Kraftaverk stöðvaði glóandi hraunrennslið Jakob Bjarnar skrifar 16. janúar 2024 12:58 Hús Öldu var næst í röðinni en eitthvað sem Alda kallar kraftaverk stöðvaði glóandi hrauntunguna frá því að gleypa húsið. vísir/björn steinbekk/Nanna Höjgaard Grettisdóttir Hús Öldu Margrétar Hauksdóttur lífeindafræðings og Grettis Sigurjónssonar var næst í röðinni en logandi hraunið nam staðar í hlaðinu. Þrjú hús brunnu til kaldra kola eftir að hraunrennsli braut sér leið í Grindavík í eldgosinu sem nú er í andaslitrunum. Svört tunga eyðileggingar teygir sig inn í bæinn. Alda segist tiltölulega heilsugóð en atburðurinn sé náttúrlega skelfilegur. „Okkar hús er við baklóð þriðja hússins sem fór. Við áttum von á að okkar hús yrði næst en þá ákvað hraunið að fara niður götuna og síga niður í lægð sem þar er og stöðvast,“ segir Alda í samtali við Vísi. Engu mátti muna. Björgunarsveitarmaðurinn, sem hrundi niður göngustíginn sem er þar í grenndinni, er nákvæmlega þar sem fjölskyldan hefur leikið sér, með hundinn og barnabörnin síðustu vikur og mánuði. „Við löbbuðum alltaf þennan stíg. Þetta er rosalegt.“ Voru búin að afskrifa húsið Alda segir að fjölskyldan hafi fylgst með hrauninu í þeim myndavélum sem sýndu eldgosið og hraunið sem rann í bæinn. Hvað varð til þess að glóandi hraunrennslið stöðvaðist einmitt þarna, veit enginn.vísir „Jú, maður fylgdist með og gat ekki annað. Maður var límdur við skjáinn en svo fór maður nú að sofa, kannski um klukkan eitt um nóttina.“ Svo birti og þau fóru til að sjá hvað hefði orðið. „Og sáum þá húsið standa og að það virðist ekki hafa skemmst neitt í eldinum.“ Helgi Hauksson, bróðir Öldu, hefur tekið til myndasyrpu sem sýnir glögglega hversu litlu mátti muna að hús þeirra hjóna færi undir hraunið. Verkefnið var til umfjöllunar í Gulli byggir Á myndunum má sjá sökkulmót en fjölskyldan reisti sex hús við götuna. „Við seldum húsið okkar til að fjármagna verkefnið. Af því að við gerðum þetta sjálf ætluðum við að selja fokhelt til að bæta eignastöðuna. Við vissum að með sameiginlegu átaki gætum við komið þeim upp í fokhelt ástand. Við eigum fimm börn, Elvar stjúpsonur minn er elstur og svo eigum við Grettir fjögur.“ Alda Margrét Hauksdóttir. Hún segir það hafa verið rosalegt að fylgjast með hrauninu nálgast húsið sitt.Nanna Höjgaard Grettisdóttir Stórfjölskyldan átti sem sagt húsin sem standa við götuna. Þau eru öll byggð eins, samkvæmt sömu teikningum og þannig náðu þau samlegðaráhrifum. „Þetta virðist allt hafa sloppið. Í það minnsta við hraunið og eldinn. Húsin voru heil þegar við komumst heim síðast. En við eigum eftir að sjá hver staðan er eftir að heita vatnið fór. Við vitum ekki um frostskemmdir. Það á eftir að koma í ljós. Alda segir þetta magnað og ekki sé hægt að reikna út hvað verður á landinu okkar góða. Þannig vildi til að Gulli Helga tók verkefnið út í þáttum sínum Gulli byggir og má sjá þann þátt í heild sinni hér neðar. Klippa: Gulli Byggir Verkefnið í Grindavík Að sögn Öldu var ótrúlegt að horfa á eldinn og hrauntunguna. „Við sáum logana, eldana og svo glitta í húsið okkar bak við eldtungurnar. Þetta er bara … svo rosalegt. Því miður hefur maður áhyggjur af því að sprungan fari sunnar næst, en þá ætti okkar hús að sleppa en þú veist ekkert hvað er í gangi þarna undir. Það kemur bara í ljós.“ Staðan í algjörri óvissu Alda og Grettir fluttu til Grindavíkur árið 2018 en verkefnið höfðu þau undirbúið frá 2017, að fá lóðirnar og hefur gengið á ýmsu. Það sem ekki kemur fram í þáttunum Gulli byggir er að þeir ágætu verktakar sem þar koma fram og tala um hversu ódýrt þetta sé stálu af þeim tíu milljónum og í raun sviku þau. „Við þurftum að fara í mál við þá en þeir eru búnir að fara á hausinn. Þetta er mikil saga,“ segir Alda sem lætur greinilega fátt koma sér úr jafnvægi. Hún var, ásamt Önnu Sigurjónsdóttur björgunarsveitarmanni, í viðtali á BBC þar sem þær fóru yfir stöðuna. (Umfjöllunin hefst á þrítugustu mínútu.) Alda segir nú algera óvissu. Þau hjónin hafa hafist við í sumarhúsi í Grímsnesinu en eru nú komin í Þorlákshöfn. Þau hjónin eru með fjögurra ára Border Collie-hund sem setur húsnæðismálin í uppnám. Þetta húsnæði fengu þau í gegnum leigutorg sem er sérstaklega ætlað fyrir Grindvíkinga. En húsið er nú á sölu og Alda veit því ekki hversu lengi þau geta verið þar. Þakka fyrir allar góðar og hlýjar hugsanir Svo einkennilega vill til að Grettir, sem starfar sem tæknimaður hjá háskólanum, er frá Vestmannaeyjum. „Þau voru reyndar flutt uppá land, til Þorlákshafnar. Hann var 12 ára og það er enn í barnsminninu þetta að vakna, en allir sem vettlingi gátu valdið fóru og tóku á móti skipunum sem komu frá Eyjum.“ Grettir og Alda. Meðan allt lék í lyndi og verkefnið var á fullu 2019.Vísir Alda talar um kraftaverk og spurð nánar út í það segir hún að sama hversu trúaðir menn eru, en það eru þau hjónin, þá geti vondir hlutir gerst. „Við erum mjög þakklát. Ég trúi að Guð og ég bið alltaf. En maður veit ekki af hverju húsið okkar slapp. Fólkið sem á húsin sem fóru, þau trúa allt eins og við. En maður þakkar bara Guði fyrir að allir eru heilbrigðir. Það hefur bara eitt slys orðið sem er ekki mikið í hamförum sem þessum. Maður þakkar fyrir að hingað til hafi ekki farið verr en maður veit ekki neitt. Maður þakkar fyrir allar góðar og hlýjar hugsanir, annað getur maður ekki gert.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Þrjú hús brunnu til kaldra kola eftir að hraunrennsli braut sér leið í Grindavík í eldgosinu sem nú er í andaslitrunum. Svört tunga eyðileggingar teygir sig inn í bæinn. Alda segist tiltölulega heilsugóð en atburðurinn sé náttúrlega skelfilegur. „Okkar hús er við baklóð þriðja hússins sem fór. Við áttum von á að okkar hús yrði næst en þá ákvað hraunið að fara niður götuna og síga niður í lægð sem þar er og stöðvast,“ segir Alda í samtali við Vísi. Engu mátti muna. Björgunarsveitarmaðurinn, sem hrundi niður göngustíginn sem er þar í grenndinni, er nákvæmlega þar sem fjölskyldan hefur leikið sér, með hundinn og barnabörnin síðustu vikur og mánuði. „Við löbbuðum alltaf þennan stíg. Þetta er rosalegt.“ Voru búin að afskrifa húsið Alda segir að fjölskyldan hafi fylgst með hrauninu í þeim myndavélum sem sýndu eldgosið og hraunið sem rann í bæinn. Hvað varð til þess að glóandi hraunrennslið stöðvaðist einmitt þarna, veit enginn.vísir „Jú, maður fylgdist með og gat ekki annað. Maður var límdur við skjáinn en svo fór maður nú að sofa, kannski um klukkan eitt um nóttina.“ Svo birti og þau fóru til að sjá hvað hefði orðið. „Og sáum þá húsið standa og að það virðist ekki hafa skemmst neitt í eldinum.“ Helgi Hauksson, bróðir Öldu, hefur tekið til myndasyrpu sem sýnir glögglega hversu litlu mátti muna að hús þeirra hjóna færi undir hraunið. Verkefnið var til umfjöllunar í Gulli byggir Á myndunum má sjá sökkulmót en fjölskyldan reisti sex hús við götuna. „Við seldum húsið okkar til að fjármagna verkefnið. Af því að við gerðum þetta sjálf ætluðum við að selja fokhelt til að bæta eignastöðuna. Við vissum að með sameiginlegu átaki gætum við komið þeim upp í fokhelt ástand. Við eigum fimm börn, Elvar stjúpsonur minn er elstur og svo eigum við Grettir fjögur.“ Alda Margrét Hauksdóttir. Hún segir það hafa verið rosalegt að fylgjast með hrauninu nálgast húsið sitt.Nanna Höjgaard Grettisdóttir Stórfjölskyldan átti sem sagt húsin sem standa við götuna. Þau eru öll byggð eins, samkvæmt sömu teikningum og þannig náðu þau samlegðaráhrifum. „Þetta virðist allt hafa sloppið. Í það minnsta við hraunið og eldinn. Húsin voru heil þegar við komumst heim síðast. En við eigum eftir að sjá hver staðan er eftir að heita vatnið fór. Við vitum ekki um frostskemmdir. Það á eftir að koma í ljós. Alda segir þetta magnað og ekki sé hægt að reikna út hvað verður á landinu okkar góða. Þannig vildi til að Gulli Helga tók verkefnið út í þáttum sínum Gulli byggir og má sjá þann þátt í heild sinni hér neðar. Klippa: Gulli Byggir Verkefnið í Grindavík Að sögn Öldu var ótrúlegt að horfa á eldinn og hrauntunguna. „Við sáum logana, eldana og svo glitta í húsið okkar bak við eldtungurnar. Þetta er bara … svo rosalegt. Því miður hefur maður áhyggjur af því að sprungan fari sunnar næst, en þá ætti okkar hús að sleppa en þú veist ekkert hvað er í gangi þarna undir. Það kemur bara í ljós.“ Staðan í algjörri óvissu Alda og Grettir fluttu til Grindavíkur árið 2018 en verkefnið höfðu þau undirbúið frá 2017, að fá lóðirnar og hefur gengið á ýmsu. Það sem ekki kemur fram í þáttunum Gulli byggir er að þeir ágætu verktakar sem þar koma fram og tala um hversu ódýrt þetta sé stálu af þeim tíu milljónum og í raun sviku þau. „Við þurftum að fara í mál við þá en þeir eru búnir að fara á hausinn. Þetta er mikil saga,“ segir Alda sem lætur greinilega fátt koma sér úr jafnvægi. Hún var, ásamt Önnu Sigurjónsdóttur björgunarsveitarmanni, í viðtali á BBC þar sem þær fóru yfir stöðuna. (Umfjöllunin hefst á þrítugustu mínútu.) Alda segir nú algera óvissu. Þau hjónin hafa hafist við í sumarhúsi í Grímsnesinu en eru nú komin í Þorlákshöfn. Þau hjónin eru með fjögurra ára Border Collie-hund sem setur húsnæðismálin í uppnám. Þetta húsnæði fengu þau í gegnum leigutorg sem er sérstaklega ætlað fyrir Grindvíkinga. En húsið er nú á sölu og Alda veit því ekki hversu lengi þau geta verið þar. Þakka fyrir allar góðar og hlýjar hugsanir Svo einkennilega vill til að Grettir, sem starfar sem tæknimaður hjá háskólanum, er frá Vestmannaeyjum. „Þau voru reyndar flutt uppá land, til Þorlákshafnar. Hann var 12 ára og það er enn í barnsminninu þetta að vakna, en allir sem vettlingi gátu valdið fóru og tóku á móti skipunum sem komu frá Eyjum.“ Grettir og Alda. Meðan allt lék í lyndi og verkefnið var á fullu 2019.Vísir Alda talar um kraftaverk og spurð nánar út í það segir hún að sama hversu trúaðir menn eru, en það eru þau hjónin, þá geti vondir hlutir gerst. „Við erum mjög þakklát. Ég trúi að Guð og ég bið alltaf. En maður veit ekki af hverju húsið okkar slapp. Fólkið sem á húsin sem fóru, þau trúa allt eins og við. En maður þakkar bara Guði fyrir að allir eru heilbrigðir. Það hefur bara eitt slys orðið sem er ekki mikið í hamförum sem þessum. Maður þakkar fyrir að hingað til hafi ekki farið verr en maður veit ekki neitt. Maður þakkar fyrir allar góðar og hlýjar hugsanir, annað getur maður ekki gert.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira