Tómas rýfur þögnina: „Ég er mannlegur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. janúar 2024 18:30 Tómas Guðbjartsson fer í færslunni yfir aðkomu sína að rannsókninni á plastbarkarmálinu svokallaða. Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann áréttar að hann hafi ekki verið sendur í leyfi frá Landspítalanum heldur fylgt ráðum lækna og farið í sjúkraleyfi. Tómas segir að það hvað hann sé fyrirferðamikill í fjölmiðlum hafi orkað tvímælis hjá sumum kollegum sínum og hann taki þá gagnrýni til greina. Yfirlýsinguna birti Tómas í Facebook-færslu upp úr 18 í kvöld. Þar segir hann að undanfarið hafi aðkoma hans að fyrstu plastbarkaaðgerðinni á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011 verið á ný í fréttum. Umræðan hafi á köflum verið óvægin og stundum farið frjálslega með staðreyndir. Því vilji hann árétta nokkra hluti. „Ég hef ekki verið sendur í leyfi frá störfum á Landspítala, heldur hef ég fylgt eindregnum ráðum lækna og farið í sjúkraleyfi. Það geri ég bæði heilsu minnar vegna og með hagsmuni sjúklinga minna í huga. Í starfi hjarta- og lungnaskurðlæknis geta mistök í aðgerð auðveldlega ógnað lífi þeirra, en í þeim stormi sem hefur geisað undanfarið hef ég ekki haft þá einbeitingu sem starfið krefst. Stjórnendur á Landspítala hafa stutt þessa ákvörðun mína,“ segir hann í yfirlýsingunni um leyfi sitt. Hafi afhent gögn að eigin frumkvæði Tómas fer einnig yfir aðkomu sína að rannsókninni á plastbarkarmálinu og það mikla magn gagna sem hann lét af hendi sem hafi ekki verið sjálfsagt. Hann hafi á síðastliðnum tíu árum verið kallaður til sem vitni hjá tíu innlendum og erlendum rannsóknaraðilum plastbarkamálsins. Meðal annars „rannsóknarnefndum Karolinsku stofnunarinnar, Karolinska sjúkrahússins, sænsku lögreglunnar og síðast en ekki síst óháðri rannsóknarnefnd Landspítala og Háskóla Íslands sem Páll Hreinsson stýrði og skilaði ítarlegri skýrslu um 2017.“ „Nafn mitt komi oft fyrir í öllum þessum skýrslum, enda ákvað ég að eigin frumkvæði að afhenda öll gögn sem ég hafði undir höndum til sænsku lögreglunnar, þegar hún hóf formlega rannsókn á störfum Paolo Macchiarini fyrir tæpum áratug síðan. Gögnin innihalda m.a. nákvæma tímalínu og persónulega tölvupósta, og hafa verið lykilheimildir við að upplýsa málið. Að afhenda slík gögn var ekki sjálfgefið, enda afhjúpuðu þau í sumum tilvikum ófullkomin vinnubrögð af minni hálfu,“ segir hann einnig í yfirlýsingunni. „Fyrirferðamikill og hvatvís, en eflaust líka hégómlegur“ Tóma segir í yfirlýsingunni að hann hafi í gegnum tíðina verið mjög opinn fyrir samskiptum við fjölmiðla og lagt í vana sinn að svara fjölmiðlum þegar til hans hefur verið leitað. Hann segir það greinilega hafa orkað tvímælis hjá sumum kollegum sínum og að hann muni taka þá gagnrýni til greina. „Ég er mannlegur, oft á tíðum fyrirferðamikill og hvatvís, en eflaust líka hégómlegur, ekki síst þegar ég hef komið fram í fjölmiðlum til að ræða málefni sem standa hjarta mínu nærri. Ég hef þó ávallt, og eftir bestu vitund, reynt að greina rétt frá staðreyndum,“ segir hann. „Ég biðst afsökunar á þeim atriðum í þessu máli sem hefðu betur mátt fara og sneru að mínum störfum sem læknir og fræðimaður, og hversu langan tíma það tók mig að sjá í gegnum Paolo Macchiarini og þann blekkingarvef sem hann skóp,“ segir hann einnig. Loks segir hann að plastbarkamál hafi fylgt sér í rúmlega tólf ár og valdið sér og fjölskyldu sinni ómældum sársauka, sársauka sem muni fylgja honum ævina á enda. „Meiri er þó vitaskuld sársauki og missir ekkjunnar og barnanna tveggja, sem mér verður ítrekað hugsað til,“ segir hann svo. Í lok færslunnar óskar Tómas eftir því að fjölmiðlar virði það að hann sé í sjúkraleyfi og muni hvorki svara tölvupóstum né koma í viðtöl. Þess ber að geta að Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Tómasi en ekki haft erindi sem erfiði. Færslu Tómasar má lesa í heild sinni á Facebook-síðu hans. Plastbarkamálið Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir ekkert hæft í því að staða Tómasar sé ótrygg Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, segir ekkert hæft í því að staða Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, á Landspítalanum sé ótrygg vegna plastbarkamálsins svokallaða. 7. janúar 2024 11:00 Tómas Guðbjarts í leyfi samkvæmt eigin ósk Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landsspítalanum, er kominn í veikindaleyfi. Samkvæmt heimildum Vísis er það Tómas sjálfur sem óskaði eftir því að fara í leyfi. 