Vilhjálmur segist óánægður með Samtök atvinnulífsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 12. janúar 2024 20:18 Vilhjálmur Birgisson segist vera óhress með aðildarfélög Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Steingrímur Dúi Formaður Starfsgreinasambandsins segir nokkur ljón í veginum í kjaraviðræðum við SA en fólk sé sammála um að ryðja þeim úr vegi. Hann telur að aðildarfélög SA hafi ekki sýnt nógu skýrt að þau ætli að halda aftur af hækkunum. Framkvæmdastjóri SA fagnar yfirlýsingu Haga um að félagið ætli að halda aftur af sér. Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ áttu fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundarlotan stóð í um fjóra tíma. „Við erum sammála um mikilvægi þess að ná þessu markmiði. Og vissulega eru alltaf ljón í veginum en hlutverk okkar er að reyna að ryðja þessum ljónum úr veginum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Eru komnar tölur á launatölur? „Við erum farin að ræða slíkar tölur en það er ekki hægt að úttala sig um það því það er svo margt annað sem hangir á spýtunni heldur en bara beinar launahækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann eigi fastlega von á svari frá stjórnvöldum í byrjun næstu viku. Verðbólgan mannanna verk Forysta VR átti fund með Félagi atvinnurekenda vegna kjaraviðræðnanna í morgun. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hvatti þá í hádegisfréttum Bylgjunnar til að halda aftur af hækkunum. Vilhjálmur segir mikilvægt að atvinnulífið haldi að sér höndum. „Við skulum muna það að verðbólgan er ekki eitthvert náttúrulögmál heldur er hún mannanna verk,“ segir Vilhjálmur og segist óhress með að aðildarfyrirtæki SA hafi ekki stigið kröfugar fram í þessu verkefni. Allir vilji leggja sitt af mörkum Hagar lýstu því svo yfir í dag að félagið tæki afstöðu gegn verðhækkunum sem ógnuðu komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri SA segir það jákvætt innlegg inn í viðræðurnar. „Við finnum mikinn vilja hjá okkar aðildarfélögum. Það vilja allir auðvitað leggja sitt af mörkum til að ná niður verðbólgunni. Við sáum yfirlýsingar frá skráðu félagi í dag um það að menn vilja leggja sitt af mörkum til þess að við getum náð árangri og styðja við markmið kjaraviðræðnanna en viðræðurnar eru bara í fullum gangi núna,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við erum búin að vera í þessum viðræðum af fullum þunga allan tímann og í því felst auðvitað að við erum að takast á. Það er eðlilegt,“ bætir hún við. Næsti fundur samninganefndanna hjá ríkissáttasemjara er boðaður klukkan tíu á morgun. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Samninganefndir SA og breiðfylkingar ASÍ áttu fund hjá ríkissáttasemjara í dag. Fundarlotan stóð í um fjóra tíma. „Við erum sammála um mikilvægi þess að ná þessu markmiði. Og vissulega eru alltaf ljón í veginum en hlutverk okkar er að reyna að ryðja þessum ljónum úr veginum,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins. Eru komnar tölur á launatölur? „Við erum farin að ræða slíkar tölur en það er ekki hægt að úttala sig um það því það er svo margt annað sem hangir á spýtunni heldur en bara beinar launahækkanir,“ segir Vilhjálmur og bætir við að hann eigi fastlega von á svari frá stjórnvöldum í byrjun næstu viku. Verðbólgan mannanna verk Forysta VR átti fund með Félagi atvinnurekenda vegna kjaraviðræðnanna í morgun. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda hvatti þá í hádegisfréttum Bylgjunnar til að halda aftur af hækkunum. Vilhjálmur segir mikilvægt að atvinnulífið haldi að sér höndum. „Við skulum muna það að verðbólgan er ekki eitthvert náttúrulögmál heldur er hún mannanna verk,“ segir Vilhjálmur og segist óhress með að aðildarfyrirtæki SA hafi ekki stigið kröfugar fram í þessu verkefni. Allir vilji leggja sitt af mörkum Hagar lýstu því svo yfir í dag að félagið tæki afstöðu gegn verðhækkunum sem ógnuðu komandi kjarasamningum. Framkvæmdastjóri SA segir það jákvætt innlegg inn í viðræðurnar. „Við finnum mikinn vilja hjá okkar aðildarfélögum. Það vilja allir auðvitað leggja sitt af mörkum til að ná niður verðbólgunni. Við sáum yfirlýsingar frá skráðu félagi í dag um það að menn vilja leggja sitt af mörkum til þess að við getum náð árangri og styðja við markmið kjaraviðræðnanna en viðræðurnar eru bara í fullum gangi núna,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Við erum búin að vera í þessum viðræðum af fullum þunga allan tímann og í því felst auðvitað að við erum að takast á. Það er eðlilegt,“ bætir hún við. Næsti fundur samninganefndanna hjá ríkissáttasemjara er boðaður klukkan tíu á morgun.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Atvinnurekendur Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira