Altjón við Víkurbraut þar sem boltar renna eftir gólfinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2023 08:10 Eins og sjá má eru skemmdirnar á húsinu við Víkurbraut 40 miklar. Sigurður Óli Sigurður Óli Þórleifsson íbúi í Grindavík sýndi fréttamönnum TV2 í Noregi stöðuna á húsinu sínu við Víkurbraut í Grindavík á dögunum. Gólfið hallar svo mikið að boltar rúlla eftir því. Um er að ræða altjón samkvæmt Náttúruhamfaratryggingum Íslands. Erlendir fjölmiðlar héldu margir hverjir til Íslands þegar fór að gjósa við Sundhnúksgíga á mánudagskvöld. Fulltrúar TV2 í Noregi voru meðal þeirra sem komu og fylgdu Sigurði Óla og sonum hans til að skoða afleiðingar jarðskjálftanna í nóvember þegar bærinn var rýmdur. Í myndbandinu að neðan má sjá Sigurð Óla lóðsa norska sjónvarpsfólkið um húsið sitt. Sjá má löngu sprunguna í Grindavík sem teygir sig undir húsið hans og hefur valdið miklum skemmdum. Veggur í garðinum er brotinn, sprungur sjást víða og húsið hreinlega hallar. Sigurður Óli og synir hans sýna norska fréttafólkinu hvernig gólfið hallar. Boltar eru settir á gólfið sem rúlla af stað undan hallanum. Sigurður Óli segist á Facebook hafa fengið staðfest hjá Náttúruhamfaratryggingu að hús fjölskyldunnar að Víkurbraut 40 væri altjón. „Það var fátt um svör hjá NTÍ, vísa á Grindavíkurbæ. Ekkert hægt að gera, né bæta tjón fyrr en afstaða Grindavíkurbæjar liggur fyrir. Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað? Ég veit að ég skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa. Ég á ekki von á að bæjarfulltrúar svari þessu, enda eru þeir hálfósýnilegir,“ segir Sigurður Óli á Facebook. Hann nefnir þó sérstaklega að margir séu í mun verri stöðu en fjölskylda hans. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar héldu margir hverjir til Íslands þegar fór að gjósa við Sundhnúksgíga á mánudagskvöld. Fulltrúar TV2 í Noregi voru meðal þeirra sem komu og fylgdu Sigurði Óla og sonum hans til að skoða afleiðingar jarðskjálftanna í nóvember þegar bærinn var rýmdur. Í myndbandinu að neðan má sjá Sigurð Óla lóðsa norska sjónvarpsfólkið um húsið sitt. Sjá má löngu sprunguna í Grindavík sem teygir sig undir húsið hans og hefur valdið miklum skemmdum. Veggur í garðinum er brotinn, sprungur sjást víða og húsið hreinlega hallar. Sigurður Óli og synir hans sýna norska fréttafólkinu hvernig gólfið hallar. Boltar eru settir á gólfið sem rúlla af stað undan hallanum. Sigurður Óli segist á Facebook hafa fengið staðfest hjá Náttúruhamfaratryggingu að hús fjölskyldunnar að Víkurbraut 40 væri altjón. „Það var fátt um svör hjá NTÍ, vísa á Grindavíkurbæ. Ekkert hægt að gera, né bæta tjón fyrr en afstaða Grindavíkurbæjar liggur fyrir. Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað? Ég veit að ég skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa. Ég á ekki von á að bæjarfulltrúar svari þessu, enda eru þeir hálfósýnilegir,“ segir Sigurður Óli á Facebook. Hann nefnir þó sérstaklega að margir séu í mun verri stöðu en fjölskylda hans.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira