Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. janúar 2024 14:22 Sérsveitin að störfum. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð þrjú. Hann segir útkallið hafa borist klukkan 13:35. Skólameistari FB sagðist í samtali við Vísi ekkert geta tjá sig um málið og vísaði á lögreglu. Vakthafandi varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða lögreglumál og vísaði sömuleiðis á lögregluna. Sjónarvottur lýsti því í samtali við Vísi að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði ekið gegn umferð á Sæbraut við Skútuvog í Reykjavík á fjórtánda tímanum. Töluverður fjöldi annarra lögreglubifreiða hafi verið í fylgd með sérsveitinni, bæði merktir og ómerktir. Tilkynnt um einn mann og seinna þrjá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér fréttatilkynningu klukkan 14:30 þar sem sagði frá miklum viðbúnaði lögreglu í Breiðholti eftir hádegi. Maður í hverfinu hafi haft uppi alvarlegar hótanir og verið handtekinn. Í uppfærðri tilkynningu klukkan 15:23 segir að þrír séu í haldi haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir hennar í Breiðholti í dag. Einn þeirra hafi verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa haft uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Hinir tveir hafi verið handteknir í kjölfar þess að lögreglumenn veittu athygli tveimur mönnum í bifreið í hverfinu. Þeir hafi verið klæddir í eftirlíkingu af varnarvesti lögreglumanna, en við handtöku hafi fundist skotvopn sem reyndust eftirlíkingar af raunverulegum skotvopnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira
Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð þrjú. Hann segir útkallið hafa borist klukkan 13:35. Skólameistari FB sagðist í samtali við Vísi ekkert geta tjá sig um málið og vísaði á lögreglu. Vakthafandi varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu sagði í samtali við Vísi að um væri að ræða lögreglumál og vísaði sömuleiðis á lögregluna. Sjónarvottur lýsti því í samtali við Vísi að sérsveit Ríkislögreglustjóra hefði ekið gegn umferð á Sæbraut við Skútuvog í Reykjavík á fjórtánda tímanum. Töluverður fjöldi annarra lögreglubifreiða hafi verið í fylgd með sérsveitinni, bæði merktir og ómerktir. Tilkynnt um einn mann og seinna þrjá Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi frá sér fréttatilkynningu klukkan 14:30 þar sem sagði frá miklum viðbúnaði lögreglu í Breiðholti eftir hádegi. Maður í hverfinu hafi haft uppi alvarlegar hótanir og verið handtekinn. Í uppfærðri tilkynningu klukkan 15:23 segir að þrír séu í haldi haldi lögreglu eftir umfangsmiklar aðgerðir hennar í Breiðholti í dag. Einn þeirra hafi verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa haft uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. Hinir tveir hafi verið handteknir í kjölfar þess að lögreglumenn veittu athygli tveimur mönnum í bifreið í hverfinu. Þeir hafi verið klæddir í eftirlíkingu af varnarvesti lögreglumanna, en við handtöku hafi fundist skotvopn sem reyndust eftirlíkingar af raunverulegum skotvopnum. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Sjá meira