Fótbolti

Jón Dagur skoraði glæsi­mark og reif liðið upp úr fallsæti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði glæsilegt mark af löngu færi í sigri OH Leuven.
Jón Dagur Þorsteinsson skoraði glæsilegt mark af löngu færi í sigri OH Leuven. X-síða OH Leuven

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði glæsilegt mark úr langskoti þegar OH Leuven vann 3-0 í leik sínum gegn Eupen í fallbaráttuslag belgísku úrvalsdeildarinnar. Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn í miðri vörn Eupen. 

Mark Jóns Dags kom eftir aðeins tæplega tveggja mínútna leik. Hann fékk boltann úti á vinstri vængnum í góðu plássi, keyrði á varnarmanninn og tók snögga stefnubreytingu yfir á hægri fótinn sem nýtti til að þruma boltanum í vinkilinn. 

Youssef Maziz lagði markið upp á Jón Dag, hann var svo sjálfur á ferðinni á 29. mínútu leiksins þegar hann tvöfaldaði forystu Leuven eftir góðan undirbúning norska framherjans Jonatan Braut Brunes. Suphanat Muaenta skoraði svo þriðja og síðasta mark leiksins á 89. mínútu og innsiglaði sigur Leuven. 

Eins og áður segir eru bæði lið í fallbaráttu en Leuven skaust stigi upp fyrir Eupen með þessum sigri. Neðst situr Kortrijk með 10 stig, Eupen og Leuven koma þar á eftir með 15 og 16 stig. Charleroi og Westerlo eru svo í sætunum fyrir ofan þau með 18 stig en eiga bæði leik til góða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×