Kallar eftir tekjutengdum sektum eftir að ekið var á átta bíla Árni Sæberg skrifar 13. janúar 2024 12:08 Bílunum hafði verið lagt við Hringbraut skammt frá Bræðraborgarstíg. Linda Björg Logadóttir Snemma í morgun ók ungur maður, sem grunaður er um akstur undir áhrifum fíkniefna, utan í átta kyrrstæðar bifreiðar á Hringbraut í vesturbæ Reykjavíkur. Íbúi við Hringbraut lýsir ófremdarástandi í götunni. Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið handtekinn og sé enn í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður þegar hann er orðinn viðræðuhæfur. Hann segir að tilkynnt hafi verið um áreksturinn klukkan tuttugu mínútur yfir sex í morgun og að í upphaflegri tilkynningu hafi verið talað um átta bíla, sem eru talsvert mikið skemmdir eftir áreksturinn. Vonast eftir skjótri afgreiðslu tryggingafélaga Hákon Pálsson býr við Hringbraut og segir atvikið nokkuð áfall fyrir íbúa. „Þarna eru átta fjölskyldur sem hafa misst bifreiðarnar sínar. Maður bara vonast til þess að tryggingafélögin hagi sér skikkanlega og borgi þetta fljótt og örugglega til baka, sem er ekki eitthvað sem maður getur endilega treyst á.“ Hann nefnir til dæmis rauðan jeppling sem stóð við götuna þegar hann kíkti út í morgun og vantaði allan vinstri afturendan á. Umferðin lengi verið slæm Þá segir Hákon að umferð um Hringbraut hafi verið í ólestri allan þann tíma sem hann hefur búið við götuna. Hann kallar eftir aðgerðum til þess að takast á við vandann. „Umferðin hefur almennt séð batnað mjög mikið eftir að þeir lækkuðu hraðann niður í fjörutíu. En satt að segja þá er þetta eitt stórt argument [rök] fyrir því að tekjutengja umferðarlagabrot, eins og þeir hafa gert á Norðurlöndunum. Af því að ég hef ítrekað séð tuttugu milljóna króna bíla, fleiri en einn, keyra hérna um eins og þeir séu í kappakstursleik. Svigandi á milli bíla, keyrandi yfir á rauðum ljósum, almennt hegða sér eins og lífið sé alveg án afleiðinga.“ Hann spyr sig hvort að umferðarsektir upp á tugi eða fá hundruð þúsunda geri nokkurt gagn ef sá brotlegi er með heimilistekjur upp á milljónir króna á mánuði. „Er þetta réttlátt kerfi sem nær yfir alla og er það að skila þeim árangri sem við viljum? Af því að við Hringbrautina er það bara alls ekki að gera það.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Reykjavík Fjármál heimilisins Umferðaröryggi Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Valgarður Valgarðsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að maðurinn hafi verið handtekinn og sé enn í fangageymslu. Hann verði yfirheyrður þegar hann er orðinn viðræðuhæfur. Hann segir að tilkynnt hafi verið um áreksturinn klukkan tuttugu mínútur yfir sex í morgun og að í upphaflegri tilkynningu hafi verið talað um átta bíla, sem eru talsvert mikið skemmdir eftir áreksturinn. Vonast eftir skjótri afgreiðslu tryggingafélaga Hákon Pálsson býr við Hringbraut og segir atvikið nokkuð áfall fyrir íbúa. „Þarna eru átta fjölskyldur sem hafa misst bifreiðarnar sínar. Maður bara vonast til þess að tryggingafélögin hagi sér skikkanlega og borgi þetta fljótt og örugglega til baka, sem er ekki eitthvað sem maður getur endilega treyst á.“ Hann nefnir til dæmis rauðan jeppling sem stóð við götuna þegar hann kíkti út í morgun og vantaði allan vinstri afturendan á. Umferðin lengi verið slæm Þá segir Hákon að umferð um Hringbraut hafi verið í ólestri allan þann tíma sem hann hefur búið við götuna. Hann kallar eftir aðgerðum til þess að takast á við vandann. „Umferðin hefur almennt séð batnað mjög mikið eftir að þeir lækkuðu hraðann niður í fjörutíu. En satt að segja þá er þetta eitt stórt argument [rök] fyrir því að tekjutengja umferðarlagabrot, eins og þeir hafa gert á Norðurlöndunum. Af því að ég hef ítrekað séð tuttugu milljóna króna bíla, fleiri en einn, keyra hérna um eins og þeir séu í kappakstursleik. Svigandi á milli bíla, keyrandi yfir á rauðum ljósum, almennt hegða sér eins og lífið sé alveg án afleiðinga.“ Hann spyr sig hvort að umferðarsektir upp á tugi eða fá hundruð þúsunda geri nokkurt gagn ef sá brotlegi er með heimilistekjur upp á milljónir króna á mánuði. „Er þetta réttlátt kerfi sem nær yfir alla og er það að skila þeim árangri sem við viljum? Af því að við Hringbrautina er það bara alls ekki að gera það.“ Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Reykjavík Fjármál heimilisins Umferðaröryggi Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira