Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Hólmfríður Gísladóttir og Telma Tómasson skrifa 20. desember 2023 07:08 Fyrir aðeins tveimur dögum var útlit fyrir að Grindvíkingar gætu haldið jól í bænum. Úlfar segir stöðuna gjörbreytta. Vísir/Baldur Hrafnkell Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. „Í gær klukkan 18 fékk ég kynningu á uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar og ég vil nota tækifærið í þessu samtali og hrósa starfsmönnum Veðurstofu og Háskóla Íslands fyrir frábæra vinnu,“ sagði Úlfar í samtali við fréttastofu í morgun. „Þetta nýja hættumatskort sýnir okkur aðeins aðra stöðu á þessu svæði og fram til 28. desember þá er talin mikil hætta í Grindavíkurbæ. Þannig að allar ákvarðanir viðbragðsaðila taka auðvitað mið af breyttri stöðu.“ Úlfar segir gosið ekkert „túristagos“ og að ekki verði opnað fyrir aðgengi almennings eða ferðamanna að gosstöðvunum. Fjölmiðlafólk verði aðstoðað eins og kostur er og unnið að björgun verðmæta. „En ég sé bara breytt landslag hvað bæinn sjálfan varðar; það verður ekki starfsemi í Grindavík í þessu ástandi. Það blasir alveg við. Og menn þurfa að fara að átta sig á því að viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir... við erum í raun alveg komin að þolmörkum. Okkar kraftar næstu daga fara svotil eingöngu í að einbeita okkur að hagsmunum Grindvíkinga og þeirra fyrirtækja sem eru á þessu svæði.“ Úlfar bendir á að sú staða hefði komið upp í gær að maður hefði getað orðið úti. „Við komum til með að verja hagsmuni Grindvíkinga eins og nokkur kostur er,“ segir Úlfar spurður að því hvernig aðgengi að bænum verður háttað. „En halda almenningi, eða óviðkomandi aðilum, frá bænum. Og það þýðir að aðgengi að þessu gosi verður mjög takmarkað.“ Úlfar segir að það sé ekki mannskapur til að leggja stíga eða annað slíkt að gosinu. Aðgengi að Grindavík verði mjög takmarkað. „Við þurfum bara að sýna þessu þolinmæði. Við erum bersýnilega komin inn í tímabil sem við höfum ekki þekkt áður og það sér ekki fyrir endann á því.“ Úlfar ítrekar að allt starf viðbragðsaðila næstu daga muni miða að því að tryggja hagsmuni Grindvíkinga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira
„Í gær klukkan 18 fékk ég kynningu á uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar og ég vil nota tækifærið í þessu samtali og hrósa starfsmönnum Veðurstofu og Háskóla Íslands fyrir frábæra vinnu,“ sagði Úlfar í samtali við fréttastofu í morgun. „Þetta nýja hættumatskort sýnir okkur aðeins aðra stöðu á þessu svæði og fram til 28. desember þá er talin mikil hætta í Grindavíkurbæ. Þannig að allar ákvarðanir viðbragðsaðila taka auðvitað mið af breyttri stöðu.“ Úlfar segir gosið ekkert „túristagos“ og að ekki verði opnað fyrir aðgengi almennings eða ferðamanna að gosstöðvunum. Fjölmiðlafólk verði aðstoðað eins og kostur er og unnið að björgun verðmæta. „En ég sé bara breytt landslag hvað bæinn sjálfan varðar; það verður ekki starfsemi í Grindavík í þessu ástandi. Það blasir alveg við. Og menn þurfa að fara að átta sig á því að viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir... við erum í raun alveg komin að þolmörkum. Okkar kraftar næstu daga fara svotil eingöngu í að einbeita okkur að hagsmunum Grindvíkinga og þeirra fyrirtækja sem eru á þessu svæði.“ Úlfar bendir á að sú staða hefði komið upp í gær að maður hefði getað orðið úti. „Við komum til með að verja hagsmuni Grindvíkinga eins og nokkur kostur er,“ segir Úlfar spurður að því hvernig aðgengi að bænum verður háttað. „En halda almenningi, eða óviðkomandi aðilum, frá bænum. Og það þýðir að aðgengi að þessu gosi verður mjög takmarkað.“ Úlfar segir að það sé ekki mannskapur til að leggja stíga eða annað slíkt að gosinu. Aðgengi að Grindavík verði mjög takmarkað. „Við þurfum bara að sýna þessu þolinmæði. Við erum bersýnilega komin inn í tímabil sem við höfum ekki þekkt áður og það sér ekki fyrir endann á því.“ Úlfar ítrekar að allt starf viðbragðsaðila næstu daga muni miða að því að tryggja hagsmuni Grindvíkinga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Sjá meira