Sorglegt, sláandi og hræðilegt Árni Sæberg skrifar 14. janúar 2024 15:59 Víðir reynir að horfa á björtu hliðarnar. Vísir/Arnar Víðir Reynisson segir gríðarlega sorglegt, sláandi og hræðilegt að horfa upp á atburði í Grindavík. Almannavarnir horfi þó til þess að rýmingin í nótt gekk vel og enginn slasaðist. Hann segir óhætt að segja að versta mögulega sviðsmyndin sé að raungerast. „Við höfum tekist saman á við erfiða hluti og verðum að gera það núna. Okkar hugsun er að setja engan í hættu, grípa ekki til einhverra aðgerða sem gætu stuðlað að því. Þannig að við erum að fara mjög varlega í öllum okkar aðgerðum,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, í samtali við fréttastofu. Ekkert lát á innstreymi kviku Víðir segir að gufustrókar hafi myndast upp úr hrauninu sem vellur upp úr sprungunni sem opnaðist fyrr morgun. Það sé mikið í gangi á svæðinu. „Veðurstofan hefur nokkrum sinnum varað okkur við því að það sé ekkert lát á kvikuinnstreymi í ganginn og þar af leiðandi þurfum við að vera við öllu búin og miða okkar aðgerðir við raunhættuna, mikla sprunguopnun í Grindavík, megna gasmengun frá þessu og síðan hugsanlega opnun á nýjum gossprungum.“ Leit út fyrir að hraunið yrði sólarhring að komast inn í bæinn Víðir segir að unnið sé að gerð hraunflæðilíkans en að ekkert liggi fyrir í þeim efnum eftir að nýja sprungan opnaðist. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt.“ Hitaveitan farin Víðir segir að unnið sé að því að fara yfir viðbrögð við þeim skemmdum sem hafa orðið í Grindavík. Hitaveita sé til dæmis farin af bænum eftir að hún varð undir hrauni og kalda vatnið gæti farið líka. Reynt verði að frostverja eignir sem liggja undir skemmdum í bænum en það verði mjög erfitt. Aðalatriðið sé að tefla fólki ekki í hættu. Ekkert sé hægt að gera í stórum hluta bæjarins eins og staðan er núna. Er þetta versta sviðsmyndin sem við erum að horfa upp á að sé að raungerast? „Ég held að það sé alveg óhætt að segja það“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
„Við höfum tekist saman á við erfiða hluti og verðum að gera það núna. Okkar hugsun er að setja engan í hættu, grípa ekki til einhverra aðgerða sem gætu stuðlað að því. Þannig að við erum að fara mjög varlega í öllum okkar aðgerðum,“ segir Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, í samtali við fréttastofu. Ekkert lát á innstreymi kviku Víðir segir að gufustrókar hafi myndast upp úr hrauninu sem vellur upp úr sprungunni sem opnaðist fyrr morgun. Það sé mikið í gangi á svæðinu. „Veðurstofan hefur nokkrum sinnum varað okkur við því að það sé ekkert lát á kvikuinnstreymi í ganginn og þar af leiðandi þurfum við að vera við öllu búin og miða okkar aðgerðir við raunhættuna, mikla sprunguopnun í Grindavík, megna gasmengun frá þessu og síðan hugsanlega opnun á nýjum gossprungum.“ Leit út fyrir að hraunið yrði sólarhring að komast inn í bæinn Víðir segir að unnið sé að gerð hraunflæðilíkans en að ekkert liggi fyrir í þeim efnum eftir að nýja sprungan opnaðist. „Eins og gosið leit út um tíuleytið í morgun þá gæti það tekið kannski sólarhring fyrir hraunið að ná inn í Grindavík ef garðarnir myndu halda því þarna norðanvið. Svo opnaðist þessi sprunga og nú er allt breytt.“ Hitaveitan farin Víðir segir að unnið sé að því að fara yfir viðbrögð við þeim skemmdum sem hafa orðið í Grindavík. Hitaveita sé til dæmis farin af bænum eftir að hún varð undir hrauni og kalda vatnið gæti farið líka. Reynt verði að frostverja eignir sem liggja undir skemmdum í bænum en það verði mjög erfitt. Aðalatriðið sé að tefla fólki ekki í hættu. Ekkert sé hægt að gera í stórum hluta bæjarins eins og staðan er núna. Er þetta versta sviðsmyndin sem við erum að horfa upp á að sé að raungerast? „Ég held að það sé alveg óhætt að segja það“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent