Mánuður án flugs gæti kostað 40 milljarða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 17:36 Þriðja vinnustöðvun flugumferðarstjóra í mánuðinum fer fram á mánudag að öllu óbreyttu. Vísir/Vilhelm Ætla má að algjör stöðvun flugsamgangna í einn dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra myndi kosta hagkerfið 1,5 milljarð króna samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Þá myndi slík stöðvun í mánuð kosta það fjörutíu milljarða. Samtök atvinnulífsins segja stöðuna átakanlega. Fundi í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins var í gær frestað og óvíst er hvenær næsti fundur verður boðaður. Að óbreyttu mun vinnustöðvun flugumferðarstjóra fara fram á mánudagsmorgun og verður sú þriðja í þessum mánuði. Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman hugsanlegt tjón verði gripið til umfangsmeiri verkfallsaðgerða. Í tilkynningu á vef samtakanna segir að verulegt tjón hljótist af aðgerðunum, sem leggist fyrst og fremst á ferðaþjónustuna en að auki á útflutning sjávarafurða „og önnur afleidd áhrif víða um hagkerfið,“ segir í grein SA. Þá segir að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamganga í einn dag gæti numið 1,5 milljörðum króna. Þar af megi ætla að beint tjón ferðaþjónustu nemi milljarði króna hið minnsta. Stöðvist flugsamgöngur fyrirvaralítið sé ólíklegt að aðfanga- og launakostnaður lækki samhliða tekjufalli. Í slíkum tilfellum yrði tjón greinarinnar líklega enn meira. Í þessum mánuði hafa tvær vinnustöðvanir flugumferðarstjóra farið fram, á þriðjudag og fimmtudag síðastliðinn, í sex klukkustundir í senn. Að öllu óbreyttu fer fram önnur vinnustöðvun á mánudag, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun. Nýr fundur hefur enn ekki verið boðaður en búist er við því að boðað verði til fundar um helgina. Útflutningur fersks fisks með flugi nemur um hundrað milljónum króna á dag, samkvæmt gein SA. Þar er þó ekki tekið tillit til óbeinna áhrifa á aðrar atvinnugreinar en þau áhrif séu illmælanlegri. Tjón fyrir marga Í útreikningum SA kemur fram að fjárhagslegt tjón ferðaþjónustunnar sé verulegt. Ætla megi að hagkerfið gæti orðið af um 1,2 milljörðum króna í tekjur vegna minni neyslu ferðamanna fyrir hvern dag sem ekki er flogið til landsins, ef miðað er við heildarneysla ferðamanns séu um 230 þúsund krónur og að flugfarið nemi fimmtungi þess kostnaðar. Loks kemur fram að ef flug lægi niðri í einn mánuð myndi landsframleiðsla dragast saman um um það bil eitt prósent, eða ríflega fjörutíu milljarða króna. Það samsvarar 1,3 milljarði á dag. Þannig yrði áhrifanna ekki aðeins vart hjá fyrirtækjum, heldur einnig ríkissjóði. Nýleg skýrsla um skattspor ferðaþjónustu áætli að skattspor greinarinnar verði ríflega 90 milljarðar króna á þessu ári, eða sem samsvarar ríflega 250 milljónum króna á dag. Það sé því ljóst að ríkissjóður muni ekki fara varhluta af þessum aðgerðum. „Ferðaþjónustan hefur þurft að glíma við alvarlegar áskoranir á umliðnum mánuðum og árum vegna heimsfaraldurs og náttúruhamfara. Í því ljósi er sú staða sem nú er upp komin sérlega átakanleg,“ segir í greininni. Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Icelandair Play Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Fundi í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins var í gær frestað og óvíst er hvenær næsti fundur verður boðaður. Að óbreyttu mun vinnustöðvun flugumferðarstjóra fara fram á mánudagsmorgun og verður sú þriðja í þessum mánuði. Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman hugsanlegt tjón verði gripið til umfangsmeiri verkfallsaðgerða. Í tilkynningu á vef samtakanna segir að verulegt tjón hljótist af aðgerðunum, sem leggist fyrst og fremst á ferðaþjónustuna en að auki á útflutning sjávarafurða „og önnur afleidd áhrif víða um hagkerfið,“ segir í grein SA. Þá segir að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamganga í einn dag gæti numið 1,5 milljörðum króna. Þar af megi ætla að beint tjón ferðaþjónustu nemi milljarði króna hið minnsta. Stöðvist flugsamgöngur fyrirvaralítið sé ólíklegt að aðfanga- og launakostnaður lækki samhliða tekjufalli. Í slíkum tilfellum yrði tjón greinarinnar líklega enn meira. Í þessum mánuði hafa tvær vinnustöðvanir flugumferðarstjóra farið fram, á þriðjudag og fimmtudag síðastliðinn, í sex klukkustundir í senn. Að öllu óbreyttu fer fram önnur vinnustöðvun á mánudag, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun. Nýr fundur hefur enn ekki verið boðaður en búist er við því að boðað verði til fundar um helgina. Útflutningur fersks fisks með flugi nemur um hundrað milljónum króna á dag, samkvæmt gein SA. Þar er þó ekki tekið tillit til óbeinna áhrifa á aðrar atvinnugreinar en þau áhrif séu illmælanlegri. Tjón fyrir marga Í útreikningum SA kemur fram að fjárhagslegt tjón ferðaþjónustunnar sé verulegt. Ætla megi að hagkerfið gæti orðið af um 1,2 milljörðum króna í tekjur vegna minni neyslu ferðamanna fyrir hvern dag sem ekki er flogið til landsins, ef miðað er við heildarneysla ferðamanns séu um 230 þúsund krónur og að flugfarið nemi fimmtungi þess kostnaðar. Loks kemur fram að ef flug lægi niðri í einn mánuð myndi landsframleiðsla dragast saman um um það bil eitt prósent, eða ríflega fjörutíu milljarða króna. Það samsvarar 1,3 milljarði á dag. Þannig yrði áhrifanna ekki aðeins vart hjá fyrirtækjum, heldur einnig ríkissjóði. Nýleg skýrsla um skattspor ferðaþjónustu áætli að skattspor greinarinnar verði ríflega 90 milljarðar króna á þessu ári, eða sem samsvarar ríflega 250 milljónum króna á dag. Það sé því ljóst að ríkissjóður muni ekki fara varhluta af þessum aðgerðum. „Ferðaþjónustan hefur þurft að glíma við alvarlegar áskoranir á umliðnum mánuðum og árum vegna heimsfaraldurs og náttúruhamfara. Í því ljósi er sú staða sem nú er upp komin sérlega átakanleg,“ segir í greininni.
Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Icelandair Play Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Mafíósar dæmdir til dauða Erlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira