Fótbolti

For­seti Barcelona hefur ekki misst trú á Xavi

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Orðrómar hafa verið á sveimi að Laporta vilji Xavi burt frá Barcelona.
Orðrómar hafa verið á sveimi að Laporta vilji Xavi burt frá Barcelona. Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images

Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, sagði Xavi, þjálfara liðsins, enn njóta fulls stuðnings stjórnarinnar þrátt fyrir slæmt gengi að undanförnu. 

Barcelona átti ekki sjö dagana sæla í síðustu viku, þeir töpuðu sannfærandi 4-2 á heimavelli gegn Girona á sunnudag, ferðuðust svo til Belgíu í miðri viku og lágu 3-2 fyrir Royal Antwerp. Á laugardag gerðu þeir svo 1-1 jafntefli við Valencia á meðan Real Madrid lagði Villareal af velli og kom sér í efsta sæti deildarinnar. 

Þessi úrslit fylgja á eftir orðrómum sem hafa verið á sveimi um ósætti í búningsherbergi Barcelona og að Joan Laporta vilji skipta þjálfaranum út. 

En Laporta þvertók fyrir að í viðtali við Mundo Deportivo, sem finna má í X-færslunni hér að ofan, og sagði Xavi njóta fulls trausts og stuðnings. Hann hafi þurft að glíma við allskyns vandræði á þessu tímabili og höndlað mótlætið vel. Xavi byggi yfir snilligáfu, væri frábær þjálfari og góð manneskja sem hugsar vel um leikmenn félagsins. 

Barcelona er sem stendur í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar. Sjö stigum eftir erkifjendum sínum Real Madrid og sex stigum á eftir Girona sem á leik til góða gegn Alaves síðar í kvöld. Barcelona dróst gegn Napoli í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar fyrr í dag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×