Innlent

Mal­bikið flettist upp og húsin síga niður

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Grindavík úr norðri. Í forgrunni sést hraunið sem flæddi inn í bæinn og yfir nokkur hús í gær. Úti á sjó sést varðskip Landhelgisgæslunnar.
Grindavík úr norðri. Í forgrunni sést hraunið sem flæddi inn í bæinn og yfir nokkur hús í gær. Úti á sjó sést varðskip Landhelgisgæslunnar. Björn Steinbekk

Hraun flæðir enn úr einum gíg á Reykjanesi, en flæðið úr gígnum sem opnaðist Grindavíkurmegin við varnargarðana er hætt. Nýtt hraun setur undarlegan svip á bæinn.

Fréttamenn og myndatökufólk á vegum fréttastofu tók þessar myndir ér . Þær sýna greinilega þær breytingar sem orðið hafa á bæjarbragnum í Grindavík. Þrjú hús urðu glóandi hrauninu að bráð í gær. 

Hér sést vel hversu stutt hraunið er frá kjarna bæjarins. Björn Steinbekk
Hraunið sem kom upp úr syðri sprungunni.Björn Steinbekk
Nyrðri gígurinn, sá sem lifað hefur lengur, sést hér úr annarri átt. Í fjarska má sjá Svartsengi og enn fjær sést Reykjanesbær.Björn Steinbekk

Hér sjást báðir gígarnir vel, sá syðri sem er nær Grindavík, og sá nyrðri.Björn Steinbekk

Vegurinn er þakinn hrauni.Björn Steinbekk
Gossprungan þar sem hraunið kom upp er mjög nálægt bænum.Björn Steinbekk

Ljóst er að varnargarðar norðan Grindavíkur vörnuðu því að meira hraun hefði flætt í átt að bænum.Björn Steinbekk
Þetta hús hér hefur sigið í jarðrhræringunum,Vísir/Arnar
Malbik hefur hreinlega flest upp á vegum í Grindavík.Vísir/Arnar
Hraunjaðarinn er ekki langt frá fleiri húsum. Þrjú hús urðu hrauninu að bráð í gær og eru gjörsamlega ónýt.Vísir/Berghildur Erla
Aflögun í bænum er mikil og fjöldi sprungna hefur opnast. Þá hafa eldri sprungur stækkað.Vísir/Berghildur Erla
Skemmdirnar í bænum eru miklar.Vísir/Berghildur Erla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×