Innlent

Dómari fór upp fyrir kröfur sak­sóknara og dómnum á­frýjað

Árni Sæberg skrifar
Steinþór Einarsson, sakborningur málsins og Kolrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, þegar þau mættust á gangi Héraðsdóms Norðurlands eystra við aðalmeðferð málsins.
Steinþór Einarsson, sakborningur málsins og Kolrún Benediktsdóttir, aðstoðarhéraðssaksóknari, þegar þau mættust á gangi Héraðsdóms Norðurlands eystra við aðalmeðferð málsins. Vísir

Verjandi Steinþórs Einarssonar, sem dæmdur til átta ára fangelsisvistar fyrir að verða Tómasi Waagfjörð að bana á Ólafsfirði í október árið 2022, segir dóminn mikil vonbrigði og að honum verði áfrýjað. Athygli vekur að ákæruvaldið fór aðeins fram á fimm ára dóm.

Steinþór var sakfelldur fyrir manndráp og dæmdur til átta ára fangelsisvistar en almenn hegningarlög mæla fyrir um allt að ævilöng fangelsisvist liggi við manndrápi. Þeirri heimild hefur aldrei verið beitt, nema í héraðsdómi sem ekki var staðfestur af Hæstarétti, og hefðbundin refsing við manndrápi er sextán ár.

Steinþór bar fyrir sig neyðarvörn í málinu og krafðist sýknu. Til vara krafðist hann að honum yrði ekki gerð refsing og til þrautavara að honum yrði dæmd vægasta refsing sem lög leyfa, sem er fimm ára fangelsisvist.

„Þessu máli verður áfrýjað. Þessi dómur er ekki í samræmi við væntingar, langt því frá,“ segir Snorri Sturluson, skipaður verjandi Steinþórs í málinu.

Kolbrún Benediktsdóttir, sem sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, gerði kröfu um að Steinþóri yrði gerð refsing í málinu og fór fram á það í málflutningi að hann yrði dæmdur til fimm ára fangelsisvistar. Því nýtti dómari málsins sér heimild laga um meðferð sakamála til þess að fara upp fyrir kröfur saksóknara.


Tengdar fréttir

Steinþóri mögulega ekki gerð sérstök refsing fyrir manndráp

Málflutningur sækjanda og verjanda fór fram í Ólafsfjarðarmálinu svokallaða í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Steinþóri Einarssyni er gefið að sök að hafa veitt Tómasi Waagfjörð bana í Ólafsfirði í október í fyrra. Það hafi hann gert með því að veita Tómasi tvo stunguáverka með hníf sem leiddu til dauða hans.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×