Uppbyggingu varnargarða við Grindavík haldið áfram Heimir Már Pétursson skrifar 15. janúar 2024 19:21 Hér sést hvar hraunið vefur sig utan um horn girðingar við Efrahóp og stöðvast þar. Stöð 2/Sigurjón Forsætisráðherra segir að uppbyggingu varnargarða við Grindavík verði haldið áfram. Þeir hafi sýnt gildi sitt í gær og markmiðið sé að verja byggðina í Grindavík til framtíðar. Ríkisstjórnin leggur til við Alþingi að afkomustuðningur við Grindvíkinga verði framlengdur. Þrjú hús urðu hrauninu frá sprungunni sunnan varnargarðanna að bráð.Vísir/Björn Steinbekk Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í morgun vegna stöðunnar í Grindavík. Þar var ákveðið að framlengja afkomustuðning við Grindvíkinga sem gripið var til þegar fyrstu hamfarirnar riðu yfir í nóvember. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reikna megi með að sá stuðingur fari langt inn á þetta ár. Þá hafi staða húsnæðismála Grindvíkinga einnig verið rædd. Forsætisráðherra segir aukinn kraft verða settan í að kaupa íbúðarhúsnæði sem standi Grindvíkingum til boða.Stöð 2/Einar „Hún er enn þá óviðunandi. Þannig að það verður settur aukinn kraftur í að kaupa íbúðir til að þær séu í boði fyrir Grindvíkinga. Við vorum að fara yfir mál sem varðar rekstrarstuðning til fyrirtækja. Hvernig við getum útfært hann,“ segir Katrín. Þá hafi verið farið yfir uppgjör á húseignum í Grindvaík. Atburðir helgarinnar hafi hins vegar sett strik í þann reikning sem annars hafi verið langt kominn og því þurfi að vinnna áfram að þeim málum. Ríkisstjórnin muni funda með bæjarstjórn Grindavíkur á morgun. „Við munum síðan sitja yfir þessari vinnu á morgun og það er auðvitað íbúafundur líka á morgun þar sem við munum heyra beint ofan í íbúa. Ég á von á að við munum einnig eiga fund með stjórnarandstöðunni í vikunni. Því þetta er auðvitað mál sem allt þingið hefur líst miklum vilja og áhuga til að koma að og leysa,“ segir forsætisráðherra. Á þessari mynd sést hvernig varnargarður beindi hrauninu í vesturátt og frá bænum. Þá hefði hús Orf líftækni að öllum líkindum farið undir hraun ef varnargarðarnir hefðu ekki verið komnir.Stöð 2/Sigurjón Búast megi við að nokkur frumvörp liggi fyrir þegar Alþingi komi saman í næstu viku. Forsætisráðherra segir jákvætt að varnargarðar hafi sannað gildi sitt í gosinu í gær „Við viljum gera það sem við getum til að verja byggðina í Grindavík. Þess vegna erum við auðvitað með þessa varnargarða sem við höfum verið að byggja upp. Og við sjáum að skila árangri og ég vænti þess að við höldum áfram með þá uppbyggingu þannig að við getum varið byggðina í Grindavík til framtíðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mælitæki Veðurstofunnar greindu engin merki áður en seinni sprungan opnaðist Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Ekki er hægt að útiloka að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara, líkt og gerðist í gær þegar sprunga opnaðist við bæjarmörk Grindavíkur. Engin merki sáust á mælitækjum Veðurstofunnar í tengslum við þá gosopnun. 15. janúar 2024 14:51 „Langt frá því að vera búið“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. 15. janúar 2024 14:28 Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. 15. janúar 2024 14:07 Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. 15. janúar 2024 12:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Þrjú hús urðu hrauninu frá sprungunni sunnan varnargarðanna að bráð.Vísir/Björn Steinbekk Ríkisstjórnin kom saman til aukafundar í morgun vegna stöðunnar í Grindavík. Þar var ákveðið að framlengja afkomustuðning við Grindvíkinga sem gripið var til þegar fyrstu hamfarirnar riðu yfir í nóvember. