Valur felur Friðrik Jón Þór Stefánsson skrifar 20. desember 2023 11:04 Fyrir framan hnullunginn stóð áður stytta af séra Friðriki. Hún hefur nú verið fjarlægð. Vísir/Vilhelm Knattspyrnufélagið Valur hefur ákveðið að fjarlægja styttu af séra Friðriki Friðrikssyni, stofnanda félagsins, sem hefur staðið á lóð félagsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Gunnarssyni, formanni Vals. „Eftir þónokkra umræðu og vinnu innan Knattspyrnufélagsins Vals undanfarnar vikur hefur aðalstjórn félagsins tekið þá ákvörðun að fjarlægja styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni sem stendur á lóð félagsins. Ljóst er á samtölum okkar og umfjöllun aðalstjórnar um þetta erfiða mál að séra Friðrik fór yfir velsæmismörk gagnvart drengjum og áreitti þá kynferðislega,“ segir í tilkynningunni. Þar er því haldið fram að innan Vals sé ekki vitað nein dæmi um að brot Friðriks, sem lést árið 1961, tengist félaginu. „Með þessari ákvörðun er félagið að senda skýr skilaboð út í samfélagið um að hegðun sem þessi er eitthvað sem við fordæmum með öllu og viljum ekki tengjast með nokkrum hætti,“ segir í tilkynningu Harðar. „Félagið stendur með þeim aðilum sem eiga um sárt að binda vegna þessa máls.“ Stytta Vals önnur í röðinni Styttan af séra Friðriki á lóð Vals verður ekki sú fyrsta sem verður fjarlægð eftir að frásagnir af kynferðislegri áreitni hans í garð drengja urðu áberandi í opinberri umræðu. Í nóvember samþykkti borgarráð Reykjavíkur tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að stytta af honum í Lækjargötu yrði tekin niður og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Umræðan um brot Friðriks hófst fyrir tilstilli bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans eftir Guðmund Magnússon. Stjórn KFUM og KFUK, samtaka sem Friðrik stofnaði, sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem að segir að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi áreitt pilta kynferðislega Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Valur Reykjavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira
„Eftir þónokkra umræðu og vinnu innan Knattspyrnufélagsins Vals undanfarnar vikur hefur aðalstjórn félagsins tekið þá ákvörðun að fjarlægja styttuna af séra Friðriki Friðrikssyni sem stendur á lóð félagsins. Ljóst er á samtölum okkar og umfjöllun aðalstjórnar um þetta erfiða mál að séra Friðrik fór yfir velsæmismörk gagnvart drengjum og áreitti þá kynferðislega,“ segir í tilkynningunni. Þar er því haldið fram að innan Vals sé ekki vitað nein dæmi um að brot Friðriks, sem lést árið 1961, tengist félaginu. „Með þessari ákvörðun er félagið að senda skýr skilaboð út í samfélagið um að hegðun sem þessi er eitthvað sem við fordæmum með öllu og viljum ekki tengjast með nokkrum hætti,“ segir í tilkynningu Harðar. „Félagið stendur með þeim aðilum sem eiga um sárt að binda vegna þessa máls.“ Stytta Vals önnur í röðinni Styttan af séra Friðriki á lóð Vals verður ekki sú fyrsta sem verður fjarlægð eftir að frásagnir af kynferðislegri áreitni hans í garð drengja urðu áberandi í opinberri umræðu. Í nóvember samþykkti borgarráð Reykjavíkur tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að stytta af honum í Lækjargötu yrði tekin niður og fundinn staður í listaverkageymslum Listasafns Reykjavíkur. Umræðan um brot Friðriks hófst fyrir tilstilli bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans eftir Guðmund Magnússon. Stjórn KFUM og KFUK, samtaka sem Friðrik stofnaði, sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem að segir að hafið sé yfir skynsamlegan vafa að hann hafi áreitt pilta kynferðislega
Mál séra Friðriks Friðrikssonar Styttur og útilistaverk Valur Reykjavík Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Sjá meira