Missti hálfa fjölskylduna í loftárás en er nú mætt til Íslands Bjarki Sigurðsson skrifar 5. janúar 2024 18:39 Asil Al Masri er komin til Íslands. Vísir/Arnar Sautján ára stelpa sem kom hingað til lands frá Palestínu í dag segist himinlifandi og hlakkar til að læra tungumálið. Hluti fjölskyldu hennar lét lífið í sprengjuárás Ísraela fyrir þremur mánuðum. Sjálf missti hún fót í árásinni. Hin sautján ára Asil Al Masri er komin til Íslands eftir að hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Hún er frá Palestínu og missti næstum því alla fjölskyldu sína í loftárás Ísraelshers í október á síðasta ári. Báðir foreldrar hennar létust sem og systir hennar. Asil komst af á lífi ásamt tveimur yngri frændsystkinum sínum sem dvelja nú í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sjálf missti Asil vinstri fótinn í árásinni. Asil er ein þeirra tuttugu sem Alþingi veitti ríkisborgararétt viku fyrir jól. Suleiman, bróðir hennar, hafði barist fyrir komu hennar um nokkurt skeið. Hann hefur sjálfur á Íslandi síðan árið 2020 en hann flúði Palestínu árið 2017. Systkinin höfðu ekki séð hvort annað í sex ár þegar hann sótti Asil í Belgíu. „Hún var svo lítil áður en nú er hún ung stúlka. Ég er svo glaður. Sex ár eru liðin. Allt er gott núna. Við erum svo heppin að fá Asil hingað til Íslands og við erum þakklát íslensku þjóðinni,“ segir Suleiman. Asil segist vera himinlifandi að vera komin til Íslands. Síðustu mánuðir hafi reynst henni afar erfiðir. „Ég er himinlifandi. Ég er afar þakklát öllu fólkinu sem hjálpaði mér að komast hingað og við að öðlast ríkisborgararéttinn. Ég þakka öllu fólkinu sem sagði sögu mína um allt Ísland,“ segir Asil. Hún hlakkar mest til þess að læra íslensku. „Ég ætla að læra tungumálið og vera í tengslum við samfélagið hér því ég mun eignast marga vini. Ég ætla að halda áfram í læknismeðferðinni, fara í skóla og halda áfram menntun minni. Síðan vonast ég til að fá framtíðarstarf,“ segir Asil. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Hin sautján ára Asil Al Masri er komin til Íslands eftir að hafa verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Hún er frá Palestínu og missti næstum því alla fjölskyldu sína í loftárás Ísraelshers í október á síðasta ári. Báðir foreldrar hennar létust sem og systir hennar. Asil komst af á lífi ásamt tveimur yngri frændsystkinum sínum sem dvelja nú í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sjálf missti Asil vinstri fótinn í árásinni. Asil er ein þeirra tuttugu sem Alþingi veitti ríkisborgararétt viku fyrir jól. Suleiman, bróðir hennar, hafði barist fyrir komu hennar um nokkurt skeið. Hann hefur sjálfur á Íslandi síðan árið 2020 en hann flúði Palestínu árið 2017. Systkinin höfðu ekki séð hvort annað í sex ár þegar hann sótti Asil í Belgíu. „Hún var svo lítil áður en nú er hún ung stúlka. Ég er svo glaður. Sex ár eru liðin. Allt er gott núna. Við erum svo heppin að fá Asil hingað til Íslands og við erum þakklát íslensku þjóðinni,“ segir Suleiman. Asil segist vera himinlifandi að vera komin til Íslands. Síðustu mánuðir hafi reynst henni afar erfiðir. „Ég er himinlifandi. Ég er afar þakklát öllu fólkinu sem hjálpaði mér að komast hingað og við að öðlast ríkisborgararéttinn. Ég þakka öllu fólkinu sem sagði sögu mína um allt Ísland,“ segir Asil. Hún hlakkar mest til þess að læra íslensku. „Ég ætla að læra tungumálið og vera í tengslum við samfélagið hér því ég mun eignast marga vini. Ég ætla að halda áfram í læknismeðferðinni, fara í skóla og halda áfram menntun minni. Síðan vonast ég til að fá framtíðarstarf,“ segir Asil.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira