Innlent

Grenndargámum komið upp á Sel­tjarnar­nesi

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Grenndarstöð hefur verið komið upp á Eiðistorgi.
Grenndarstöð hefur verið komið upp á Eiðistorgi.

Grenndargámum hefur verið komið upp á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi sem er gleðiefni fyrir Seltirninga og Vesturbæinga. Það var áður grenndarstöð á Eiðistorgi en þurfti að fjarlægja hana vegna slæmrar umgengni.

„Það getur vel verið að við setjum upp fleiri. Hún lítur svo vel út og fer svo vel þarna. við erum bara með þetta til skoðunar,“ segir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnes í samtali við fréttastofu.

Gámar eru fyrir textíl, gler og málma.

Hann segir að gámarnir verði þarna í desember og janúar og svo verði staðsetningin endurskoðuð. Það sé ekkert mál að máta og færa til ef þarf.

„Aðalmálið er að allir gangi vel um þetta og að fólk sé ekki að skilja eftir þarna þvottavélar og ísskápa. Það er lykilatriði því við urðum að hætta á sínum tíma með svona gámastöð eins og var þarna á Eiðistorgi í gamla daga vegna slæmrar umgengni. Það var ekki hægt að bjóða íbúum og öðrum þarna í kring upp á þetta,“ segir Þór.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×