Erlent

Skaut átta til bana í Illinois

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögregla rannsakar morðvettvang í Joliet.
Lögregla rannsakar morðvettvang í Joliet. Tyler Pasciak LaRiviere/Chicago Sun-Times via AP

Byssumaður sem grunaður er um að hafa skotið átta til bana í borginni Joliet í Illinois í Bandaríkjunum í nótt er látinn eftir átök við lögreglu í Texas ríki, í tvöþúsund kílómetra fjarlægð.

Talið er að maðurinn, hinn tuttugu og þriggja ára gamli Romeo Nance hafi skotið sig eftir að lögregla hafði umkringt hann. Mikil leit var gerð að honum í nótt eftir að hann hóf árásir sínar sem voru á mörgum stöðum í borginni. Sjö fórnarlambanna fundust í tveimur húsum í nótt og áttunda líkið hafði fundist daginn áður.

Þá er einnig talið að Nance hafi sært enn eitt fórnarlambið skotsári á öðrum stað í borginni en sá særðist ekki alvarlega. Hann virðist hafa lagt á flótta eftir árásirnar en lögreglumenn höfðu upp á honum í bænum Natalia í Texas á þriðja tímanum í nótt.

Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til en fólkið er talið hafa tilheyrt sömu fjölskyldunni og að morðinginn hafi þekkt þau.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×