Innlent

Allir drengirnir komnir út á flug­­völl með föður sínum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Edda með tveimur drengjanna.
Edda með tveimur drengjanna.

Allir þrír synir Eddu Bjarkar Arnardóttur eru komnir í umsjá föður síns. Þeir eru nú á Keflavíkurflugvelli þaðan sem þeir fara með föður sínum til Noregs í kvöld.

Þetta herma heimildir fréttastofu. Fyrr í dag var greint frá því að tveir drengjanna væru fundnir og hefðu verið færðir í umsjá barnaverndar. Þá hafi systir Eddu og lögmaður hennar verið handtekin. 

Edda Björk flaug sonum sínum hingað til lands með einkaflugvél í mars á síðasta ári, þrátt fyrir að föður þeirra hefði verið dæmd forsjá í Noregi. 

Edda var handtekin í síðasta mánuði og í kjölfarið flutt til Noregs, eftir að dómstólar féllust á framsal hennar þangað. Hún hefur verið í Noregi síðan, þar sem nú fara fram réttarhöld yfir henni. Ákæruvaldið ytra krefst þess að hún verði dæmd í sautján mánaða fangelsi fyrir að hafa numið börn sín á brott frá Noregi.


Tengdar fréttir

Mál Eddu hljóti að vera eins­dæmi

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram fyrirspurn varðandi handtöku og afhendingu á íslenskum ríkisborgurum, vegna máls Eddu Bjarkar Arnardóttur sem var nýlega framseld til Noregs. Þingmaðurinn telur að málið hljóti að vera einsdæmi. Edda Björk var úrskurðuð í mánaðarlangt gæsluvarðhald í Noregi í gær.

Segir ekki lengur hægt að sækja börnin til Íslands

Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og fyrrverandi þingkona, segir þá lagalegu stöðu komna upp að ekki sé hægt að sækja börn Eddu Bjarkar Arnardóttur til landsins. Ástæðan fellst meðal annars í því að búið sé að flytja hana úr landi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×