Innlent

Eld­gos er hafið

Kristín Ólafsdóttir og Atli Ísleifsson skrifa
Frá gosinu norðan varnargarða.
Frá gosinu norðan varnargarða. LivefromIceland

Eldgos er hafið norðan við Grindavík. Fyrsta mat á staðsetningu er nálægt Sundhnúk klukkan 7:57 í morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er gosið sunnan Hagafells og norðan varnargarðanna í Grindavík. 

Hér má sjá eldgosið í beinni útsendingu:

Í tilkynningu frá almannavörnum segir að þyrla Landhelgisgæslunar sé að fara í loftið til að taka stöðuna.

„Almannnavarnir hækka almannavarnarstig úr hættustigi upp á neyðarstig. Þegar frekari upplýsingar liggja fyrir um staðsetningu sendum við nýja tilkynningu,“ segir í tilkynningunni.

Rétt fyrir klukkan þrjú í nótt hófst áköf smáskjálftahrina við Sundhnúksgíga. Hátt í 200 jarðskjálftar hafa verið mældir á svæðinu og færðist virknin í átt að Grindavík þegar leið á morguninn.

Hægt er að fá nýjustu tíðindi af gosinu í vaktinni að neðan. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×