Kærir ráðherra fyrir að skipa Ástráð sem ríkissáttasemjara Jón Þór Stefánsson skrifar 18. janúar 2024 07:01 Frá vinstri: Ástráður Haraldsson, Aldís G. Sigurðardóttir, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Samsett Dr. Aldís G. Sigurðardóttir hefur lagt fram kæru til kærunefndar jafnréttismála vegna ákvörðunar Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að skipa Ástráð Haraldsson í embætti ríkissáttasemjara. Aldís sótti líka um embættið. Hæfnisnefnd mat bæði hana og Ástráð sem „mjög vel hæf“ og að lokum var ráðherra falið að velja á milli þeirra. Í útdrætti úr kæru Aldísar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að hún telji verulega ágalla á niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún vill meina að sér hafi verið mismunað á grundvalli kyns. Segja matið beinlínis rangt á köflum „Vinnumarkaðsráðherra hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðunar hans,“ segir í útdrættinum. Þar er meðal annars gagnrýnt að hæfnisnefndin hafi lagt menntun Aldísar og Ástráðs að jöfnu. Hún er með doktorsgráðu í viðskiptafræði, en hann embættispróf í lögfræði. Í niðurstöðu hæfnisnefndar segir að bæði séu mjög hæf til að genga embættinu, en að Ástráður hafi það umfram Aldísi að hafa verið settur ríkissáttasemjari í tæpa þrjá mánuði og verið dómari í Félagsdómi í þremur til fjórum málum yfir starfsævina. Hins vegar sé ekkert minnst á reynslu og þekkingu Aldísar af vinnudeilum. Í útdrættinum er því haldið fram að með þessu sé vísvitandi verið að gera lítið úr hæfni Aldísar, á meðan meira sé gert úr hæfi Ástráðs. Bent er á að ábyrgðin á skipuninni sé á vegum ráðherra. „Aldís telur að í þessu tilviki hefði einfaldur samanburður vinnumarkaðsráðherra á umsóknargögnum þessara tveggja umsækjenda sem voru báðir metnir mjög vel hæfir átt að leiða í ljós að mat nefndarinnar hafi verið ófullnægjandi og í mörgum tilvikum beinlínis rangt,“ segir í útdrættinum. Vísvitandi lítið gert úr hæfi Aldísar Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að eftir að hafa skoðað gögn málsins þyki henni ljóst að ákvörðun ráðherra sé gölluð. Breytingar hafi til að mynda verið á orðalagi á viðmiðum frá auglýsingu og við mat nefndarinnar. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið.“ Lítið gerst síðan kæran var lögð fram Þá segir Erna að kæran hafi verið lögð fram til kærunefndar jafnréttismála hinn 28. nóvember á síðasta ári. Hún hafi fengið staðfestingu á móttöku hennar, en svo virðist sem málið hafi numið staðar. Lítið hafi gerst, en Erna segist meðal annars hafa fengið svör um að hæfi nefndarmanna sé til skoðunar. „Mér finnst svolítið skrýtið að það sé ekkert að gerast. Ég velti fyrir mér afhverju það er. Er verið að draga þetta? Eða er verið að passa upp á að það komi ekki upp mál sem eru óþægileg fyrir félags- og vinnumarkaðsráðherra?“ spyr Erna. Þess má geta að árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða Ástráði Haraldssyni bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt, sem þáverandi dómsmálaráðherra stóð fyrir. Kjaramál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Jafnréttismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Aldís sótti líka um embættið. Hæfnisnefnd mat bæði hana og Ástráð sem „mjög vel hæf“ og að lokum var ráðherra falið að velja á milli þeirra. Í útdrætti úr kæru Aldísar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að hún telji verulega ágalla á niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún vill meina að sér hafi verið mismunað á grundvalli kyns. Segja matið beinlínis rangt á köflum „Vinnumarkaðsráðherra hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðunar hans,“ segir í útdrættinum. Þar er meðal annars gagnrýnt að hæfnisnefndin hafi lagt menntun Aldísar og Ástráðs að jöfnu. Hún er með doktorsgráðu í viðskiptafræði, en hann embættispróf í lögfræði. Í niðurstöðu hæfnisnefndar segir að bæði séu mjög hæf til að genga embættinu, en að Ástráður hafi það umfram Aldísi að hafa verið settur ríkissáttasemjari í tæpa þrjá mánuði og verið dómari í Félagsdómi í þremur til fjórum málum yfir starfsævina. Hins vegar sé ekkert minnst á reynslu og þekkingu Aldísar af vinnudeilum. Í útdrættinum er því haldið fram að með þessu sé vísvitandi verið að gera lítið úr hæfni Aldísar, á meðan meira sé gert úr hæfi Ástráðs. Bent er á að ábyrgðin á skipuninni sé á vegum ráðherra. „Aldís telur að í þessu tilviki hefði einfaldur samanburður vinnumarkaðsráðherra á umsóknargögnum þessara tveggja umsækjenda sem voru báðir metnir mjög vel hæfir átt að leiða í ljós að mat nefndarinnar hafi verið ófullnægjandi og í mörgum tilvikum beinlínis rangt,“ segir í útdrættinum. Vísvitandi lítið gert úr hæfi Aldísar Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að eftir að hafa skoðað gögn málsins þyki henni ljóst að ákvörðun ráðherra sé gölluð. Breytingar hafi til að mynda verið á orðalagi á viðmiðum frá auglýsingu og við mat nefndarinnar. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið.“ Lítið gerst síðan kæran var lögð fram Þá segir Erna að kæran hafi verið lögð fram til kærunefndar jafnréttismála hinn 28. nóvember á síðasta ári. Hún hafi fengið staðfestingu á móttöku hennar, en svo virðist sem málið hafi numið staðar. Lítið hafi gerst, en Erna segist meðal annars hafa fengið svör um að hæfi nefndarmanna sé til skoðunar. „Mér finnst svolítið skrýtið að það sé ekkert að gerast. Ég velti fyrir mér afhverju það er. Er verið að draga þetta? Eða er verið að passa upp á að það komi ekki upp mál sem eru óþægileg fyrir félags- og vinnumarkaðsráðherra?“ spyr Erna. Þess má geta að árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða Ástráði Haraldssyni bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt, sem þáverandi dómsmálaráðherra stóð fyrir.
Kjaramál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Jafnréttismál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira