Fótbolti

Hákon átti þátt í fjórum af tólf mörkum Lille

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hákon Arnar Haraldsson í leik með Lille
Hákon Arnar Haraldsson í leik með Lille Vísir/Getty

Franska úrvalsdeildarliðið Lille vann öruggan 12-0 sigur á Golden Lion FC í 64-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði Lille, skoraði tvö og lagði önnur tvö mörk upp.

Golden Lion FC er frá franska handanhafshéraðinu Martinique. Félagið hefur orðið úrvalsdeildarmeistari þar fimm af síðustu níu tímabilum, þar af síðustu þrjú tímabil í röð. En þrátt fyrir yfirburði heima fyrir áttu þeir ekki roð í Lille. 

Staðan var 7-0 fyrir Lille í hálfleik. Hákon Arnar var eini sóknarmaður liðsins sem komst ekki á blað í fyrri hálfleik en breytti því fljótlega í seinni hálfleik. 

Hákon lagði áttunda markið upp á Tiago Santos, fór svo á vítapunktinn og skoraði níunda markið sjálfur. Aftur lagði hann upp þegar Jonathan David skoraði tíunda markið og Hákon setti svo sjálfur ellefta mark Lille á 78. mínútu. 

Fljótlega eftir það fór Hákon af velli fyrir Amine Messoussa sem skoraði tólfta og síðasta mark leiksins. Með þessum sigri heldur Lille áfram í 32-liða úrslit franska bikarsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×