Vilja breyta stjórnarskrá svo átján ára geti orðið forseti Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. janúar 2024 18:11 Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir er einn flutningsmanna málsins. Vísir/Vilhelm Fimm þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp til breytingar á stjórnarskránni sem felur í sér að fjarlægja eigi það skilyrði að Íslendingur þurfi að vera 35 ára eða eldri til að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þeir segja aldurstakmarkið tímaskekkju og það sýni vantraust gagnvart kjósendum. Flutningsmenn frumvarpsins eru Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Stefán Vagn Stefánsson og Jóhann Friðrik Friðriksson. Vilja að aldurstakmarkið verði átján ár Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að forsetaembættið sé eitt þriggja embætta sem fela í sér aldurskröfur upp á 35 ár. Hin tvö embættin eru hæstaréttardómari og landsréttardómari. Þá vísa þeir til athugasemda við stjórnarskrárfrumvarpið 1944 þar sem fram kemur að „ekki þykir hlýða, að yngri maður en 35 ára geti orðið forseti“ þar sem forseti þarf að búa yfir, auk margs annars, „lipurð og mannþekkingu, sem ekki fæst nema með nokkrum aldri“. „Fjölmargir einstaklingar undir 35 ára aldri gætu hæglega staðist kröfur þjóðarinnar hvað embættið varðar og sinnt því vel. Rétt eins og þjóðinni er treyst til að ákveða hæfi frambjóðenda á grundvelli menntunar og fyrri starfa, þá eigi henni einnig að vera treystandi til að taka ákvörðun um hvort frambjóðandi búi yfir „lipurð og mannþekkingu“, sérstaklega í ljósi þess að upplýsingaflæði innan samfélagsins hefur batnað til muna frá samþykkt stjórnarskrárinnar, t.d. með tilkomu alnetsins,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Mat flutningsmanna sé að afnema eigi skilyrði um að forsetaefni skuli hafa náð 35 ára aldri á kjördag. Þess í stað ætti aldurstakmark til forsetaframboðs að miðast við kosningarétt, eins og í alþingiskosningum. Þá segja þau að reglan um að einstaklingur þurfi að vera orðinn 35 ára til að geta orðið forseti lýðveldisins sé tímaskekkja og sýnir ákveðið vantraust gagnvart kjósendum til að velja hæfasta einstaklinginn í embættið. Formaður SUF þegar boðið sig fram Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, lýsti yfir að hann hygðist bjóða sig fram til forseta í skoðanagrein á Vísi fyrr í mánuðinum. Gunnar, sem verður 23 ára þegar gengið verður til forsetakosninga í júní, sagði stjórn SUF krefjast að við við allar framtíðarendurskoðanir á stjórnarskrá verði unnið að því að fella niður regluna um aldurstakmarkanir frambjóðanda til embættisins. Gunnar ræddi áformin í Reykjavík síðdegis sama dag. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan. Framsóknarflokkurinn Alþingi Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Stjórnarskrá Tengdar fréttir Fyrrverandi rosalega ungur vill verða formaður ungra Gunnar Ásgrímsson hefur boðið sig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Gunnar vakti fyrst athygli árið 2014 í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. 1. ágúst 2023 16:10 Krefjast þess að fá að bjóða sig fram til forseta Ungir Framsóknarmenn vilja að aldursviðmið um kjörgengi til forseta séu felld úr stjórnarskrá. Engum undir 35 ára aldri er heimilt að bjóða sig fram til embættisins. Forsetakosningar fara fram í vor. 12. janúar 2024 13:27 Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. 