Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
hadegis23-3
Visir/Vilhelm

Í hádegisfréttum fjöllum við um ástandið á stjórnarheimilinu í kjölfar álits Umboðsmanns Alþingis þess efnis að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefði ekki gætt meðalhófs þegar hún bannaði hvalveiðar tímabundið.

Rætt verður við formenn stjórnarandstöðuflokka á þingi, meðal annars við Ingu Sæland sem hyggst leggja fram vantraust á hendur Svandísi. 

Þá fjöllum við um stöðuna á heilsugæslunni og hinn mikla skort sem er á heimilislæknum, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu. 

Land rís áfram jafnt og þétt við Svartsengi og það er mat náttúruvársérfræðinga að líklegast sé að þessi atburður endi með gosi.

Og í íþróttapakka dagsins er fókusinn á handboltalandsliðið sem í dag spilar sinn síðasta æfingaleik áður en alvaran á EM tekur við.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×