á meðgöngunni til að halda óléttunni leyndri. Þar má nefna Belgíu, Króatíu, Tenerife og París. Fyrsti þáttur Gellukastsins fór í loftið í dag og má heyra í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Tímamót Barnalán Samfélagsmiðlar Ástin og lífið Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira