Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Hólmfríður Gísladóttir og Telma Tómasson skrifa 20. desember 2023 07:08 Fyrir aðeins tveimur dögum var útlit fyrir að Grindvíkingar gætu haldið jól í bænum. Úlfar segir stöðuna gjörbreytta. Vísir/Baldur Hrafnkell Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. „Í gær klukkan 18 fékk ég kynningu á uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar og ég vil nota tækifærið í þessu samtali og hrósa starfsmönnum Veðurstofu og Háskóla Íslands fyrir frábæra vinnu,“ sagði Úlfar í samtali við fréttastofu í morgun. „Þetta nýja hættumatskort sýnir okkur aðeins aðra stöðu á þessu svæði og fram til 28. desember þá er talin mikil hætta í Grindavíkurbæ. Þannig að allar ákvarðanir viðbragðsaðila taka auðvitað mið af breyttri stöðu.“ Úlfar segir gosið ekkert „túristagos“ og að ekki verði opnað fyrir aðgengi almennings eða ferðamanna að gosstöðvunum. Fjölmiðlafólk verði aðstoðað eins og kostur er og unnið að björgun verðmæta. „En ég sé bara breytt landslag hvað bæinn sjálfan varðar; það verður ekki starfsemi í Grindavík í þessu ástandi. Það blasir alveg við. Og menn þurfa að fara að átta sig á því að viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir... við erum í raun alveg komin að þolmörkum. Okkar kraftar næstu daga fara svotil eingöngu í að einbeita okkur að hagsmunum Grindvíkinga og þeirra fyrirtækja sem eru á þessu svæði.“ Úlfar bendir á að sú staða hefði komið upp í gær að maður hefði getað orðið úti. „Við komum til með að verja hagsmuni Grindvíkinga eins og nokkur kostur er,“ segir Úlfar spurður að því hvernig aðgengi að bænum verður háttað. „En halda almenningi, eða óviðkomandi aðilum, frá bænum. Og það þýðir að aðgengi að þessu gosi verður mjög takmarkað.“ Úlfar segir að það sé ekki mannskapur til að leggja stíga eða annað slíkt að gosinu. Aðgengi að Grindavík verði mjög takmarkað. „Við þurfum bara að sýna þessu þolinmæði. Við erum bersýnilega komin inn í tímabil sem við höfum ekki þekkt áður og það sér ekki fyrir endann á því.“ Úlfar ítrekar að allt starf viðbragðsaðila næstu daga muni miða að því að tryggja hagsmuni Grindvíkinga. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
„Í gær klukkan 18 fékk ég kynningu á uppfærðu hættumatskorti Veðurstofunnar og ég vil nota tækifærið í þessu samtali og hrósa starfsmönnum Veðurstofu og Háskóla Íslands fyrir frábæra vinnu,“ sagði Úlfar í samtali við fréttastofu í morgun. „Þetta nýja hættumatskort sýnir okkur aðeins aðra stöðu á þessu svæði og fram til 28. desember þá er talin mikil hætta í Grindavíkurbæ. Þannig að allar ákvarðanir viðbragðsaðila taka auðvitað mið af breyttri stöðu.“ Úlfar segir gosið ekkert „túristagos“ og að ekki verði opnað fyrir aðgengi almennings eða ferðamanna að gosstöðvunum. Fjölmiðlafólk verði aðstoðað eins og kostur er og unnið að björgun verðmæta. „En ég sé bara breytt landslag hvað bæinn sjálfan varðar; það verður ekki starfsemi í Grindavík í þessu ástandi. Það blasir alveg við. Og menn þurfa að fara að átta sig á því að viðbragðsaðilar; lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir... við erum í raun alveg komin að þolmörkum. Okkar kraftar næstu daga fara svotil eingöngu í að einbeita okkur að hagsmunum Grindvíkinga og þeirra fyrirtækja sem eru á þessu svæði.“ Úlfar bendir á að sú staða hefði komið upp í gær að maður hefði getað orðið úti. „Við komum til með að verja hagsmuni Grindvíkinga eins og nokkur kostur er,“ segir Úlfar spurður að því hvernig aðgengi að bænum verður háttað. „En halda almenningi, eða óviðkomandi aðilum, frá bænum. Og það þýðir að aðgengi að þessu gosi verður mjög takmarkað.“ Úlfar segir að það sé ekki mannskapur til að leggja stíga eða annað slíkt að gosinu. Aðgengi að Grindavík verði mjög takmarkað. „Við þurfum bara að sýna þessu þolinmæði. Við erum bersýnilega komin inn í tímabil sem við höfum ekki þekkt áður og það sér ekki fyrir endann á því.“ Úlfar ítrekar að allt starf viðbragðsaðila næstu daga muni miða að því að tryggja hagsmuni Grindvíkinga.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Björgunarsveitir Lögreglumál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira