Innlent

Hlýrra í dag en kólnar á ný á morgun

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Við Reykjavíkurtjörn.
Við Reykjavíkurtjörn. Vísir/Vilhelm

Hlýrra verður á landinu í dag en undanfarna daga og hiti í kringum frostmark. Spáð er austan átt, 10-18 metrum á sekúndu sunn­an­til með slyddu eða rign­ingu, en mun hæg­ari norðan­lands og snjó­koma.

Þá dregur úr vindi og hlýnar í veðri. Vindur verður almennt frekar hægur og tekur að stytta upp fyrir norðan, þar sem skil lægðarinnar fara yfir landið. Áfram má þó búast við éljum.

Á morgun tekur að kólna á ný. Búast má við breytilegri átt og líkur eru á éljum um mest allt land en lengst af þurrt syðra. Vægt frost en um frostmark syðst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×