„Aðeins eitt gat af völdum flugelda og húsin hreinlega springa“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. desember 2023 19:13 Guðmundur Steinar segir skaðann af flugeldum geta numið hundruðum milljóna Vísir/Samsett Garðyrkjubændur biðja nágranna um að skjóta ekki upp flugeldum í nágrenni við gróðurhúsin sín. Guðmundur Steinar Zebitz annar eiganda skógarmiðstöðvarinnar Kvistabæjar í Reykholti segir að flugeldar geti valdið mörghundruð milljóna króna skaða. Gróðurhús hreinlega springi Guðmundur segir að úrgangur flugelda, hattar og prik, geti virkað eins og hnífar á plastþekjur gróðurhúsa á leið sinni niður. Aðeins eitt gat af völdum flugelda geti valdið því að húsin hreinlega springi í roki og óveðri með tilheyrandi tjóni. „Þetta hefur komið fyrir í hverju ári.. Þá þarf maður að plástra einhverju í þetta til þess að vindurinn nái ekki að rífa í þetta. En stundum sér maður þetta ekki vegna þess að þetta getur verið hárfínt gat. Og þá þegar það gerir vont veður nær vindurinn að rífa í þetta og þá rifnar þekjan og þá bara springa húsin,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Fólk taki tillit Hann segir jafnframt að slíkt atvik hafi átt sér á Reykholtssvæðinu fyrir tæpum tveimur árum og að þá hafi tvö gróðurhús sprungið og annað lagst alveg flatt. Hann segir að það hafi valdið kostnaði sem nam mörghundruð milljónum króna. „Þetta má vekja fólk aðeins til umhugsunar. Maður skilur alveg að fólk vill skjóta upp flugeldum þetta er fullkomlega eðlilegt á þessum árstíma. Bara að fólk taki aðeins tillit til þess hvar það er að skjóta þessu upp og líka ef vindáttin stendur þannig að flugeldarnir fari í áttina að gróðurhúsum að fólk hafi varann á,“ segir Guðmundur. Hann segir að þó hann skilji fullkomlega að fólk vilji skjóta upp flugeldum um áramótin sé betur farið með aurinn að styrkja björgunarsveitina beint með peningaframlögum. Flugeldar Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Gróðurhús hreinlega springi Guðmundur segir að úrgangur flugelda, hattar og prik, geti virkað eins og hnífar á plastþekjur gróðurhúsa á leið sinni niður. Aðeins eitt gat af völdum flugelda geti valdið því að húsin hreinlega springi í roki og óveðri með tilheyrandi tjóni. „Þetta hefur komið fyrir í hverju ári.. Þá þarf maður að plástra einhverju í þetta til þess að vindurinn nái ekki að rífa í þetta. En stundum sér maður þetta ekki vegna þess að þetta getur verið hárfínt gat. Og þá þegar það gerir vont veður nær vindurinn að rífa í þetta og þá rifnar þekjan og þá bara springa húsin,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Fólk taki tillit Hann segir jafnframt að slíkt atvik hafi átt sér á Reykholtssvæðinu fyrir tæpum tveimur árum og að þá hafi tvö gróðurhús sprungið og annað lagst alveg flatt. Hann segir að það hafi valdið kostnaði sem nam mörghundruð milljónum króna. „Þetta má vekja fólk aðeins til umhugsunar. Maður skilur alveg að fólk vill skjóta upp flugeldum þetta er fullkomlega eðlilegt á þessum árstíma. Bara að fólk taki aðeins tillit til þess hvar það er að skjóta þessu upp og líka ef vindáttin stendur þannig að flugeldarnir fari í áttina að gróðurhúsum að fólk hafi varann á,“ segir Guðmundur. Hann segir að þó hann skilji fullkomlega að fólk vilji skjóta upp flugeldum um áramótin sé betur farið með aurinn að styrkja björgunarsveitina beint með peningaframlögum.
Flugeldar Bláskógabyggð Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira