Hefðbundið helgihald þrátt fyrir snjóflóðahættuna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. desember 2023 17:25 Ívar segir snjóflóðahættuna lítil áhrif hafa haft á helgihaldið. Óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum var aflétt síðdegis í dag. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir snjóþyngslin ekki hafa aftrað jólahaldi, og fólk í bænum hið rólegasta yfir öllu saman. Í sjónvarpsfréttum okkar í gær var rætt við björgunarsveitarmann á Flateyri sem kippti sér lítið upp við að halda jólin innilokaður á Flateyri. Veðrinu slotaði síðdegis í gær. „Hér var bara allt með ró og spekt. Það var komið blíðuveður um fjögurleytið í gær. Bara blankalogn og snjókoma,“ segir Ívar Kristjánsson, varaformaður Sæbjargar á Flateyri. Ákveðið var í morgun að viðhalda óvissustigi vegna snjóflóða á Vestfjörðum í morgun vegna óvissu í veðurkortunum, en óvissustig var afnumið á Norðurlandi. Síðdegis í dag var ákveðið að gera slíkt hið sama á Vestfjörðum, þegar veðurspár tóku á sig skýrari mynd. „Ég ákvað bara að vakna í morgun og sjá hvernig veðrið væri og það var bara blíða. Nú er bara verið að gera skautasvellið klárt, þannig að fólk komist á skauta.“ Snjóþyngslin í gær öftruðu ekki jólahaldinu hjá Ívari, frekar en öðrum í bænum. „Fólkið hér á Flateyri hafði ekki áhyggjur held ég, allavega ekki neinn sem ég hef frétt af. Það var bara voða rólegt og ánægt að halda jólin,“ segir Ívar. Flestir vegir á Vestfjörðum voru lokaðir eða ófærir í gær. Talsvert greiðfærara er orðið um svæðið en þó eru einhverjir vegir enn ófærir. Á þeim vegum sem nú eru opnir er víða talsverð hálka. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum á landinu öllu. Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Jól Tengdar fréttir Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. 24. desember 2023 16:04 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Í sjónvarpsfréttum okkar í gær var rætt við björgunarsveitarmann á Flateyri sem kippti sér lítið upp við að halda jólin innilokaður á Flateyri. Veðrinu slotaði síðdegis í gær. „Hér var bara allt með ró og spekt. Það var komið blíðuveður um fjögurleytið í gær. Bara blankalogn og snjókoma,“ segir Ívar Kristjánsson, varaformaður Sæbjargar á Flateyri. Ákveðið var í morgun að viðhalda óvissustigi vegna snjóflóða á Vestfjörðum í morgun vegna óvissu í veðurkortunum, en óvissustig var afnumið á Norðurlandi. Síðdegis í dag var ákveðið að gera slíkt hið sama á Vestfjörðum, þegar veðurspár tóku á sig skýrari mynd. „Ég ákvað bara að vakna í morgun og sjá hvernig veðrið væri og það var bara blíða. Nú er bara verið að gera skautasvellið klárt, þannig að fólk komist á skauta.“ Snjóþyngslin í gær öftruðu ekki jólahaldinu hjá Ívari, frekar en öðrum í bænum. „Fólkið hér á Flateyri hafði ekki áhyggjur held ég, allavega ekki neinn sem ég hef frétt af. Það var bara voða rólegt og ánægt að halda jólin,“ segir Ívar. Flestir vegir á Vestfjörðum voru lokaðir eða ófærir í gær. Talsvert greiðfærara er orðið um svæðið en þó eru einhverjir vegir enn ófærir. Á þeim vegum sem nú eru opnir er víða talsverð hálka. Hér má nálgast upplýsingar um færð á vegum á landinu öllu.
Ísafjarðarbær Snjóflóð á Íslandi Jól Tengdar fréttir Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. 24. desember 2023 16:04 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Spenntur að halda jólin innilokaður og í friði Snjóflóð hafa fallið í grennd við bæi og helstu vegir eru ýmist ófærir eða lokaðir á Vestjörðum. Björgunarsveitarmaður á Flateyri segir alls ekkert ferðaveður á svæðinu. Hann kippir sér ekkert upp við að halda jólin innilokaður. Óvissustig er áfram í gildi en veðrið á að vera gengið niður að mestu í kvöld. 24. desember 2023 16:04