3. janúar 2024 13:38 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Yfirlýsinguna birti Tómas í Facebook-færslu upp úr 18 í kvöld. Þar segir hann að undanfarið hafi aðkoma hans að fyrstu plastbarkaaðgerðinni á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011 verið á ný í fréttum. Umræðan hafi á köflum verið óvægin og stundum farið frjálslega með staðreyndir. Því vilji hann árétta nokkra hluti. „Ég hef ekki verið sendur í leyfi frá störfum á Landspítala, heldur hef ég fylgt eindregnum ráðum lækna og farið í sjúkraleyfi. Það geri ég bæði heilsu minnar vegna og með hagsmuni sjúklinga minna í huga. Í starfi hjarta- og lungnaskurðlæknis geta mistök í aðgerð auðveldlega ógnað lífi þeirra, en í þeim stormi sem hefur geisað undanfarið hef ég ekki haft þá einbeitingu sem starfið krefst. Stjórnendur á Landspítala hafa stutt þessa ákvörðun mína,“ segir hann í yfirlýsingunni um leyfi sitt. Hafi afhent gögn að eigin frumkvæði Tómas fer einnig yfir aðkomu sína að rannsókninni á plastbarkarmálinu og það mikla magn gagna sem hann lét af hendi sem hafi ekki verið sjálfsagt. Hann hafi á síðastliðnum tíu árum verið kallaður til sem vitni hjá tíu innlendum og erlendum rannsóknaraðilum plastbarkamálsins. Meðal annars „rannsóknarnefndum Karolinsku stofnunarinnar, Karolinska sjúkrahússins, sænsku lögreglunnar og síðast en ekki síst óháðri rannsóknarnefnd Landspítala og Háskóla Íslands sem Páll Hreinsson stýrði og skilaði ítarlegri skýrslu um 2017.“ „Nafn mitt komi oft fyrir í öllum þessum skýrslum, enda ákvað ég að eigin frumkvæði að afhenda öll gögn sem ég hafði undir höndum til sænsku lögreglunnar, þegar hún hóf formlega rannsókn á störfum Paolo Macchiarini fyrir tæpum áratug síðan. Gögnin innihalda m.a. nákvæma tímalínu og persónulega tölvupósta, og hafa verið lykilheimildir við að upplýsa málið. Að afhenda slík gögn var ekki sjálfgefið, enda afhjúpuðu þau í sumum tilvikum ófullkomin vinnubrögð af minni hálfu,“ segir hann einnig í yfirlýsingunni. „Fyrirferðamikill og hvatvís, en eflaust líka hégómlegur“ Tóma segir í yfirlýsingunni að hann hafi í gegnum tíðina verið mjög opinn fyrir samskiptum við fjölmiðla og lagt í vana sinn að svara fjölmiðlum þegar til hans hefur verið leitað. Hann segir það greinilega hafa orkað tvímælis hjá sumum kollegum sínum og að hann muni taka þá gagnrýni til greina. „Ég er mannlegur, oft á tíðum fyrirferðamikill og hvatvís, en eflaust líka hégómlegur, ekki síst þegar ég hef komið fram í fjölmiðlum til að ræða málefni sem standa hjarta mínu nærri. Ég hef þó ávallt, og eftir bestu vitund, reynt að greina rétt frá staðreyndum,“ segir hann. „Ég biðst afsökunar á þeim atriðum í þessu máli sem hefðu betur mátt fara og sneru að mínum störfum sem læknir og fræðimaður, og hversu langan tíma það tók mig að sjá í gegnum Paolo Macchiarini og þann blekkingarvef sem hann skóp,“ segir hann einnig. Loks segir hann að plastbarkamál hafi fylgt sér í rúmlega tólf ár og valdið sér og fjölskyldu sinni ómældum sársauka, sársauka sem muni fylgja honum ævina á enda. „Meiri er þó vitaskuld sársauki og missir ekkjunnar og barnanna tveggja, sem mér verður ítrekað hugsað til,“ segir hann svo. Í lok færslunnar óskar Tómas eftir því að fjölmiðlar virði það að hann sé í sjúkraleyfi og muni hvorki svara tölvupóstum né koma í viðtöl. Þess ber að geta að Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Tómasi en ekki haft erindi sem erfiði. Færslu Tómasar má lesa í heild sinni á Facebook-síðu hans.
Plastbarkamálið Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Segir ekkert hæft í því að staða Tómasar sé ótrygg Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, segir ekkert hæft í því að staða Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, á Landspítalanum sé ótrygg vegna plastbarkamálsins svokallaða. 7. janúar 2024 11:00 Tómas Guðbjarts í leyfi samkvæmt eigin ósk Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landsspítalanum, er kominn í veikindaleyfi. Samkvæmt heimildum Vísis er það Tómas sjálfur sem óskaði eftir því að fara í leyfi. 3. janúar 2024 13:38 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Sjá meira
Segir ekkert hæft í því að staða Tómasar sé ótrygg Magnús Karl Magnússon, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, segir ekkert hæft í því að staða Tómasar Guðbjartssonar, skurðlæknis, á Landspítalanum sé ótrygg vegna plastbarkamálsins svokallaða. 7. janúar 2024 11:00
Tómas Guðbjarts í leyfi samkvæmt eigin ósk Tómas Guðbjartsson, skurðlæknir á Landsspítalanum, er kominn í veikindaleyfi. Samkvæmt heimildum Vísis er það Tómas sjálfur sem óskaði eftir því að fara í leyfi. 3. janúar 2024 13:38