30. janúar 2022 22:30 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Flutningsmenn frumvarpsins eru Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Stefán Vagn Stefánsson og Jóhann Friðrik Friðriksson. Vilja að aldurstakmarkið verði átján ár Í greinargerð frumvarpsins er vísað til þess að forsetaembættið sé eitt þriggja embætta sem fela í sér aldurskröfur upp á 35 ár. Hin tvö embættin eru hæstaréttardómari og landsréttardómari. Þá vísa þeir til athugasemda við stjórnarskrárfrumvarpið 1944 þar sem fram kemur að „ekki þykir hlýða, að yngri maður en 35 ára geti orðið forseti“ þar sem forseti þarf að búa yfir, auk margs annars, „lipurð og mannþekkingu, sem ekki fæst nema með nokkrum aldri“. „Fjölmargir einstaklingar undir 35 ára aldri gætu hæglega staðist kröfur þjóðarinnar hvað embættið varðar og sinnt því vel. Rétt eins og þjóðinni er treyst til að ákveða hæfi frambjóðenda á grundvelli menntunar og fyrri starfa, þá eigi henni einnig að vera treystandi til að taka ákvörðun um hvort frambjóðandi búi yfir „lipurð og mannþekkingu“, sérstaklega í ljósi þess að upplýsingaflæði innan samfélagsins hefur batnað til muna frá samþykkt stjórnarskrárinnar, t.d. með tilkomu alnetsins,“ segir meðal annars í greinargerðinni. Mat flutningsmanna sé að afnema eigi skilyrði um að forsetaefni skuli hafa náð 35 ára aldri á kjördag. Þess í stað ætti aldurstakmark til forsetaframboðs að miðast við kosningarétt, eins og í alþingiskosningum. Þá segja þau að reglan um að einstaklingur þurfi að vera orðinn 35 ára til að geta orðið forseti lýðveldisins sé tímaskekkja og sýnir ákveðið vantraust gagnvart kjósendum til að velja hæfasta einstaklinginn í embættið. Formaður SUF þegar boðið sig fram Gunnar Ásgrímsson, formaður Sambands ungra Framsóknarmanna, lýsti yfir að hann hygðist bjóða sig fram til forseta í skoðanagrein á Vísi fyrr í mánuðinum. Gunnar, sem verður 23 ára þegar gengið verður til forsetakosninga í júní, sagði stjórn SUF krefjast að við við allar framtíðarendurskoðanir á stjórnarskrá verði unnið að því að fella niður regluna um aldurstakmarkanir frambjóðanda til embættisins. Gunnar ræddi áformin í Reykjavík síðdegis sama dag. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan.
Framsóknarflokkurinn Alþingi Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Stjórnarskrá Tengdar fréttir Fyrrverandi rosalega ungur vill verða formaður ungra Gunnar Ásgrímsson hefur boðið sig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Gunnar vakti fyrst athygli árið 2014 í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. 1. ágúst 2023 16:10 Krefjast þess að fá að bjóða sig fram til forseta Ungir Framsóknarmenn vilja að aldursviðmið um kjörgengi til forseta séu felld úr stjórnarskrá. Engum undir 35 ára aldri er heimilt að bjóða sig fram til embættisins. Forsetakosningar fara fram í vor. 12. janúar 2024 13:27 Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. 30. janúar 2022 22:30 Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Fleiri fréttir Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Sjá meira
Fyrrverandi rosalega ungur vill verða formaður ungra Gunnar Ásgrímsson hefur boðið sig fram til formanns Sambands ungra Framsóknarmanna. Gunnar vakti fyrst athygli árið 2014 í viðtali á N4 um starf rosalega ungra Framsóknarmanna. 1. ágúst 2023 16:10
Krefjast þess að fá að bjóða sig fram til forseta Ungir Framsóknarmenn vilja að aldursviðmið um kjörgengi til forseta séu felld úr stjórnarskrá. Engum undir 35 ára aldri er heimilt að bjóða sig fram til embættisins. Forsetakosningar fara fram í vor. 12. janúar 2024 13:27
Fóru rosalega ungir í viðtal sem mun fylgja þeim fram á fullorðinsár Mennina á myndinni hér að ofan óraði líklega ekki fyrir því einn góðan veðurdag í Skagafirði árið 2014 að þeir væru að skrá sig á spjöld íslenskrar internetsögu með einföldum kökubasar til styrktar sjúkrahúsinu. 30. janúar 2022 22:30
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent