Lífið

Nýjasta heilsuæðið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skiptir öllu máli hvað þú setur ofan í þig.
Skiptir öllu máli hvað þú setur ofan í þig.

Blóðsykurssveiflur eru að valda bæði sjúkdómum og vanlíðan bæði andlegri og líkamlegri.

Næringarþerapistinn Inga Kristjánsdóttir er að slá í gegn með námskeiðum sínum þar sem hún hjálpar fólki að jafna blóðsykurssveiflur og minnka löngun í sykur.

Núna eftir mikið sykur og kolvetnaát um hátíðirnar er gott að fá leiðbeiningar frá næringarráðgjafa.

Enginn matur er bannaður og þetta er enginn megrunarkúr en lögð er áhersla á samsetningu fæðunnar. Og fólk grennist yfirleitt þegar það hefur lært hvenær og hvernig á að setja saman matinn. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og kannaði málið og ræddi við Ingu í innslagi gærkvöldsins.

Hér að neðan má sjá brot úr innslagi gærkvöldsins en áskrifendur geta séð það í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2.

Klippa: Nýjasta heilsuæðið





Fleiri fréttir

Sjá meira


×