Allar götur í Reykjavík ættu að vera færar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2024 13:27 Hjalti Jóhannes Guðmundsson er skrifstofustjóri borgarlandsins. einar árnason Götur í Reykjavík ættu að vera greiðfærar eftir snjókomu næturinnar að sögn fulltrúa hjá borginni. Færð er þó víða erfið vegna hálku og gul viðvörun í gildi. Viðvörunin er í gildi á Suðurlandi til klukkan eitt í dag. Talsverð snjókoma er á köflum í landshlutanum með takmörkuðu eða lélegu skyggni og vetrarfærð á höfuðborgarsvæðinu. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum. Allar leiðir færar Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins segir að snjómokstur hafi gengið vel í Reykjavík í nótt og í morgun. Flest allar götur ættu að vera greiðfærar. „Það hefur gengið mjög vel. Snjókoman var ekki eins mikil og við gerðum ráð fyrir í gærkvöldi þannig það var bara hið besta mál. Allar okkar áætlanir hafa gengið upp og allar leiðir færar í borginni.“ Snjóþungt var í borginni í morgun.sigurjón ólason Nú sé unnið að því að moka í húsagötum. Tugir tækja hafi verið við mokstur í nótt. „Það sem við erum að gera núna er í raun og veru að klára kerfið í heild sinni. Gerum það vonandi núna í kvöld eða í síðasta lagi á morgun og síðan er mikilvægt að missa ekki eins og húsagöturnar í klakamyndun því það er frost eftir þessa snjókomu þannig það ætti að nást því við erum byrjaðir og þegar við erum byrjaðir þá vinnst nú yfirleitt í þessu snjómagni húsagöturnar ágætlega.“ Umferðaróhöpp í snjónum Þónokkur umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun og gengur umferð hægt. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar segir í samtali við fréttastofu að staðan sé svipuð á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru á illa búnum bílum eigi ekki erindi á götur borgarinnar. Hjalti minnir fólk á að fari varlega í umferðinni. „Það er hált og erfitt að eiga við hálkuna í svona miklu frosti þannig allir að fara varlega.“ Snjómokstur Reykjavík Veður Færð á vegum Umferðaröryggi Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Viðvörunin er í gildi á Suðurlandi til klukkan eitt í dag. Talsverð snjókoma er á köflum í landshlutanum með takmörkuðu eða lélegu skyggni og vetrarfærð á höfuðborgarsvæðinu. Búast má við versnandi akstursskilyrðum og afmörkuðum samgöngutruflunum. Allar leiðir færar Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins segir að snjómokstur hafi gengið vel í Reykjavík í nótt og í morgun. Flest allar götur ættu að vera greiðfærar. „Það hefur gengið mjög vel. Snjókoman var ekki eins mikil og við gerðum ráð fyrir í gærkvöldi þannig það var bara hið besta mál. Allar okkar áætlanir hafa gengið upp og allar leiðir færar í borginni.“ Snjóþungt var í borginni í morgun.sigurjón ólason Nú sé unnið að því að moka í húsagötum. Tugir tækja hafi verið við mokstur í nótt. „Það sem við erum að gera núna er í raun og veru að klára kerfið í heild sinni. Gerum það vonandi núna í kvöld eða í síðasta lagi á morgun og síðan er mikilvægt að missa ekki eins og húsagöturnar í klakamyndun því það er frost eftir þessa snjókomu þannig það ætti að nást því við erum byrjaðir og þegar við erum byrjaðir þá vinnst nú yfirleitt í þessu snjómagni húsagöturnar ágætlega.“ Umferðaróhöpp í snjónum Þónokkur umferðaróhöpp hafa verið skráð hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í morgun og gengur umferð hægt. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri umferðardeildar segir í samtali við fréttastofu að staðan sé svipuð á öllu höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem eru á illa búnum bílum eigi ekki erindi á götur borgarinnar. Hjalti minnir fólk á að fari varlega í umferðinni. „Það er hált og erfitt að eiga við hálkuna í svona miklu frosti þannig allir að fara varlega.“
Snjómokstur Reykjavík Veður Færð á vegum Umferðaröryggi Tengdar fréttir Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Sjá meira
Mikil vetrarfærð og nokkuð um umferðaróhöpp Mikil vetrarfærð er á höfuðborgarsvæðinu og gul viðvörun í gangi til hádegis. Aðalvarðstjóri segir fólk á illa búnum bílum ekki eiga heima í umferðinni í þessari færð. 18. janúar 2024 08:35