Foreldrarnir vilja rannsókn vegna andláts Cusack Sindri Sverrisson skrifar 9. janúar 2024 08:05 Maddy Cusack hefur verið minnst víða um England eftir að hún lést í september. Getty/Jacques Feeney Enska knattspyrnusambandið hefur verið að safna upplýsingum til að kanna hvort að reglur sambandsins hafi verið brotnar, í tengslum við lát knattspyrnukonunnar Maddy Cusack sem framdi sjálfsvíg á síðasta ári. Foreldrar hennar krefjast rannsóknar. Cusack, sem var miðjumaður hjá Sheffield United, var aðeins 27 ára gömul þegar hún lést í september síðastliðnum. Fram kemur í grein The Athletic að fjölskylda hennar sendi Sheffield United bréf innan við viku eftir andlátið, þar sem farið var ítarlega yfir það að Cusack hefði glímt við mikla andlega erfiðleika og að rót þeirra hefði verið samstarf hennar við þjálfarann Jonathan Morgan. Morgan tók við Sheffield United í febrúar. Hann hafði áður stýrt Cusack hjá Leicester. „Það var margt sem angraði hana [Cusack] í lokin en það stafaði allt af sambandi hennar við JM. Eins og hún trúði okkur fyrir þá tengdust öll vandræði ráðningu JM. Við vitum að hún væri enn með okkur ef hann hefði ekki verið ráðinn. Textaskilaboð og samtöl við hana styðja við þetta,“ sagði í bréfi fjölskyldunnar. Special report: The tragedy of Maddy Cusack - and why her family want a new investigation into her death.Please read: one of the more important stories I ve covered for @TheAthleticFC. Full story (no paywall): https://t.co/vCqiVBWC82— Daniel Taylor (@DTathletic) January 8, 2024 Eftir að hafa fengið bréfið hóf Sheffield United eigin rannsókn og steig Morgan til hliðar tímabundið í október. Niðurstaða félagsins var að engar sannanir væru fyrir því að nokkur hjá félaginu hefði gert eitthvað af sér. Fjölskyldan hafði einnig samband við enska knattspyrnusambandið sem í kjölfarið ákvað að skoða þær upplýsingar sem lægju fyrir varðandi málið. Fulltrúi sambandsins hitti foreldra Cusack svo 21. desember, og einnig fulltrúa Sheffield United á öðrum fundi, en hingað til hefur ekki þótt ástæða til að hefja formlega rannsókn. Morgan sneri aftur til starfa í síðustu viku ársins sem var að líða. Næsti leikur Sheffield United er við Tottenham í enska bikarnum um helgina. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Andlát Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Cusack, sem var miðjumaður hjá Sheffield United, var aðeins 27 ára gömul þegar hún lést í september síðastliðnum. Fram kemur í grein The Athletic að fjölskylda hennar sendi Sheffield United bréf innan við viku eftir andlátið, þar sem farið var ítarlega yfir það að Cusack hefði glímt við mikla andlega erfiðleika og að rót þeirra hefði verið samstarf hennar við þjálfarann Jonathan Morgan. Morgan tók við Sheffield United í febrúar. Hann hafði áður stýrt Cusack hjá Leicester. „Það var margt sem angraði hana [Cusack] í lokin en það stafaði allt af sambandi hennar við JM. Eins og hún trúði okkur fyrir þá tengdust öll vandræði ráðningu JM. Við vitum að hún væri enn með okkur ef hann hefði ekki verið ráðinn. Textaskilaboð og samtöl við hana styðja við þetta,“ sagði í bréfi fjölskyldunnar. Special report: The tragedy of Maddy Cusack - and why her family want a new investigation into her death.Please read: one of the more important stories I ve covered for @TheAthleticFC. Full story (no paywall): https://t.co/vCqiVBWC82— Daniel Taylor (@DTathletic) January 8, 2024 Eftir að hafa fengið bréfið hóf Sheffield United eigin rannsókn og steig Morgan til hliðar tímabundið í október. Niðurstaða félagsins var að engar sannanir væru fyrir því að nokkur hjá félaginu hefði gert eitthvað af sér. Fjölskyldan hafði einnig samband við enska knattspyrnusambandið sem í kjölfarið ákvað að skoða þær upplýsingar sem lægju fyrir varðandi málið. Fulltrúi sambandsins hitti foreldra Cusack svo 21. desember, og einnig fulltrúa Sheffield United á öðrum fundi, en hingað til hefur ekki þótt ástæða til að hefja formlega rannsókn. Morgan sneri aftur til starfa í síðustu viku ársins sem var að líða. Næsti leikur Sheffield United er við Tottenham í enska bikarnum um helgina. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Andlát Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Fleiri fréttir Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira