Fótbolti

Ramos sagði stuðnings­mönnum Sevilla að halda kjafti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sergio Ramos brást ókvæða við köllum stuðningsmanna Sevilla meðan hann var í viðtali.
Sergio Ramos brást ókvæða við köllum stuðningsmanna Sevilla meðan hann var í viðtali.

Sergio Ramos, leikmaður Sevilla, sendi eigin stuðningsmönnum tóninn eftir leik gegn Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í gær.

Sevilla tapaði leiknum 0-2 og er í 16. sæti spænsku deildarinnar, aðeins einu stigi frá fallsæti.

Eftir leikinn fór Ramos í viðtal við DAZN. Það var tekið nálægt stuðningsmönnum Sevilla sem voru enn á vellinum. Þeir létu einhver orð falla sem fóru illa í Ramos sem svaraði fyrir sig.

„Sýniði virðingu og haldiði kjafti! Drulliði ykkur í burtu,“ sagði Ramos illur.

„Beriði virðingu fyrir fólki og merkinu. Virðiði fólkið. Við erum að tala. Haldiði ykkur saman.“

Sevilla hefur gengið afar illa á tímabilinu og tveir knattspyrnustjórar hafa verið látnir taka pokann sinn. Liðið er á nálægt fallsvæðinu í spænsku úrvalsdeildinni og lenti í neðsta sæti síns riðils í Meistraradeild Evrópu.

Ramos sneri aftur til Sevilla í haust eftir átján ára útlegð. Hann lék lengst af með Real Madrid og vann fjölda titla með liðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×