„Björt framtíð hjá Barcelona með eða án mín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 13:00 Xavi Hernandez sést hér áhyggjufullur á hliðarlínunni í tapi Barcelona í gær. Getty/Ion Alcoba Beitia Pressan jókst enn frekar á Xavi Hernández, þjálfara Barcelona, eftir að liðið datt út úr spænsku bikarkeppninni í gær. Barcelona tapaði þá 4-2 fyrir Athletic Club Bilbao en aðeins tíu dögum fyrr steinlá liðið 4-1 á móti Real Madrid í úrslitaleik Ofurbikarsins. Einu vonir Barcelona um titil á tímabilinu liggja því í spænsku deildinni og Meistaradeildinni. „Allir þjálfarar hjá stóru klúbbunum verða að vinna titla en ég stoltur yfir því hvernig við héldum áfram allt til enda á móti frábæru liði og þá sérstaklega ungu strákarnir,“ sagði Xavi Hernández eftir leikinn. „Við erum að nota krakka og hópurinn er lítill. Það er það sem ég er að meina þegar ég tala um að við séum í uppbyggingu. Ég held að þetta sé byrjunin á einhverju stóru. Það er björt framtíð hjá Barcelona með eða án mín,“ sagði Xavi. ESPN segir frá. „Það er virkilegt gott verkefni í gangi og ekki hvað varðar mig sem þjálfara heldur er að koma upp góð kynslóð. Strákar eins og Cubarsí, Fort, Lamine, Guiu og fleiri ... Fermín López. Þetta er upphafið að einhverju stóru en við verðum að leggja mikið á okkur og vinna. Þetta snýst alltaf um að vinna hjá Barca,“ sagði Xavi. Barcelona lenti undir eftir aðeins 36 sekúndna leik en komst yfir með mörkum Robert Lewandowski og Yamal. Athletic jafnaði metin og leikurinn fór í framlengingu. Yamal, hafði skorað frábært mark í fyrri hálfleiknum en fór illa með tvö upplögð færi sem hefðu tryggt sigurinn. „Ég er vonsvikinn með að hann hafi ekki nýtt færin sín í stöðunni 2-2 en ég ætla ekki að skrifa það á strákinn. Hann er bara sextán ára og er að spila stórkostlega. Hann býr til þessi færi sjálfur,“ sagði Xavi. Bræðurnir Inaki og Nico Williams tryggðu Athletic sigurinn með mörkum í framlengingunni. „Ef við erum ekki að keppa um hluti í lok tímabilsins þá verð ég að fara. Það á ekki bara við um mig heldur um alla þjálfara. Þetta er stór klúbbur. Þetta er Barca. Ég veit hvar ég er og hverjar kröfurnar eru. Við verðum að vinna titla og að minnsta kosti keppa af alvöru um þá,“ sagði Xavi. Xavi: "Trust me, Barcelona have very good future and I'm not talking about myself"."I'm talking about the youngsters. That's why I'm playing them, I really want them to be ready for the future"."It's not about me being the manager or not. These guys are special". pic.twitter.com/VlxD2fo1JV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 25, 2024 Spænski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Barcelona tapaði þá 4-2 fyrir Athletic Club Bilbao en aðeins tíu dögum fyrr steinlá liðið 4-1 á móti Real Madrid í úrslitaleik Ofurbikarsins. Einu vonir Barcelona um titil á tímabilinu liggja því í spænsku deildinni og Meistaradeildinni. „Allir þjálfarar hjá stóru klúbbunum verða að vinna titla en ég stoltur yfir því hvernig við héldum áfram allt til enda á móti frábæru liði og þá sérstaklega ungu strákarnir,“ sagði Xavi Hernández eftir leikinn. „Við erum að nota krakka og hópurinn er lítill. Það er það sem ég er að meina þegar ég tala um að við séum í uppbyggingu. Ég held að þetta sé byrjunin á einhverju stóru. Það er björt framtíð hjá Barcelona með eða án mín,“ sagði Xavi. ESPN segir frá. „Það er virkilegt gott verkefni í gangi og ekki hvað varðar mig sem þjálfara heldur er að koma upp góð kynslóð. Strákar eins og Cubarsí, Fort, Lamine, Guiu og fleiri ... Fermín López. Þetta er upphafið að einhverju stóru en við verðum að leggja mikið á okkur og vinna. Þetta snýst alltaf um að vinna hjá Barca,“ sagði Xavi. Barcelona lenti undir eftir aðeins 36 sekúndna leik en komst yfir með mörkum Robert Lewandowski og Yamal. Athletic jafnaði metin og leikurinn fór í framlengingu. Yamal, hafði skorað frábært mark í fyrri hálfleiknum en fór illa með tvö upplögð færi sem hefðu tryggt sigurinn. „Ég er vonsvikinn með að hann hafi ekki nýtt færin sín í stöðunni 2-2 en ég ætla ekki að skrifa það á strákinn. Hann er bara sextán ára og er að spila stórkostlega. Hann býr til þessi færi sjálfur,“ sagði Xavi. Bræðurnir Inaki og Nico Williams tryggðu Athletic sigurinn með mörkum í framlengingunni. „Ef við erum ekki að keppa um hluti í lok tímabilsins þá verð ég að fara. Það á ekki bara við um mig heldur um alla þjálfara. Þetta er stór klúbbur. Þetta er Barca. Ég veit hvar ég er og hverjar kröfurnar eru. Við verðum að vinna titla og að minnsta kosti keppa af alvöru um þá,“ sagði Xavi. Xavi: "Trust me, Barcelona have very good future and I'm not talking about myself"."I'm talking about the youngsters. That's why I'm playing them, I really want them to be ready for the future"."It's not about me being the manager or not. These guys are special". pic.twitter.com/VlxD2fo1JV— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 25, 2024
Spænski boltinn Mest lesið Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Íslenski boltinn Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Sjá meira
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn
Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Íslenski boltinn