Vildi ekki ærslabelginn á næstu lóð en fær nú líka aparólu Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2023 13:24 Koma á aparólunni fyrir á Eyrartúninu á Ísafirði þar sem meðal annars er að finna Safnahúsið og ærslabelg. Vísir/Vilhelm/Getty Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru íbúa við Túngötu á Ísafirði vegna fyrirhugaðrar uppsetningar sveitarfélagsins á aparólu á Eyrartúninu svokallaða, við hlið lóð mannins. Þar er fyrir ærslabelgur sem einnig var mikið tekist á um, á sama vettvangi. Nefndin birti ákvörðun sína fyrir um viku síðan, en maðurinn, íbúi við Túngötu 12, hafði þá kært ákvörðun Ísafjarðarbæjar að gefa ekki út framkvæmdaleyfi fyrir leikvöllinn, þar með talið aparóluna. Væri ekki í samræmi við deiliskipulag Maðurinn sendi sveitarfélaginu bréf í september síðastliðinn þar sem hann gerði athugasemdir við samþykkt útboð vegna framkvæmda við uppsetningu leikvallarins á þeim grundvelli að fyrirhuguð staðsetning aparólu væri í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Hann vildi meina að hinn fyrirhugaði leikvöllur næði yfir tvo skiplagsreiti og að á deiliskipulagsuppdrætti sjáist vel að hluti leiksvæðisins sé utan þess reits sem skilgreindur væri sem leiksvæði eða almenningsgarður. Hinn hlutinn er skilgreint sem þjónustusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Hafi veruleg grenndaráhrif Í úrskurðinum má sjá að maðurinn telji að leikvöllurinn á Eyrartúni muni hafa veruleg grenndaráhrif á íbúa hússins, sérstaklega hvað varði hljóðvist og innsýn. Um væri að ræða mikla breytingu á ásýnd svæðisins og því væri framkvæmdin leyfisskyld. „Horfa verði á svæðið í heild sinni en nú sé þegar kominn ærslabelgur á Eyrartún. Samkvæmt uppdrætti sé ráðgert að fara í frekari framkvæmdir sem ekki séu hluti af núverandi útboði. Ekki sé boðlegt að búta framkvæmdirnar niður í því skyni að horfa á hvern og einn verkþátt sem óverulegan,“ segir í úrskurðinum. Þá tilkynnti maðurinn að framkvæmdin yrði kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála „ætli bæjaryfirvöld að halda áformum sínum til streitu.“ Ekki framkvæmdaleyfisskyld Starfsmenn sveitarfélagsins voru hins vegar á því að framkvæmdin væri í fullu samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins og væri ekki framkvæmdaleyfisskyld og var manninum svarað á þann veg. Maðurinn benti í málflutningi sínum ennfremur á að í lok sumars 2018 hafi bærinn ákveðið að setja niður ærslabelg á Eyrartúni. Upphaflega hafi staðið til að staðsetja ærslabelginn fjær lóðarmörkum húss mannsins heldur en nú stendur til að staðsetja aparóluna. Eftir mótmæli íbúa hafi verið ákveðið að færa ærslabelginn til en um það megi lesa í fyrri úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Maðurinn vildi meina að með hliðsjón af jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins væri því ótækt af Ísafjarðarbæ að hafna með öllu ítrekuðum athugasemdum eigenda hússins um staðsetningu aparólunnar. Vísað frá Í niðurstöðukafla nefndarinnar er tekið fram að varðandi deilur um framkvæmdaleyfi sé að finna heimild í skipulagslögum til að skjóta máli til úrskurðarnefndarinnar. Sú heimild sé hins vegar bundin við umsækjanda um framkvæmdaleyfi og hlutaðeigandi sveitarstjórn og því hafi ekki til álita að taka kærumálið til efnislegrar meðferðar á grundvelli þess lagaákvæðis. Ennfremur segir að ekki sé hægt að líta svo á að afgreiðsla sveitarfélagsins feli í sér stjórnvaldsákvörðun tekna á grundvelli skipulagslaga sem sé kæranleg til úrskurðarnefndarinnar. Þá hafi önnur lög ekki að geyma heimild til málskots til nefndarinnar vegna afgreiðslunnar. Því hafi nefndin ákveðið því að vísa kærumálinu frá. Nefndin bendir þó á að í skipulagslögum sé mælt fyrir um þvingunarúrræði sem byggingarfulltrúi geti beitt ef framkvæmdaleyfisskyld framkvæmd sé hafin án þess að framkvæmdaleyfi sé fengið fyrir henni. Unnt sé að beina erindi til skipulagsfulltrúa um beitingu þvingunarúrræða á þeim grundvelli, en synji hann þeirri beiðni er eftir atvikum hægt að kæra þá ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar. Ísafjarðarbær Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. 20. desember 2021 15:34 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Nefndin birti ákvörðun sína fyrir um viku síðan, en maðurinn, íbúi við Túngötu 12, hafði þá kært ákvörðun Ísafjarðarbæjar að gefa ekki út framkvæmdaleyfi fyrir leikvöllinn, þar með talið aparóluna. Væri ekki í samræmi við deiliskipulag Maðurinn sendi sveitarfélaginu bréf í september síðastliðinn þar sem hann gerði athugasemdir við samþykkt útboð vegna framkvæmda við uppsetningu leikvallarins á þeim grundvelli að fyrirhuguð staðsetning aparólu væri í ósamræmi við gildandi deiliskipulag. Hann vildi meina að hinn fyrirhugaði leikvöllur næði yfir tvo skiplagsreiti og að á deiliskipulagsuppdrætti sjáist vel að hluti leiksvæðisins sé utan þess reits sem skilgreindur væri sem leiksvæði eða almenningsgarður. Hinn hlutinn er skilgreint sem þjónustusvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Hafi veruleg grenndaráhrif Í úrskurðinum má sjá að maðurinn telji að leikvöllurinn á Eyrartúni muni hafa veruleg grenndaráhrif á íbúa hússins, sérstaklega hvað varði hljóðvist og innsýn. Um væri að ræða mikla breytingu á ásýnd svæðisins og því væri framkvæmdin leyfisskyld. „Horfa verði á svæðið í heild sinni en nú sé þegar kominn ærslabelgur á Eyrartún. Samkvæmt uppdrætti sé ráðgert að fara í frekari framkvæmdir sem ekki séu hluti af núverandi útboði. Ekki sé boðlegt að búta framkvæmdirnar niður í því skyni að horfa á hvern og einn verkþátt sem óverulegan,“ segir í úrskurðinum. Þá tilkynnti maðurinn að framkvæmdin yrði kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála „ætli bæjaryfirvöld að halda áformum sínum til streitu.“ Ekki framkvæmdaleyfisskyld Starfsmenn sveitarfélagsins voru hins vegar á því að framkvæmdin væri í fullu samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins og væri ekki framkvæmdaleyfisskyld og var manninum svarað á þann veg. Maðurinn benti í málflutningi sínum ennfremur á að í lok sumars 2018 hafi bærinn ákveðið að setja niður ærslabelg á Eyrartúni. Upphaflega hafi staðið til að staðsetja ærslabelginn fjær lóðarmörkum húss mannsins heldur en nú stendur til að staðsetja aparóluna. Eftir mótmæli íbúa hafi verið ákveðið að færa ærslabelginn til en um það megi lesa í fyrri úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Maðurinn vildi meina að með hliðsjón af jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins væri því ótækt af Ísafjarðarbæ að hafna með öllu ítrekuðum athugasemdum eigenda hússins um staðsetningu aparólunnar. Vísað frá Í niðurstöðukafla nefndarinnar er tekið fram að varðandi deilur um framkvæmdaleyfi sé að finna heimild í skipulagslögum til að skjóta máli til úrskurðarnefndarinnar. Sú heimild sé hins vegar bundin við umsækjanda um framkvæmdaleyfi og hlutaðeigandi sveitarstjórn og því hafi ekki til álita að taka kærumálið til efnislegrar meðferðar á grundvelli þess lagaákvæðis. Ennfremur segir að ekki sé hægt að líta svo á að afgreiðsla sveitarfélagsins feli í sér stjórnvaldsákvörðun tekna á grundvelli skipulagslaga sem sé kæranleg til úrskurðarnefndarinnar. Þá hafi önnur lög ekki að geyma heimild til málskots til nefndarinnar vegna afgreiðslunnar. Því hafi nefndin ákveðið því að vísa kærumálinu frá. Nefndin bendir þó á að í skipulagslögum sé mælt fyrir um þvingunarúrræði sem byggingarfulltrúi geti beitt ef framkvæmdaleyfisskyld framkvæmd sé hafin án þess að framkvæmdaleyfi sé fengið fyrir henni. Unnt sé að beina erindi til skipulagsfulltrúa um beitingu þvingunarúrræða á þeim grundvelli, en synji hann þeirri beiðni er eftir atvikum hægt að kæra þá ákvörðun til úrskurðarnefndarinnar.
Ísafjarðarbær Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. 20. desember 2021 15:34 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34
Enn tekist á um ærslabelginn á Ísafirði Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu íbúa um að ógilda ákvörðun bæjaryfirvalda á Ísafirði um að verða ekki við kröfu hans um að ærslabelgur í bænum verði færður. 20. desember 2021 15:34