Mátti synja meintum nasista um inngöngu í lögregluskólann Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 15:17 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, Ríkislögreglustjóri, þarf ekki veita mönnum, sem hliðhollir eru nasistum, inngöngu í lögregluskólann. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur með áliti lagt blessun sína yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manni um inngöngu í starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Í ákvörðun sinni leit Ríkislögreglustjóri meðal annars til þess að starfsfólk framhaldsskóla, sem maðurinn gekk í, hafi lýst yfir áhyggjum af ummælum hans um múslima og að hann væri hliðhollur nasistum. Í áliti umboðsmanns, sem birt var aðilum þann 22. desember síðastliðinn en á vef umboðsmanns í dag, segir að maðurinn hafi leitað til umboðsmanns Alþingis og kvartað yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um synjun umsóknar hans um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Ákvörðunin hafi byggst á því að maðurinn uppfyllti ekki skilyrði lögreglulaga fyrir inngöngu í námið vegna þess að hann hefði sýnt af sér háttsemi sem gæti rýrt það traust sem lögreglumenn yrðu almennt að njóta. Í kvörtuninni hafi verið byggt á því að ákvörðunin hefði verið efnislega röng og rannsókn málsins ófullnægjandi þar sem dregnar hefðu verið ályktanir af sögusögnum frá ónafngreindum aðilum sem ekki hefðu verið rannsakaðar eða bornar undir manninn. Þá hafi kvörtunin lotið að því að maðurinn hefði ekki fengið aðgang að öllum samskiptum Ríkislögreglustjóra eða annarra lögregluembætta við erlend lögregluyfirvöld sem hann vörðuðu. Kom með hníf í skólann og viðhafði ummæli um múslima Í ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manninum um inngöngu segir að í bakgrunnsskoðun vegna umsóknar hans hafi komið í ljós við skoðun í málaskrá lögreglu skráð mál hjá lögreglunni. Þar komi fram að maðirinn hafi mætt með hníf í skólann, sem ekki er tilgreindur í áliti umboðsmanns. Að sögn skólastjóra skólans hefði starfsfólk skólans einnig lýst yfir áhyggjum af framkomu mannsins og þá sérstaklega í tengslum við ummæli hans um múslima og jafnframt að starfsfólkið teldi hann hliðhollan nasisma. Ástæða þess er afmáð úr birtu áliti umboðsmanns. Þá hefði Ríkislögreglustjóri jafnframt upplýsingar frá erlendum lögregluyfirvöldum, um að manninum hefði verið vísað úr skóla þar í landi vegna svipaðra atriða. Óumdeilt að atvikin hafi átt sér stað Í áliti umboðsmanns segir að af skýringum Ríkislögreglustjóra yrði ráðið að embættið teldi sjálft að rannsókn málsins hefði að vissu marki verið ábótavant og að ekki hefði mátt leggja óstaðfestar upplýsingar ónafngreindra aðila um viðhorf mannsins einar og sér til grundvallar synjun. Hins vegar hefðu tiltekin atvik, sem óumdeilt væri að hefðu átt sér stað, í heild verið nægileg til að hann teldist ekki fullnægja skilyrðum fyrir inngöngu í námið. Umboðsmaður teldi sig ekki hafa forsendur til að fullyrða að mat Ríkislögreglustjóra hefði að því leyti verið ómálefnalegt eða bersýnilega óforsvaranlegt með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir lágu um atvikin. Þá hefði lýsing mannsins sjálfs á öðru atvikinu verið lögð til grundvallar við matið samkvæmt skýringum embættisins. Þar sem umboðsmaður taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Ríkislögreglustjóra að synja manninum um inngöngu í starfsnámið taldi hann ekki ástæðu til að beina tilmælum til embættisins um endurupptöku málsins. Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Í áliti umboðsmanns, sem birt var aðilum þann 22. desember síðastliðinn en á vef umboðsmanns í dag, segir að maðurinn hafi leitað til umboðsmanns Alþingis og kvartað yfir ákvörðun Ríkislögreglustjóra um synjun umsóknar hans um starfsnám hjá mennta- og starfsþróunarsetri lögreglu. Ákvörðunin hafi byggst á því að maðurinn uppfyllti ekki skilyrði lögreglulaga fyrir inngöngu í námið vegna þess að hann hefði sýnt af sér háttsemi sem gæti rýrt það traust sem lögreglumenn yrðu almennt að njóta. Í kvörtuninni hafi verið byggt á því að ákvörðunin hefði verið efnislega röng og rannsókn málsins ófullnægjandi þar sem dregnar hefðu verið ályktanir af sögusögnum frá ónafngreindum aðilum sem ekki hefðu verið rannsakaðar eða bornar undir manninn. Þá hafi kvörtunin lotið að því að maðurinn hefði ekki fengið aðgang að öllum samskiptum Ríkislögreglustjóra eða annarra lögregluembætta við erlend lögregluyfirvöld sem hann vörðuðu. Kom með hníf í skólann og viðhafði ummæli um múslima Í ákvörðun Ríkislögreglustjóra um að synja manninum um inngöngu segir að í bakgrunnsskoðun vegna umsóknar hans hafi komið í ljós við skoðun í málaskrá lögreglu skráð mál hjá lögreglunni. Þar komi fram að maðirinn hafi mætt með hníf í skólann, sem ekki er tilgreindur í áliti umboðsmanns. Að sögn skólastjóra skólans hefði starfsfólk skólans einnig lýst yfir áhyggjum af framkomu mannsins og þá sérstaklega í tengslum við ummæli hans um múslima og jafnframt að starfsfólkið teldi hann hliðhollan nasisma. Ástæða þess er afmáð úr birtu áliti umboðsmanns. Þá hefði Ríkislögreglustjóri jafnframt upplýsingar frá erlendum lögregluyfirvöldum, um að manninum hefði verið vísað úr skóla þar í landi vegna svipaðra atriða. Óumdeilt að atvikin hafi átt sér stað Í áliti umboðsmanns segir að af skýringum Ríkislögreglustjóra yrði ráðið að embættið teldi sjálft að rannsókn málsins hefði að vissu marki verið ábótavant og að ekki hefði mátt leggja óstaðfestar upplýsingar ónafngreindra aðila um viðhorf mannsins einar og sér til grundvallar synjun. Hins vegar hefðu tiltekin atvik, sem óumdeilt væri að hefðu átt sér stað, í heild verið nægileg til að hann teldist ekki fullnægja skilyrðum fyrir inngöngu í námið. Umboðsmaður teldi sig ekki hafa forsendur til að fullyrða að mat Ríkislögreglustjóra hefði að því leyti verið ómálefnalegt eða bersýnilega óforsvaranlegt með tilliti til þeirra upplýsinga sem fyrir lágu um atvikin. Þá hefði lýsing mannsins sjálfs á öðru atvikinu verið lögð til grundvallar við matið samkvæmt skýringum embættisins. Þar sem umboðsmaður taldi ekki ástæðu til að gera athugasemdir við þá efnislegu niðurstöðu Ríkislögreglustjóra að synja manninum um inngöngu í starfsnámið taldi hann ekki ástæðu til að beina tilmælum til embættisins um endurupptöku málsins.
Lögreglan Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Skóla - og menntamál Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira