Bæjarstjórn tekur fyrir altjónslista í næstu viku Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. desember 2023 23:00 Eigendur húsa sem eru ónýt í Grindavík bíða eftir svörum frá bænum og NTÍ. Vísir/Vilhelm Altjónslisti frá Náttúrutryggingum Íslands (NTÍ) yfir hús í Grindavík verður tekinn fyrir af bæjarstjórn Grindavíkurbæjar á milli jóla og ný árs. Íbúi segist hafa fengið þau svör að ekki verði hægt að bæta tjón fyrr en afstaða liggi fyrir í málinu. Sigurður Óli Þórleifsson, íbúi í Grindavík og eigandi húss við Víkurbraut í Grindavík sem NTÍ metur ónýtt eftir jarðhræringar, furðaði sig fyrr í dag á samfélagsmiðlum að fátt hafi verið um svör hjá NTÍ sem hafi bent á Grindavíkurbæ og að ekkert yrði hægt að gera fyrr en afstaða bæjarins liggi fyrir. „Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað?“ Sigurður segir í samtali við Vísi skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa í sömu sporum. Hann hafi að lokum fengið svör frá bæjarstarfsmanni og fulltrúa í bæjarstjórn. Bæjarstjórn muni taka málið fyrir á fundi milli hátíða. „Þau höfðu samband við mig frá skipulagssviði bæjarins og þau eru að bíða eftir altjónslistanum frá Náttúrutryggingum. Vonandi var hann sendur í dag því mér skilst að það hafi verið haft samband við helling af fólki í dag sem var með altjón. Þá mun bærinn taka það fyrir á milli jóla og nýárs og afgreiðir það þá vonandi einn tveir og þrír.“ Enn að fá mismunandi svör Sigurður segir það hafa reynst erfitt að losna undan kröfum og reikningum. Óvissan sé enn mikil og það sé erfitt. „Það veit enginn neitt, það er ennþá mismunandi svör sem fólk er að fá, við hvað er miðað? Er það brunabótamat? Fasteignamat? Er þetta förgunargjald? Það er enn ekki búið að svara einu né neinu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tryggingar Húsnæðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Sigurður Óli Þórleifsson, íbúi í Grindavík og eigandi húss við Víkurbraut í Grindavík sem NTÍ metur ónýtt eftir jarðhræringar, furðaði sig fyrr í dag á samfélagsmiðlum að fátt hafi verið um svör hjá NTÍ sem hafi bent á Grindavíkurbæ og að ekkert yrði hægt að gera fyrr en afstaða bæjarins liggi fyrir. „Það er hvort eigi að byggja á sprungunni á ný. Þar til, þurfum við að greiða af lífeyrissjóðsláni, fasteignagjöld, hita og rafmagn ofl. Af handónýtu húsi, og þetta á við um húsin í nágrenninu líka. Nú spyr ég Grindavíkurbæ, hvenær mun þetta liggja fyrir? og mun Grindavíkurbær taka að sér þennan kostnað?“ Sigurður segir í samtali við Vísi skrifa fyrir hönd nokkurra íbúa í sömu sporum. Hann hafi að lokum fengið svör frá bæjarstarfsmanni og fulltrúa í bæjarstjórn. Bæjarstjórn muni taka málið fyrir á fundi milli hátíða. „Þau höfðu samband við mig frá skipulagssviði bæjarins og þau eru að bíða eftir altjónslistanum frá Náttúrutryggingum. Vonandi var hann sendur í dag því mér skilst að það hafi verið haft samband við helling af fólki í dag sem var með altjón. Þá mun bærinn taka það fyrir á milli jóla og nýárs og afgreiðir það þá vonandi einn tveir og þrír.“ Enn að fá mismunandi svör Sigurður segir það hafa reynst erfitt að losna undan kröfum og reikningum. Óvissan sé enn mikil og það sé erfitt. „Það veit enginn neitt, það er ennþá mismunandi svör sem fólk er að fá, við hvað er miðað? Er það brunabótamat? Fasteignamat? Er þetta förgunargjald? Það er enn ekki búið að svara einu né neinu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tryggingar Húsnæðismál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira