Innlent

Spá stormi og vara­sömu ferðaveðri á morgun

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Veðurviðvaranir verða í gildi fram eftir degi víða á morgun.
Veðurviðvaranir verða í gildi fram eftir degi víða á morgun. Vísir/Hanna

Veðurstofan spáir sunnan stormi í flestum landshlutum á morgun. Gular veðurviðvaranir verða í gildi.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að spáð sé sunnan 18-25 metrum á sekúndu með snörpum vindhviðum. Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum. Þá verður varasamt ferðaveður. Veðurviðvaranir ná til flestra hluta landsins frá því í fyrramálið og þar til eftir hádegi á morgun.

Gul veðurviðvörun verður í gildi á Suðurlandi og á Faxaflóa frá klukkan 04:00 til 09:00. Á Breiðafirði er spáð 18-25 metrum á sekúndu, hvassast á Snæfellsnesi og er veðurviðvörun í gildi frá 05:30 til 15:00. 

 Á Ströndum og Norðurlandi vestra er veðurviðvörunin í gildi frá klukkan 06:00 til 11:00. Á Norðurlandi eystra er hún í gildi frá 07:00 til 12:30. Þar er spáð sunnan 18 til 25 metrum á sekúndu og verða vindhviður staðbundið yfir 35 metrum á sekúndu. 

Á Austurlandi að Glettingi spáir sama veðri og á Norðurlandi eystra og er gul veðurviðvörun í gildi frá  07:00 til 13:30 á morgun. Sömu sögu er að segja af Austfjörðum, þar er gul veðurviðvörun í gildi frá 07:00 til 14:00.

Gul veðurviðvörun verður í gildi víða á morgun. Veðurstofa Íslands


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×