„Álag sem við höfum ekki séð áður“ Lillý Valgerður Pétursdóttir og Jón Þór Stefánsson skrifa 4. janúar 2024 12:51 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma og almennrar lyflækningadeildar, segir ástandið á Landspítalanum vera sögulega erfitt. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á Landspítalanum segir álag á spítalanum aldrei hafa verið meira en nú. Hátt í níutíu sjúklingar liggi á göngum spítalans. Grímuskylda var tekin upp á spítalanum á ný í morgun og heimsóknir takmarkaðar. Töluvert hefur verið um veikindi meðal landsmanna undanfarið og hefur starfsfólk Landspítalans fundið vel fyrir því. Már Kristjánsson yfirlæknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs segir stöðuna á spítalanum aldrei hafa verið verri en nú. „Eins og kunnugt er þá er mjög mikill faraldur af kvefveirum og öðru slíku, sem út af fyrir sig kannski ekki hættulegt eitt og sér, en þegar þú ert kominn í spítalaumhverfið þá er mikið af fólki sem stendur höllum fæti,“ segir Már. „Enda erum við að sjá gríðarlega aukningu hjá í aðkomutölum í innlögnum. Það hefur alveg keyrt um þverbak undanfarna daga, en hátíðirnar verið mjög erfiðar.“ Vegna þessa hafi verið tekin upp grímuskylda á Landspítalanum og heimsóknir takmarkaðar. „Hér erum við með rétt tæplega þrjú hundruð bráðalegupláss á spítalanum, bæði á lyflækninga- og skurðlækningadeildum. Í gær vorum við með 88 sjúklinga liggjandi á göngum spítalans og þar að auki tæplega fimmtíu á göngum bráðamóttökunnar,“ segir Már. „Þetta er álag sem við höfum ekki séð áður á spítalanum, svo mér sé kunnugt um.“ Þá séu líka heilmikil veikindi meðal starfsfólks og það hafi líka áhrif á starfsemina. Már segir landlæknisembættið og heilbrigðisráðuneytið hafa verið upplýst um stöðuna. Hluti af vandamálinu sé margumtalaður fráflæðisvandi spítalans eða það hversu erfitt sé að útskrifa sjúklinga sem þurfi önnur úrræði líkt og pláss á hjúkrunarheimilum. „Það eru engir galdrar til. Við getum ekki lagað þetta með því að smella fingri. En við þurfum að auðkenna kringumstæðurnar þannig að þeir sem að sjá um stefnumótun og fara með eftirlit í heilbrigðisþjónustu sé ástandið ljóst. Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er núna.“ Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Töluvert hefur verið um veikindi meðal landsmanna undanfarið og hefur starfsfólk Landspítalans fundið vel fyrir því. Már Kristjánsson yfirlæknir og framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðasviðs segir stöðuna á spítalanum aldrei hafa verið verri en nú. „Eins og kunnugt er þá er mjög mikill faraldur af kvefveirum og öðru slíku, sem út af fyrir sig kannski ekki hættulegt eitt og sér, en þegar þú ert kominn í spítalaumhverfið þá er mikið af fólki sem stendur höllum fæti,“ segir Már. „Enda erum við að sjá gríðarlega aukningu hjá í aðkomutölum í innlögnum. Það hefur alveg keyrt um þverbak undanfarna daga, en hátíðirnar verið mjög erfiðar.“ Vegna þessa hafi verið tekin upp grímuskylda á Landspítalanum og heimsóknir takmarkaðar. „Hér erum við með rétt tæplega þrjú hundruð bráðalegupláss á spítalanum, bæði á lyflækninga- og skurðlækningadeildum. Í gær vorum við með 88 sjúklinga liggjandi á göngum spítalans og þar að auki tæplega fimmtíu á göngum bráðamóttökunnar,“ segir Már. „Þetta er álag sem við höfum ekki séð áður á spítalanum, svo mér sé kunnugt um.“ Þá séu líka heilmikil veikindi meðal starfsfólks og það hafi líka áhrif á starfsemina. Már segir landlæknisembættið og heilbrigðisráðuneytið hafa verið upplýst um stöðuna. Hluti af vandamálinu sé margumtalaður fráflæðisvandi spítalans eða það hversu erfitt sé að útskrifa sjúklinga sem þurfi önnur úrræði líkt og pláss á hjúkrunarheimilum. „Það eru engir galdrar til. Við getum ekki lagað þetta með því að smella fingri. En við þurfum að auðkenna kringumstæðurnar þannig að þeir sem að sjá um stefnumótun og fara með eftirlit í heilbrigðisþjónustu sé ástandið ljóst. Þetta er ekki boðlegt eins og þetta er núna.“
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira