Kærir ráðherra fyrir að skipa Ástráð sem ríkissáttasemjara Jón Þór Stefánsson skrifar 18. janúar 2024 07:01 Frá vinstri: Ástráður Haraldsson, Aldís G. Sigurðardóttir, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson. Samsett Dr. Aldís G. Sigurðardóttir hefur lagt fram kæru til kærunefndar jafnréttismála vegna ákvörðunar Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra, um að skipa Ástráð Haraldsson í embætti ríkissáttasemjara. Aldís sótti líka um embættið. Hæfnisnefnd mat bæði hana og Ástráð sem „mjög vel hæf“ og að lokum var ráðherra falið að velja á milli þeirra. Í útdrætti úr kæru Aldísar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að hún telji verulega ágalla á niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún vill meina að sér hafi verið mismunað á grundvalli kyns. Segja matið beinlínis rangt á köflum „Vinnumarkaðsráðherra hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðunar hans,“ segir í útdrættinum. Þar er meðal annars gagnrýnt að hæfnisnefndin hafi lagt menntun Aldísar og Ástráðs að jöfnu. Hún er með doktorsgráðu í viðskiptafræði, en hann embættispróf í lögfræði. Í niðurstöðu hæfnisnefndar segir að bæði séu mjög hæf til að genga embættinu, en að Ástráður hafi það umfram Aldísi að hafa verið settur ríkissáttasemjari í tæpa þrjá mánuði og verið dómari í Félagsdómi í þremur til fjórum málum yfir starfsævina. Hins vegar sé ekkert minnst á reynslu og þekkingu Aldísar af vinnudeilum. Í útdrættinum er því haldið fram að með þessu sé vísvitandi verið að gera lítið úr hæfni Aldísar, á meðan meira sé gert úr hæfi Ástráðs. Bent er á að ábyrgðin á skipuninni sé á vegum ráðherra. „Aldís telur að í þessu tilviki hefði einfaldur samanburður vinnumarkaðsráðherra á umsóknargögnum þessara tveggja umsækjenda sem voru báðir metnir mjög vel hæfir átt að leiða í ljós að mat nefndarinnar hafi verið ófullnægjandi og í mörgum tilvikum beinlínis rangt,“ segir í útdrættinum. Vísvitandi lítið gert úr hæfi Aldísar Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að eftir að hafa skoðað gögn málsins þyki henni ljóst að ákvörðun ráðherra sé gölluð. Breytingar hafi til að mynda verið á orðalagi á viðmiðum frá auglýsingu og við mat nefndarinnar. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið.“ Lítið gerst síðan kæran var lögð fram Þá segir Erna að kæran hafi verið lögð fram til kærunefndar jafnréttismála hinn 28. nóvember á síðasta ári. Hún hafi fengið staðfestingu á móttöku hennar, en svo virðist sem málið hafi numið staðar. Lítið hafi gerst, en Erna segist meðal annars hafa fengið svör um að hæfi nefndarmanna sé til skoðunar. „Mér finnst svolítið skrýtið að það sé ekkert að gerast. Ég velti fyrir mér afhverju það er. Er verið að draga þetta? Eða er verið að passa upp á að það komi ekki upp mál sem eru óþægileg fyrir félags- og vinnumarkaðsráðherra?“ spyr Erna. Þess má geta að árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða Ástráði Haraldssyni bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt, sem þáverandi dómsmálaráðherra stóð fyrir. Kjaramál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Jafnréttismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Aldís sótti líka um embættið. Hæfnisnefnd mat bæði hana og Ástráð sem „mjög vel hæf“ og að lokum var ráðherra falið að velja á milli þeirra. Í útdrætti úr kæru Aldísar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að hún telji verulega ágalla á niðurstöðu hæfnisnefndarinnar. Hún vill meina að sér hafi verið mismunað á grundvalli kyns. Segja matið beinlínis rangt á köflum „Vinnumarkaðsráðherra hafi ekki fært fram staðreyndir eða önnur gögn og upplýsingar sem sýna fram á að aðrar ástæður en kyn hafi legið til grundvallar ákvörðunar hans,“ segir í útdrættinum. Þar er meðal annars gagnrýnt að hæfnisnefndin hafi lagt menntun Aldísar og Ástráðs að jöfnu. Hún er með doktorsgráðu í viðskiptafræði, en hann embættispróf í lögfræði. Í niðurstöðu hæfnisnefndar segir að bæði séu mjög hæf til að genga embættinu, en að Ástráður hafi það umfram Aldísi að hafa verið settur ríkissáttasemjari í tæpa þrjá mánuði og verið dómari í Félagsdómi í þremur til fjórum málum yfir starfsævina. Hins vegar sé ekkert minnst á reynslu og þekkingu Aldísar af vinnudeilum. Í útdrættinum er því haldið fram að með þessu sé vísvitandi verið að gera lítið úr hæfni Aldísar, á meðan meira sé gert úr hæfi Ástráðs. Bent er á að ábyrgðin á skipuninni sé á vegum ráðherra. „Aldís telur að í þessu tilviki hefði einfaldur samanburður vinnumarkaðsráðherra á umsóknargögnum þessara tveggja umsækjenda sem voru báðir metnir mjög vel hæfir átt að leiða í ljós að mat nefndarinnar hafi verið ófullnægjandi og í mörgum tilvikum beinlínis rangt,“ segir í útdrættinum. Vísvitandi lítið gert úr hæfi Aldísar Erna Guðmundsdóttir, lögmaður Aldísar, segir í samtali við Vísi að eftir að hafa skoðað gögn málsins þyki henni ljóst að ákvörðun ráðherra sé gölluð. Breytingar hafi til að mynda verið á orðalagi á viðmiðum frá auglýsingu og við mat nefndarinnar. „Mér finnst rauði þráðurinn í gegnum allt þetta mál, þegar ég fer yfir gögnin, vera svolítið þannig að það hafi vísvitandi verið gert lítið úr hæfni hennar, reynslu og þekkingu á vinnumarkaði. En að sama skapi er verið að gera meira úr reynslu núverandi ríkissáttasemjara, sem fékk embættið.“ Lítið gerst síðan kæran var lögð fram Þá segir Erna að kæran hafi verið lögð fram til kærunefndar jafnréttismála hinn 28. nóvember á síðasta ári. Hún hafi fengið staðfestingu á móttöku hennar, en svo virðist sem málið hafi numið staðar. Lítið hafi gerst, en Erna segist meðal annars hafa fengið svör um að hæfi nefndarmanna sé til skoðunar. „Mér finnst svolítið skrýtið að það sé ekkert að gerast. Ég velti fyrir mér afhverju það er. Er verið að draga þetta? Eða er verið að passa upp á að það komi ekki upp mál sem eru óþægileg fyrir félags- og vinnumarkaðsráðherra?“ spyr Erna. Þess má geta að árið 2017 dæmdi Hæstiréttur íslenska ríkið til að greiða Ástráði Haraldssyni bætur vegna ólögmætrar málsmeðferðar sem þeir urðu fyrir við skipun dómara í Landsrétt, sem þáverandi dómsmálaráðherra stóð fyrir.
Kjaramál Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Jafnréttismál Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira