Ótrúleg endurkoma kom Kamerún í 16-liða úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. janúar 2024 19:09 Kamerún tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Afríkumótsins í fótbolta á dramatískan hátt. MB Media/Getty Images Senegal tryggði sér sigur í C-riðli Afríkumótsins í fótbolta með 2-0 sigri gegn Gíneu í kvöld. Á sama tíma vann Kamerún dramatískan 3-2 sigur gegn Gambíu og tryggði sér áframhaldandi veru í keppninni. Það voru þeir Abdoulaye Seck og Iliman Ndiaye sem sáu um markaskorunina er ríkjandi meistarar Senegal unnu 2-0 sigur gegn Gíneu í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í kvöld og sá þar með til þess að Senegal fer með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina. Í leik Kamerún og Gambíu var boðið upp á heldur meiri dramatík þar sem Karl Toko Ekambi kom kamerúnska liðinu í forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þar sem Gínea tapaði gegn Senegal var ljóst að Kamerún myndi hrifsa annað sæti riðilsins til sín með sigri. Gambía átti þó enn möguleika á því að stela þriðja sæti riðilsins með sigr, en ex af átta liðum sem enda í þriðja sæti fá sæti í 16-liða úrslitum og því var enn mikið undir fyrir Gambíumenn. Ablie Jallow jafnaði metin fyrir Gambíu á 72. mínútu áður en Ebrima Colley virtist vera að gera út um vonir Kamerún með marki þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Staðan orðin 2-1 Gambíu í vil og útlitið svart fyrir kamerúnska liðið. Kamerúnar gáfust þó ekki upp og liðið jafnaði metin tveimur mínútum síðar þegar James Gomez varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Christopher Wooh reyndist svo hetja Kamerún þegar hann tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur á fyrstu mínútu uppbótartíma. Gambíumenn virtust þó vera búnir að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Muhammed Sanneh setti boltann í netið, en eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom í ljós að Sanneh hafði viljandi notan höndina til að ýta knettinum yfir línuna og markið þar með dæmt ógilt. Niðurstaðan því dramatískur 3-2 sigur Kaerún sem fylgir Senegal í 16-liða úrslit. Gínea, sem endaði með fjögur stig líkt og Kaerún, fer einnig í 16-liða úrslit, en Gambía er úr leik. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Það voru þeir Abdoulaye Seck og Iliman Ndiaye sem sáu um markaskorunina er ríkjandi meistarar Senegal unnu 2-0 sigur gegn Gíneu í úrslitaleik um efsta sæti riðilsins í kvöld og sá þar með til þess að Senegal fer með fullt hús stiga í gegnum riðlakeppnina. Í leik Kamerún og Gambíu var boðið upp á heldur meiri dramatík þar sem Karl Toko Ekambi kom kamerúnska liðinu í forystu þegar um tíu mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Þar sem Gínea tapaði gegn Senegal var ljóst að Kamerún myndi hrifsa annað sæti riðilsins til sín með sigri. Gambía átti þó enn möguleika á því að stela þriðja sæti riðilsins með sigr, en ex af átta liðum sem enda í þriðja sæti fá sæti í 16-liða úrslitum og því var enn mikið undir fyrir Gambíumenn. Ablie Jallow jafnaði metin fyrir Gambíu á 72. mínútu áður en Ebrima Colley virtist vera að gera út um vonir Kamerún með marki þegar um fimm mínútur voru til leiksloka. Staðan orðin 2-1 Gambíu í vil og útlitið svart fyrir kamerúnska liðið. Kamerúnar gáfust þó ekki upp og liðið jafnaði metin tveimur mínútum síðar þegar James Gomez varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Christopher Wooh reyndist svo hetja Kamerún þegar hann tryggði liðinu dramatískan 3-2 sigur á fyrstu mínútu uppbótartíma. Gambíumenn virtust þó vera búnir að jafna metin á fjórðu mínútu uppbótartíma þegar Muhammed Sanneh setti boltann í netið, en eftir stutta skoðun myndbandsdómara kom í ljós að Sanneh hafði viljandi notan höndina til að ýta knettinum yfir línuna og markið þar með dæmt ógilt. Niðurstaðan því dramatískur 3-2 sigur Kaerún sem fylgir Senegal í 16-liða úrslit. Gínea, sem endaði með fjögur stig líkt og Kaerún, fer einnig í 16-liða úrslit, en Gambía er úr leik.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Fleiri fréttir Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira