Lífið

Fjóla og Ívar eignuðust dreng

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Fjóla og Ívar eignuðust frumburð sinn í gær á Akureyri.
Fjóla og Ívar eignuðust frumburð sinn í gær á Akureyri. Skjáskot/Fjóla

Fjóla Sigurðardóttir, fyrrum stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, og Ívar Örn Árnason, knattspyrnumaður, eignuðust dreng í gær, 9. janúar.

Drengurinn er þeirra fyrsta barn saman. Parið deildi komu sonarins í sameiginlegri færslu á Instagram með fallegri myndasyrpu.

Fjóla og Ívar tilkynntu óléttuna á skemmtilegan og óhefðbundinn máta í júní í fyrra.

„Félagsskiptaglugginn opnaði fyrr í H3 og við höfum gert 18 ára samning við mjög efnilegan leikmann sem kemur til leiks snemma í janúar. Ekki er vitað um þyngd, hæð né kyn leikmannsins eins og stendur en fleiri upplýsingar verða tilkynntar seinna,“ skrifaði parið við mynd þar sem þau handsala samningi um komu nýja liðsmannsins í fjölskylduna.


Tengdar fréttir

Fjóla úr Eigin konum á von á barni

Fjóla Sigurðardóttir, fyrrum stjórnandi hlaðvarpsins Eigin konur, og Ívar Örn Árnason, knattspyrnumaður, eiga von á sínu fyrsta barni í byrjun næsta árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×