Skjálftinn þýði lítið sem ekki neitt Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2024 20:00 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir skjálftann sem varð í gær þýða lítið sem ekki neitt. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir ekki tímabært að ræða varnargarða við bæinn þrátt fyrir að eldfjallafræðingar segja það skynsamlegast. Jarðeðlisfræðingur segir stóran skjálfta sem varð í gær, í raun og veru þýða lítið sem ekki neitt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði eldfjallafræðingur að það þyrfti að skoða að reisa eldgosavarnir við Hafnarfjörð eftir skjálfta sem varð í Trölladyngju. Annar eldfjallafræðingur tók svo undir með honum hvað varðar garðana þar sem það væri skynsamlegast. Sviðsstjóri almannavarna segir hins vegar að það sé ekki tímabært að ræða varnargarða þar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir orð eldfjallafræðinganna þannig séð ekki hafa komið henni á óvart þar sem menn hafi ályktað um ýmislegt síðustu mánuði. Hún sé þó sammála almannavörnum, það sé ótímabært að fara að skoða varnargarða þar sem enn er unnið að hættumati fyrir svæðið. „Við munum bara núna, áfram, eins og hingað til, treysta sérfræðingunum og þeirra mati á áhættu. Og hvort mál þróist með þeim hætti að það sé tilefni til þess að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir. Þá munum við í Hafnarfirði ekki láta okkar eftir liggja í þeim efnum og verðum tilbúin fyrir aðgerðir,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði.Vísir/Arnar Bíða og sjá Hún forðast stórar yfirlýsingar. „Það er ekki hægt að vera með einhverjar yfirlýsingar núna. Það þarf heildstætt hættumat fyrir svæðið allt sem verið er að vinna að. Þar koma að allir okkar fremstu vísindamenn og sérfræðingar. Við verðum bara að bíða eftir því og taka þessu bara með ró og stillingu,“ segir Rósa. Ekkert sérstaklega stór Jarðskjálftinn mældist 4,5 að stærð og fannst vel hér á höfuðborgarsvæðinu. En hvað þýðir þessi skjálfti fyrir framhaldið? Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur hann þýða afar lítið. „Þetta er bara jarðskjálfti á flekaskilum Reykjanesskagans og hefur enga sérstaka afgerandi þýðingu í túlkun á atburðarrásinni sem er búin að vera í fjögur ár. Það eru búnir að vera miklu stærri skjálftar á svipuðum slóðum síðan árið 2020. 4,5 er ekkert sérstaklega stór skjálfti. Það hefur verið talað um að ef Brennisteinsfjallakerfið tekur þátt í þessu, þá getur því fylgt skjálftar upp á jafnvel sex eða stærra. Það eru alvöru skjálftar sem munu hafa veruleg áhrif í Reykjavík. Ef mönnum þótti þessi skjálfti stór eiga menn eftir að finna eitthvað merkilegra seinna,“ segir Páll. Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði eldfjallafræðingur að það þyrfti að skoða að reisa eldgosavarnir við Hafnarfjörð eftir skjálfta sem varð í Trölladyngju. Annar eldfjallafræðingur tók svo undir með honum hvað varðar garðana þar sem það væri skynsamlegast. Sviðsstjóri almannavarna segir hins vegar að það sé ekki tímabært að ræða varnargarða þar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir orð eldfjallafræðinganna þannig séð ekki hafa komið henni á óvart þar sem menn hafi ályktað um ýmislegt síðustu mánuði. Hún sé þó sammála almannavörnum, það sé ótímabært að fara að skoða varnargarða þar sem enn er unnið að hættumati fyrir svæðið. „Við munum bara núna, áfram, eins og hingað til, treysta sérfræðingunum og þeirra mati á áhættu. Og hvort mál þróist með þeim hætti að það sé tilefni til þess að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir. Þá munum við í Hafnarfirði ekki láta okkar eftir liggja í þeim efnum og verðum tilbúin fyrir aðgerðir,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði.Vísir/Arnar Bíða og sjá Hún forðast stórar yfirlýsingar. „Það er ekki hægt að vera með einhverjar yfirlýsingar núna. Það þarf heildstætt hættumat fyrir svæðið allt sem verið er að vinna að. Þar koma að allir okkar fremstu vísindamenn og sérfræðingar. Við verðum bara að bíða eftir því og taka þessu bara með ró og stillingu,“ segir Rósa. Ekkert sérstaklega stór Jarðskjálftinn mældist 4,5 að stærð og fannst vel hér á höfuðborgarsvæðinu. En hvað þýðir þessi skjálfti fyrir framhaldið? Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur hann þýða afar lítið. „Þetta er bara jarðskjálfti á flekaskilum Reykjanesskagans og hefur enga sérstaka afgerandi þýðingu í túlkun á atburðarrásinni sem er búin að vera í fjögur ár. Það eru búnir að vera miklu stærri skjálftar á svipuðum slóðum síðan árið 2020. 4,5 er ekkert sérstaklega stór skjálfti. Það hefur verið talað um að ef Brennisteinsfjallakerfið tekur þátt í þessu, þá getur því fylgt skjálftar upp á jafnvel sex eða stærra. Það eru alvöru skjálftar sem munu hafa veruleg áhrif í Reykjavík. Ef mönnum þótti þessi skjálfti stór eiga menn eftir að finna eitthvað merkilegra seinna,“ segir Páll.
Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira