Fótbolti

Full­yrða að Gylfi sé búinn að rifta samningi sínum við Lyngby

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gylfi Þór stoppaði stutt við hjá Lyngby ef marka má nýjustu tíðindi.
Gylfi Þór stoppaði stutt við hjá Lyngby ef marka má nýjustu tíðindi. Lyngby

Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hefur rift samningi sínum við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby.

Það er 433.is sem greini frá og segist hafa tíðindin eftir afar öruggum heimildum. Þá er einnig fjallað um málið á danska miðlinum B.T. þar sem kemur fram að gylfi hafi komist að samkomulagi við félagið um að rifta samningnum.

Fyrr í dag bárust fréttir af því að ástæðan fyrir því að Gylfi hafi ekki æft með félaginu undanfarnar vikur væri að hann væri á leið í endurhæfingu til Spánar. Leikmaðurinn hafi hlotið álagsmeiðsli eftir endurkomu sína á knattspyrnuvöllinn og sagði Nicas Kjeldsen, íþróttastjóri Lyngby, að félagið vonaðist til að endurheimta Gylfa í byrjun næsta mánaðar.

Ef marka má nýjustu tíðindi verður þó ekkert af því. Gylfi gekk til liðs við Lyngby síðasta haust eftir tveggja ára fjarveru frá fótbolta. Hann hefur leikið fimm deildarleiki fyrir félagið og nú lítur úr fyrir að þeir verði ekki fleiri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×