Sjúkraþjálfarar geti metið sjálfir hvenær fólk þurfi að koma Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2024 10:23 Kári segir tilvísanakerfið skapa óþarfa flækjur í heilbrigðiskerfinu fyrir þau sem viti að þau þurfi að hitta sjúkraþjálfara eða halda því áfram. Bítið Kári Árnason sjúkraþjálfari telur ljóst að það þurfi að breyta kerfinu þegar kemur að beiðnum frá heilsugæslu til sjúkraþjálfara. Hann sagði í Bítinu í morgun tregðu einhvers staðar í kerfinu við að breyta þessu og um væri að ræða óþarfa flækju. Formaður Læknafélagsins sagði í síðustu viku sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. Steinunn sagði heimilislækna einhvers konar „hliðverði“ fyrir almenning inn í ýmis kerfi og nefndi sem dæmi sjúkraþjálfun. „Til dæmis eru þetta sjúkraþjálfunarbeiðnir, það fara fimm heil stöðugildi heimilislækna í sjúkraþjálfunarbeiðnir. Við erum með 200 heimilislækna í vinnu.“ Spurður hvernig það myndi virka sagði Kári kerfið þannig að fólk eigi rétt á því að koma í sex skipti og fá niðurgreiðslu en þurfi eftir það að fá beiðni frá heimilislækni til að fá áframhaldandi niðurgreiðslu. Beiðnir oftast óþarfa flækja Hann sagði sjúkraþjálfara geta metið sjálfa hvort að fólk þurfi að koma til þeirra. Það ætti ekki að vera á hendi lækna að gera beiðni svo fólk komist að. Beiðnir geti verið gagnlegar ef fólk hafi verið í aðgerð eða eitthvað slíkt en að oft komi ekkert fram á þeim sem geti útskýrt beiðnina. Hann sagði marga lækna og sjúkraþjálfara sem hann hefði talað við sammála því að það þyrfti að breyta þessu kerfi. „Í mínum huga er það óþarfa hraðahindrun að fólk sé þvingað þessa leið til að eiga rétt á endurgreiðslunni. Þetta er frábært kerfi til að grípa þá sem vita ekki hvert þeir eiga að fara,“ sagði Kári og að hann hefði haft sínar efasemdir um það þegar það var tilkynnt að heilsugæslan ætti að vera „upphaf alls“. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit hvert það á að leita,“ sagði Kári og nefndi sem dæmi fólk sem er með verk í eyranu og þarf að sjá háls- nef og eyrnalækni eða fólk með verk í hnéi og þarf að sjá sjúkraþjálfara. Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira
Formaður Læknafélagsins sagði í síðustu viku sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. Steinunn sagði heimilislækna einhvers konar „hliðverði“ fyrir almenning inn í ýmis kerfi og nefndi sem dæmi sjúkraþjálfun. „Til dæmis eru þetta sjúkraþjálfunarbeiðnir, það fara fimm heil stöðugildi heimilislækna í sjúkraþjálfunarbeiðnir. Við erum með 200 heimilislækna í vinnu.“ Spurður hvernig það myndi virka sagði Kári kerfið þannig að fólk eigi rétt á því að koma í sex skipti og fá niðurgreiðslu en þurfi eftir það að fá beiðni frá heimilislækni til að fá áframhaldandi niðurgreiðslu. Beiðnir oftast óþarfa flækja Hann sagði sjúkraþjálfara geta metið sjálfa hvort að fólk þurfi að koma til þeirra. Það ætti ekki að vera á hendi lækna að gera beiðni svo fólk komist að. Beiðnir geti verið gagnlegar ef fólk hafi verið í aðgerð eða eitthvað slíkt en að oft komi ekkert fram á þeim sem geti útskýrt beiðnina. Hann sagði marga lækna og sjúkraþjálfara sem hann hefði talað við sammála því að það þyrfti að breyta þessu kerfi. „Í mínum huga er það óþarfa hraðahindrun að fólk sé þvingað þessa leið til að eiga rétt á endurgreiðslunni. Þetta er frábært kerfi til að grípa þá sem vita ekki hvert þeir eiga að fara,“ sagði Kári og að hann hefði haft sínar efasemdir um það þegar það var tilkynnt að heilsugæslan ætti að vera „upphaf alls“. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit hvert það á að leita,“ sagði Kári og nefndi sem dæmi fólk sem er með verk í eyranu og þarf að sjá háls- nef og eyrnalækni eða fólk með verk í hnéi og þarf að sjá sjúkraþjálfara.
Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Sjá meira