Hálkuvörnum sé ekki sinnt nógu vel á „stórhættulegum“ Grindavíkurvegi Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. janúar 2024 19:17 Magnús Már segir að vegna uppgufunar frá Seltjörn og orkuverinu í Svartsengi myndist lífshættuleg hálka. Hálkuvörnum sé ekki sinnt nógu reglulega til að minnka hana. Vísir/Vilhelm Öryggisstjóri segir stórhættulega hálku myndast á Grindavíkurvegi vegna uppgufunar frá Seltjörn og orkuverinu í Svartsengi. Hálkuvörnum sé ekki sinnt nógu reglulega til að bregðast við því. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir vetrarþjónustu miðast við umferðarmagn og veðuraðstæður hverju sinni. Magnús Már Jakobsson, öryggis- og mannauðsstjóri hjá Þorbirni hf, hefur búið í Grindavík frá árinu 1996 fyrir utan fjögur ár þar sem hann bjó á Vestfjörðum. Magnús Már hefur búið og unnið á Suðurnesjum í rúmlega tuttugu ár. Hann þekkir því vegina þar vel og segir hálkuvörnum ekki nógu reglulega sinnt á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og Nesvegi. Vegna vinnu sinnar í Bláa lóninu og hjá Þorbirni hefur hann þurft að keyra mikið um Grindavíkurveg. Eftir banaslysið sem varð á veginum á föstudag fann Magnús sig knúinn til að vekja athygli á bágu ástandi vegarins þegar kemur að hálkuvörnum. Í Facebook-færslu sem hann birti í gær sagði hann að hann og fleiri hafi ítrekað bent yfirvöldum á að hálkuvarnir á Nesvegi, Suðurstrandarvegi og Grindavíkurvegi væri ábótavant en það breytist lítið. Fréttastofa ræddi við Magnús um málið. Vandamál sem Vegagerðin hafi vitað af í mörg ár „Ég var hjá Bláa lóninu í sautján ár og þegar þú komst ofan af Þorbirni niður í lægðina þar held ég að ég hafi komið að þrjátíu útafkeyrslum þar. Þegar gufan sest úr virkjuninni verður hún bara svona glært svell,“ segir Magnús um ástandið á Grindavíkurvegi Þorbjarnarmegin. „Úr Seltjörn, þar sem slysið var á föstudag, er mikil uppgufun. Þetta verður svo ofboðslega glært og svo rosalega sleipt,“ segir Magnús „Þetta er vandamál sem Vegagerðin er búin að vita af í mörg ár,“ segir hann og bætir við að svo virðist sem Vegagerðin sé einfaldlega með of fáa bíla til að sinna Reykjanesinu. Ástandið sé ekki bara svona slæmt á Grindavíkurvegi heldur líka á Suðurstrandarvegi og Nesvegi þegar komið er frá Höfnum. Þurfi að sinna hálkuvörnum mun reglulegar „Ég er margbúinn að hringja í Vegagerðina og það eru margir aðrir búnir að gera það líka,“ segir Magnús og bætir við „Þetta gerist bara seint og illa.“ Hvað viltu þá að sé gert? „Við viljum að þetta sé miklu reglulegar gert. Það sé bara hraðari og betri þjónusta við vegina,“ segir Magnús. Hann viti að allir séu að reyna að gera sitt besta en það þurfi meira til. Þá segir Magnús að jarðhræringarnar í Grindavík hafi haft óvænt áhrif í för með sér. Af því Nettó hefur ekki opnað aftur í Grindavík þurfa íbúar að fara út fyrir bæinn að kaupa mat. „Það vantar þjónustu inn í bæinn til að fólk geti keypt sér nauðsynjar og þá þarf fólk að fara þennan veg til Keflavíkur sem er stórhættulegur og jafnvel hættulegri en þessir jarðskjálftar,“ segir hann. Magnús segir að í þau skipti sem hann hafi haft samband við Vegagerðina hafi þau verið mjög meðvituð um ástandið. „Þau eru mjög kurteis og segja bara 'Við förum eins hratt og við getum' og mjög líklega gera þau það en eru þá ekki með nægilega mikið af tækjum,“ segir hann. Aukin vetrarþjónusta í takt við umferð og veður Fréttastofa hafði samband við G. Pétur, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, til að spyrjast fyrir um hvort eitthvað væri til í yfirlýsingum Magnúsar um að ekki væri nóg af bílum sem sinntu hálkuvörnum á Suðurnesjum. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vetrarþjónustu vera í samræmi við umferð og aðstæður.Stöð 2 „Það hefur verið aukin vetrarþjónusta á vegunum í kringum Grindavík. Vetrarþjónusta er bara ákveðin eftir umferðarmagni og aðstæðum þannig það er ekkert öðruvísi á Grindavíkurvegi en annars staðar. Þetta er allt í mjög föstum skorðum,“ sagði G. Pétur í samtali við fréttastofu. „Það eru sendir út bílar sem geta sinnt þessu eftir því sem við á. Ég held að það sé mjög ólíklegt að það séu of fáir bílar. Það er allt í föstum skorðum,“ segir hann. Það sé aftur á móti erfitt að eiga við óútreiknanlegt veðrið. Vegagerðinni fullkunnugt um ástand vegakerfisins „Varðandi þetta slys þurfum við að vita nákvæmlega hvað gerðist sem við vitum ekki enn þá,“ segir Pétur um slysið sem átti sér stað á Grindavíkurvegi á föstudag. Aðspurður út í þær aðstæður sem Magnús lýsti við orkuverið og Seltjörn sagði Pétur „Það geta verið séraðstæður einhvers staðar en vetrarþjónustan ætti að vera nokkuð öflug á Grindavíkurveginum og við höfum aukið hana á Nesveginum og Suðurstrandarveginum til að halda þessum leiðum betur opnum.“ Kannast þið við að fá mikið af kvörtunum vegna Grindavíkurvegar? „Við erum með eftirlit þannig okkur er fullkunnugt um ástandið á vegakerfinu. En við fáum reglulega kvartanir alls staðar að. Það er kallað eftir aukinni vetrarþjónustu um allt land,“ sagði hann að lokum. Grindavík Færð á vegum Samgöngur Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir „Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðnir dauðagildra?“ Sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði í Borgarbyggð segir hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina vilja taka ábyrgð á hálkuvörnum á veginum sem leiðir að sumarhúsabyggðinni. Í henni eru meira en 150 sumarbústaðir og segir hann flughálku hafa verið á veginum í fleiri daga. Litlu megi muna að þar verði mannskæð bílslys nánast daglega. 6. janúar 2024 15:01 Senda frá sér yfirlýsingu vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi Steypustöðin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi í gær. Í tilkynningunni segir að hugur Steypustöðvarinnar sé hjá aðstandendum hinna látnu og að fyrirtækið vinni með rannsóknaraðilum til að veita allar tiltækar upplýsingar. 6. janúar 2024 17:36 Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi þegar tveir bílar rákust saman upp úr hálf tólf í dag. 5. janúar 2024 12:06 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Magnús Már Jakobsson, öryggis- og mannauðsstjóri hjá Þorbirni hf, hefur búið í Grindavík frá árinu 1996 fyrir utan fjögur ár þar sem hann bjó á Vestfjörðum. Magnús Már hefur búið og unnið á Suðurnesjum í rúmlega tuttugu ár. Hann þekkir því vegina þar vel og segir hálkuvörnum ekki nógu reglulega sinnt á Grindavíkurvegi, Suðurstrandarvegi og Nesvegi. Vegna vinnu sinnar í Bláa lóninu og hjá Þorbirni hefur hann þurft að keyra mikið um Grindavíkurveg. Eftir banaslysið sem varð á veginum á föstudag fann Magnús sig knúinn til að vekja athygli á bágu ástandi vegarins þegar kemur að hálkuvörnum. Í Facebook-færslu sem hann birti í gær sagði hann að hann og fleiri hafi ítrekað bent yfirvöldum á að hálkuvarnir á Nesvegi, Suðurstrandarvegi og Grindavíkurvegi væri ábótavant en það breytist lítið. Fréttastofa ræddi við Magnús um málið. Vandamál sem Vegagerðin hafi vitað af í mörg ár „Ég var hjá Bláa lóninu í sautján ár og þegar þú komst ofan af Þorbirni niður í lægðina þar held ég að ég hafi komið að þrjátíu útafkeyrslum þar. Þegar gufan sest úr virkjuninni verður hún bara svona glært svell,“ segir Magnús um ástandið á Grindavíkurvegi Þorbjarnarmegin. „Úr Seltjörn, þar sem slysið var á föstudag, er mikil uppgufun. Þetta verður svo ofboðslega glært og svo rosalega sleipt,“ segir Magnús „Þetta er vandamál sem Vegagerðin er búin að vita af í mörg ár,“ segir hann og bætir við að svo virðist sem Vegagerðin sé einfaldlega með of fáa bíla til að sinna Reykjanesinu. Ástandið sé ekki bara svona slæmt á Grindavíkurvegi heldur líka á Suðurstrandarvegi og Nesvegi þegar komið er frá Höfnum. Þurfi að sinna hálkuvörnum mun reglulegar „Ég er margbúinn að hringja í Vegagerðina og það eru margir aðrir búnir að gera það líka,“ segir Magnús og bætir við „Þetta gerist bara seint og illa.