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að reikna megi með að sá stuðingur fari langt inn á þetta ár. Þá hafi staða húsnæðismála Grindvíkinga einnig verið rædd. Forsætisráðherra segir aukinn kraft verða settan í að kaupa íbúðarhúsnæði sem standi Grindvíkingum til boða.Stöð 2/Einar „Hún er enn þá óviðunandi. Þannig að það verður settur aukinn kraftur í að kaupa íbúðir til að þær séu í boði fyrir Grindvíkinga. Við vorum að fara yfir mál sem varðar rekstrarstuðning til fyrirtækja. Hvernig við getum útfært hann,“ segir Katrín. Þá hafi verið farið yfir uppgjör á húseignum í Grindvaík. Atburðir helgarinnar hafi hins vegar sett strik í þann reikning sem annars hafi verið langt kominn og því þurfi að vinnna áfram að þeim málum. Ríkisstjórnin muni funda með bæjarstjórn Grindavíkur á morgun. „Við munum síðan sitja yfir þessari vinnu á morgun og það er auðvitað íbúafundur líka á morgun þar sem við munum heyra beint ofan í íbúa. Ég á von á að við munum einnig eiga fund með stjórnarandstöðunni í vikunni. Því þetta er auðvitað mál sem allt þingið hefur líst miklum vilja og áhuga til að koma að og leysa,“ segir forsætisráðherra. Á þessari mynd sést hvernig varnargarður beindi hrauninu í vesturátt og frá bænum. Þá hefði hús Orf líftækni að öllum líkindum farið undir hraun ef varnargarðarnir hefðu ekki verið komnir.Stöð 2/Sigurjón Búast megi við að nokkur frumvörp liggi fyrir þegar Alþingi komi saman í næstu viku. Forsætisráðherra segir jákvætt að varnargarðar hafi sannað gildi sitt í gosinu í gær „Við viljum gera það sem við getum til að verja byggðina í Grindavík. Þess vegna erum við auðvitað með þessa varnargarða sem við höfum verið að byggja upp. Og við sjáum að skila árangri og ég vænti þess að við höldum áfram með þá uppbyggingu þannig að við getum varið byggðina í Grindavík til framtíðar,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Mælitæki Veðurstofunnar greindu engin merki áður en seinni sprungan opnaðist Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Ekki er hægt að útiloka að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara, líkt og gerðist í gær þegar sprunga opnaðist við bæjarmörk Grindavíkur. Engin merki sáust á mælitækjum Veðurstofunnar í tengslum við þá gosopnun. 15. janúar 2024 14:51 „Langt frá því að vera búið“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. 15. janúar 2024 14:28 Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. 15. janúar 2024 14:07 Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. 15. janúar 2024 12:00 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Mælitæki Veðurstofunnar greindu engin merki áður en seinni sprungan opnaðist Gliðnun innan bæjarmarka Grindavíkur hefur verið allt að 1,4 metrar síðasta sólarhringinn. Nýjar sprungur hafa opnast og eldri sprungur stækkað. Ekki er hægt að útiloka að nýjar gossprungur opnist án fyrirvara, líkt og gerðist í gær þegar sprunga opnaðist við bæjarmörk Grindavíkur. Engin merki sáust á mælitækjum Veðurstofunnar í tengslum við þá gosopnun. 15. janúar 2024 14:51
„Langt frá því að vera búið“ Ármann Höskuldsson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands, segir mikilvægt að hafa í huga að þrátt fyrir að gosið við Grindavík virðist vera að lognast út af, sé eldsumbrotunum á Reykjanesskaga langt frá því að vera lokið. Varnargarðarnir hafi sannarlega sannað gildi sitt í gær og hafi „svínvirkað“. 15. janúar 2024 14:28
Til skoðunar að hækka varnargarðana um nokkra metra Enn er unnið við gerð varnargarða við Grindavík. Framkvæmdastjóri mannvirkja hjá Ístaki segir vel hafa tekist til við hönnun og val á staðsetningu. Í dag sé verið að skoða hvort þörf sé á að hækka þá enn frekar. 15. janúar 2024 14:07
Sprungur að stækka og líkur á nýjum gosopum Þrátt fyrir að dregið hafi úr gosvirkni eru líkur á að ný gosop opnist innan Grindavíkur og sprungur eru að myndast í bænum. Deildarstjóri eldvirkni og jarðskjálfta segir mikla hættu til staðar á svæðinu þar í kring og óvissu um framhaldið. 15. janúar 2024 12:00