Innlent

Græn­lensk lægð og bresk hæð beina mildum vindum til landsins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Veðrið verður milt á næstunni að sögn Veðurstofunnar.
Veðrið verður milt á næstunni að sögn Veðurstofunnar. Vísir/Arnar

Djúp lægð suður af Grænlandi og hæð yfir Bretlandseyjum beina til landsins mildri suðlægri átt, að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands.

Þar segir að vindhraði verði yfirleitt á bilinu 10-18 metrar á sekúndu í dag. Hvassast verður vestantil á landinu.

Vindur verður þó líklega enn meiri í staðbundnum vindstrengjum, til dæmis á norðanverðu Snæfellsnesi. Sunnanáttinni fylgir súld eða rigning með köflum en á Norður- og Austurlandi verður lengs af þurrt.

Þá fer veðrið hlýnandi seinni partinn, hiti 4 til 12 stig. Næstu daga er útlit fyrir keimlíkt veður samkvæmt Veðurstofunni, þó einhver breytileiki verði á vindhraða og úrkomuákefð.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á mánudag:

Sunnan og suðaustan 10-18 m/s, hvassast vestantil. Súld eða dálítil rigning með köflum, en léttir til á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 til 11 stig.

Á þriðjudag:

Suðlæg átt 8-15 og rigning með köflum, en þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti breytist lítið. Gengur í sunnan 15-23 m/s vestanlands um kvöldið.

Á miðvikudag:

Sunnan 13-23, en 10-18 seinnipartinn, hvassast norðvestantil. Víða dálítil væta, en léttskýjað um landið norðaustanvert. Hiti 5 til 12 stig.

Á fimmtudag:

Sunnan- og suðvestanátt og rigning, en úrkomulítið um landið austanvert. Hiti 3 til 10 stig.

Á föstudag:

Vestlæg átt og víða líkur á skúrum eða éljum. Kólnar í veðri.

Á laugardag:

Norðaustlæg átt og dálítil snjókoma, en stöku él fyrir norðan. Svalt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×