Hraðasektir dauðadómur fyrir suma en aðrir finni ekkert fyrir þeim Bjarki Sigurðsson skrifar 13. janúar 2024 19:11 Hákon Jónsson, kvikmyndagerðarmaður og íbúi við Hringbraut. Vísir/Steingrímur Dúi Ökumaður undir áhrifum fíkniefna olli stórtjóni þegar hann ók á átta bíla við Hringbraut í morgun. Íbúi segir ofsaakstur á svæðinu hafa verið vandamál til margra ára. Hann kallar eftir því að hraðasektir taki mið af tekjum ökumanna. Klukkan sex í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að ekið hafði verið á fjölda bíla við Hringbraut í Reykjavík. Ökumaðurinn var ungur karlmaður undir áhrifum fíkniefna og hann var handtekinn á staðnum. Atvikið átti sér stað fyrir framan Verkamannabústaðina. Þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við í dag vöknuðu margir hverjir við lætin hér og þustu út á náttfötunum til þess að freista þess að sjá hvað hafði gerst. Íbúar hafa lengi kvartað yfir ofsaakstri við Hringbraut. „Það er talsvert um hraðakstur og ofsaakstur þarna. Umferðin, það hefur hægst á henni, en sérstaklega á sumrin, sér maður að bílar, venjulega í dýrari kantinum, sveigja á milli akreina, fara yfir á rauðu og á ofsahraða. Síðasta sumar varð ég vitni að því oftar en einu sinni í viku að maður sæi Land Rover Defender af nýjustu gerðinni sveigja yfir á beygjuakrein til þess að komast fram úr bílum til að fara yfir á rauðu og svo kannski annar Audi-jeppi á eftir,“ segir Hákon Jónsson, íbúi við Hringbraut. Hákon kallar eftir því að sektarupphæðir taki mið af tekjum þeirra sem greiða þær. Hann efast um að veski þeirra sem bruna á Hringbraut á stórum jeppum finni mikið fyrir sektunum eins og þær eru í dag. Frá vettvangi í dag.Vísir/Steingrímur Dúi „Kannanir sýna að þriðjungur heimila ræður ekki við áföll upp á áttatíu þúsund eða meira. Fyrir þeim er hraðasekt dauðadómur, það er svangur mánuður, skortur á íþróttaskóm fyrir krakkana. Fyrir önnur heimili er það kvöld úti á Fiskmarkaðnum,“ segir Hákon. Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. 13. janúar 2024 12:08 Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. 13. janúar 2024 08:48 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Klukkan sex í morgun barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um að ekið hafði verið á fjölda bíla við Hringbraut í Reykjavík. Ökumaðurinn var ungur karlmaður undir áhrifum fíkniefna og hann var handtekinn á staðnum. Atvikið átti sér stað fyrir framan Verkamannabústaðina. Þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við í dag vöknuðu margir hverjir við lætin hér og þustu út á náttfötunum til þess að freista þess að sjá hvað hafði gerst. Íbúar hafa lengi kvartað yfir ofsaakstri við Hringbraut. „Það er talsvert um hraðakstur og ofsaakstur þarna. Umferðin, það hefur hægst á henni, en sérstaklega á sumrin, sér maður að bílar, venjulega í dýrari kantinum, sveigja á milli akreina, fara yfir á rauðu og á ofsahraða. Síðasta sumar varð ég vitni að því oftar en einu sinni í viku að maður sæi Land Rover Defender af nýjustu gerðinni sveigja yfir á beygjuakrein til þess að komast fram úr bílum til að fara yfir á rauðu og svo kannski annar Audi-jeppi á eftir,“ segir Hákon Jónsson, íbúi við Hringbraut. Hákon kallar eftir því að sektarupphæðir taki mið af tekjum þeirra sem greiða þær. Hann efast um að veski þeirra sem bruna á Hringbraut á stórum jeppum finni mikið fyrir sektunum eins og þær eru í dag. Frá vettvangi í dag.Vísir/Steingrímur Dúi „Kannanir sýna að þriðjungur heimila ræður ekki við áföll upp á áttatíu þúsund eða meira. Fyrir þeim er hraðasekt dauðadómur, það er svangur mánuður, skortur á íþróttaskóm fyrir krakkana. Fyrir önnur heimili er það kvöld úti á Fiskmarkaðnum,“ segir Hákon.
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Samgönguslys Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. 13. janúar 2024 12:08 Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. 13. janúar 2024 08:48 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Fleiri fréttir Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Sjá meira
Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. 13. janúar 2024 12:08
Hringbraut lokað vegna áreksturs Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur var lokað til vesturs í morgun vegna áreksturs bifreiða. 13. janúar 2024 08:48