Hissa yfir viðbrögðum Svandísar og segir þau vonbrigði Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. janúar 2024 11:43 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segist hafa gert ráð fyrir að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra myndi bregðast við að meiri auðmýkt. Vísir/Vilhelm Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðismanna, segir að viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra vegna álits umboðsmanns Alþingis vera sér vonbrigði. Hún segir að þingflokkur Sjálfstæðismanna muni fara yfir stöðuna síðar í dag. Þetta segir Hildur í samtali við fréttastofu. Svandís greindi frá því í morgun að hún ætli að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta ætli hún að gera þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. Þing kemur saman klukkan 15 í dag eftir jólahlé en þar verður lögð fram vantrauststillaga í garð Svandísar vegna hvalveiðimálsins. „Já, nú liggja fyrir þessi endanlegu viðbrögð ráðherra sem við höfum beðið eftir í einhvern tíma. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög hissa yfir þessum viðbrögðum,“ segir Hildur. „Ég hefði haldið að ráðherra myndi svara þessu og bregðast við af meiri auðmýkt. En þetta er niðurstaða ráðherra. Hún er mér vonbrigði og ég leyfi mér að segja, fleirum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Nú setjumst við yfir þessa stöðu. Það er það sem við höfum alltaf sagt og það er það sem liggur fyrir. Það er þingflokksfundur á eftir þar sem við munum ræða þetta,“ segir Hildur. En er ekki nokkuð ljóst að verji þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki ráðherrann falli þá er úti um ríkisstjórnina? „Eigum við að byrja á því að fara yfir þessi viðbrögð ráðherra. Ég tel rétt að gera það. Við erum með þingflokksfund á eftir. Það er svo Grindavíkurumræða klukkan þrjú og það eru líka Grindavíkurmál á dagskrá þingflokksfundarins sem eru þrátt fyrir allt í forgangi. Nú gerum við bara allt í réttri röð. En það er alveg óhætt að segja að viðbrögð ráðherra eru mér vonbrigði.“ Þannig að þú vilt ekkert koma fram með neinar tilgátur um hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni allir greiða atkvæði á móti vantraustinu? „Það hefur verið satt og rétt að við höfum ekki úttalað okkur um það fyrr en þessi viðbrögð lágu fyrir. Mér þykir rétt að við förum yfir það áður en við segjum eitthvað frekar. Við skulum bara gera hlutina í réttri röð. Það fer ágætlega á því að reyna að vanda sig,“ segir Hildur. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Hvalveiðar Tengdar fréttir Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39 Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20 Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Þetta segir Hildur í samtali við fréttastofu. Svandís greindi frá því í morgun að hún ætli að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta ætli hún að gera þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. Þing kemur saman klukkan 15 í dag eftir jólahlé en þar verður lögð fram vantrauststillaga í garð Svandísar vegna hvalveiðimálsins. „Já, nú liggja fyrir þessi endanlegu viðbrögð ráðherra sem við höfum beðið eftir í einhvern tíma. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög hissa yfir þessum viðbrögðum,“ segir Hildur. „Ég hefði haldið að ráðherra myndi svara þessu og bregðast við af meiri auðmýkt. En þetta er niðurstaða ráðherra. Hún er mér vonbrigði og ég leyfi mér að segja, fleirum í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Nú setjumst við yfir þessa stöðu. Það er það sem við höfum alltaf sagt og það er það sem liggur fyrir. Það er þingflokksfundur á eftir þar sem við munum ræða þetta,“ segir Hildur. En er ekki nokkuð ljóst að verji þingmenn Sjálfstæðisflokksins ekki ráðherrann falli þá er úti um ríkisstjórnina? „Eigum við að byrja á því að fara yfir þessi viðbrögð ráðherra. Ég tel rétt að gera það. Við erum með þingflokksfund á eftir. Það er svo Grindavíkurumræða klukkan þrjú og það eru líka Grindavíkurmál á dagskrá þingflokksfundarins sem eru þrátt fyrir allt í forgangi. Nú gerum við bara allt í réttri röð. En það er alveg óhætt að segja að viðbrögð ráðherra eru mér vonbrigði.“ Þannig að þú vilt ekkert koma fram með neinar tilgátur um hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins muni allir greiða atkvæði á móti vantraustinu? „Það hefur verið satt og rétt að við höfum ekki úttalað okkur um það fyrr en þessi viðbrögð lágu fyrir. Mér þykir rétt að við förum yfir það áður en við segjum eitthvað frekar. Við skulum bara gera hlutina í réttri röð. Það fer ágætlega á því að reyna að vanda sig,“ segir Hildur.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Vinstri græn Hvalveiðar Tengdar fréttir Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39 Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20 Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Fleiri fréttir Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Sjá meira
Vantrauststillagan um lögbrot ekki dýravelferð Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur fram vantrauststillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra á Alþingi í dag. Hún segir málið snúast um lögbrot en ekki dýravelferð. 22. janúar 2024 08:39
Svandís grípur til aðgerða þótt lögfræðiálit segi að þess þurfi ekki Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ætlar að fela óháðum aðila að fara yfir stjórnsýslu og lagaumgjörð hvalveiða og ríkislögmanni að leggja mat á erindi Hvals hf. um mögulegt uppgjör vegna hvalveiðimálsins. Þetta gerir Svandís þrátt fyrir að lögfræðilegt álit ráðuneytis segi að hún þurfi ekki að grípa til sérstakra aðgerða. 22. janúar 2024 08:20
Þing kemur saman og ríkisstjórn fundar Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí. Þingið hefst klukkan 15 í dag. Á dagskrá þingsins eru sjö mál. Þar á meðal eru málefni Grindavíkur en ríkisstjórnin kemur einnig saman í dag á sérstökum fundi til að ræða málefni bæjarins. 22. janúar 2024 06:37