“ Hvað viltu þá að sé gert? „Við viljum að þetta sé miklu reglulegar gert. Það sé bara hraðari og betri þjónusta við vegina,“ segir Magnús. Hann viti að allir séu að reyna að gera sitt besta en það þurfi meira til. Þá segir Magnús að jarðhræringarnar í Grindavík hafi haft óvænt áhrif í för með sér. Af því Nettó hefur ekki opnað aftur í Grindavík þurfa íbúar að fara út fyrir bæinn að kaupa mat. „Það vantar þjónustu inn í bæinn til að fólk geti keypt sér nauðsynjar og þá þarf fólk að fara þennan veg til Keflavíkur sem er stórhættulegur og jafnvel hættulegri en þessir jarðskjálftar,“ segir hann. Magnús segir að í þau skipti sem hann hafi haft samband við Vegagerðina hafi þau verið mjög meðvituð um ástandið. „Þau eru mjög kurteis og segja bara 'Við förum eins hratt og við getum' og mjög líklega gera þau það en eru þá ekki með nægilega mikið af tækjum,“ segir hann. Aukin vetrarþjónusta í takt við umferð og veður Fréttastofa hafði samband við G. Pétur, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, til að spyrjast fyrir um hvort eitthvað væri til í yfirlýsingum Magnúsar um að ekki væri nóg af bílum sem sinntu hálkuvörnum á Suðurnesjum. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir vetrarþjónustu vera í samræmi við umferð og aðstæður.Stöð 2 „Það hefur verið aukin vetrarþjónusta á vegunum í kringum Grindavík. Vetrarþjónusta er bara ákveðin eftir umferðarmagni og aðstæðum þannig það er ekkert öðruvísi á Grindavíkurvegi en annars staðar. Þetta er allt í mjög föstum skorðum,“ sagði G. Pétur í samtali við fréttastofu. „Það eru sendir út bílar sem geta sinnt þessu eftir því sem við á. Ég held að það sé mjög ólíklegt að það séu of fáir bílar. Það er allt í föstum skorðum,“ segir hann. Það sé aftur á móti erfitt að eiga við óútreiknanlegt veðrið. Vegagerðinni fullkunnugt um ástand vegakerfisins „Varðandi þetta slys þurfum við að vita nákvæmlega hvað gerðist sem við vitum ekki enn þá,“ segir Pétur um slysið sem átti sér stað á Grindavíkurvegi á föstudag. Aðspurður út í þær aðstæður sem Magnús lýsti við orkuverið og Seltjörn sagði Pétur „Það geta verið séraðstæður einhvers staðar en vetrarþjónustan ætti að vera nokkuð öflug á Grindavíkurveginum og við höfum aukið hana á Nesveginum og Suðurstrandarveginum til að halda þessum leiðum betur opnum.“ Kannast þið við að fá mikið af kvörtunum vegna Grindavíkurvegar? „Við erum með eftirlit þannig okkur er fullkunnugt um ástandið á vegakerfinu. En við fáum reglulega kvartanir alls staðar að. Það er kallað eftir aukinni vetrarþjónustu um allt land,“ sagði hann að lokum.
Grindavík Færð á vegum Samgöngur Umferðaröryggi Samgönguslys Tengdar fréttir „Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðnir dauðagildra?“ Sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði í Borgarbyggð segir hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina vilja taka ábyrgð á hálkuvörnum á veginum sem leiðir að sumarhúsabyggðinni. Í henni eru meira en 150 sumarbústaðir og segir hann flughálku hafa verið á veginum í fleiri daga. Litlu megi muna að þar verði mannskæð bílslys nánast daglega. 6. janúar 2024 15:01 Senda frá sér yfirlýsingu vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi Steypustöðin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi í gær. Í tilkynningunni segir að hugur Steypustöðvarinnar sé hjá aðstandendum hinna látnu og að fyrirtækið vinni með rannsóknaraðilum til að veita allar tiltækar upplýsingar. 6. janúar 2024 17:36 Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi þegar tveir bílar rákust saman upp úr hálf tólf í dag. 5. janúar 2024 12:06 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
„Hver ber ábyrgð á vegum þegar þeir eru orðnir dauðagildra?“ Sumarhúsaeigandi við Jarðlangsstaði í Borgarbyggð segir hvorki sveitarfélagið né Vegagerðina vilja taka ábyrgð á hálkuvörnum á veginum sem leiðir að sumarhúsabyggðinni. Í henni eru meira en 150 sumarbústaðir og segir hann flughálku hafa verið á veginum í fleiri daga. Litlu megi muna að þar verði mannskæð bílslys nánast daglega. 6. janúar 2024 15:01
Senda frá sér yfirlýsingu vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi Steypustöðin hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna banaslyssins á Grindavíkurvegi í gær. Í tilkynningunni segir að hugur Steypustöðvarinnar sé hjá aðstandendum hinna látnu og að fyrirtækið vinni með rannsóknaraðilum til að veita allar tiltækar upplýsingar. 6. janúar 2024 17:36
Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02
Alvarlegt umferðarslys á Grindavíkurvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Grindavíkurvegi þegar tveir bílar rákust saman upp úr hálf tólf í dag. 5. janúar 2024 12:06