Vakta Grindavík vel áfram Helena Rós Sturludóttir skrifar 16. desember 2023 12:48 Benedikt Gunnar Ófeigsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að það gjósi nærri Hagafelli, ef það gýs. Vísir/Arnar Þrátt fyrir að undanfarið hafi dregið úr landrisi á Reykjanesi er það ekki hætt að sögn jarðeðlisfræðings. Tveir möguleikar séu líklegastir í stöðunni, hægt hafi á innflæði í kvikuganginn eða jarðskorpan sé farin að halda meira við. Greint var frá því í gær að landrisið við Svartsengi virtist vera hætt samkvæmt færslu á Facebook frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir ekki miklar breytingar á milli daga, hraðinn hafi undanfarið verið að minnka hægt og rólega. Þá sé hraðinn orðinn það lítill að erfitt sé að sjá skýra breytingu á milli daga. Landrisið sé þó ekki hætt. „Við höfum svona verið að horfa á tvær túlkanir í því samhengi, ekkert endilega einu túlkanirnar, það sem við teljum líklegast. Eitt er að það sé hreinlega að hægja á innflæði, það er alveg einn möguleiki. Annar möguleiki er sá að jarðskorpan yfir þessu er farin að teygja það mikið að hún er farin að halda meira við,“ segir Benedikt. Það hafi mismunandi afleiðingar eftir því hvort eigi við. „Ef það er farið að teygja verulega á jarðskorpunni og hún er farin að nálgast einhver brotmörk þá ættum við að fara sjá skjálftavirkni fljótlega,“ segir Benedikt. Það sé þó ekki útilokað að það verði engin skjálftavirkni þó það sé í gangi „Svo getur líka bara verið að það sé að hægja á þessu. Kannski er þetta að taka sér hlé eða hætta í bili, við getum í raun ekkert sagt til um það.“ Benedikt segir þróunina á svæðinu vera hæga og því þurfi að horfa á heildarmyndina í viku hverri. Þó að landrisið hætti þurfi áfram að vakta svæðið við Grindavík mjög nákvæmlega. „Það er mjög líklegt að þetta taki sig upp núna. Það er bara það sem við höfum séð núna með atburði síðustu ára. Þeir taka sér hlé og fara svo aftur í gang svo við munum halda áfram mikilli vöktun í kringum Grindavík.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira
Greint var frá því í gær að landrisið við Svartsengi virtist vera hætt samkvæmt færslu á Facebook frá Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands. Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni, segir ekki miklar breytingar á milli daga, hraðinn hafi undanfarið verið að minnka hægt og rólega. Þá sé hraðinn orðinn það lítill að erfitt sé að sjá skýra breytingu á milli daga. Landrisið sé þó ekki hætt. „Við höfum svona verið að horfa á tvær túlkanir í því samhengi, ekkert endilega einu túlkanirnar, það sem við teljum líklegast. Eitt er að það sé hreinlega að hægja á innflæði, það er alveg einn möguleiki. Annar möguleiki er sá að jarðskorpan yfir þessu er farin að teygja það mikið að hún er farin að halda meira við,“ segir Benedikt. Það hafi mismunandi afleiðingar eftir því hvort eigi við. „Ef það er farið að teygja verulega á jarðskorpunni og hún er farin að nálgast einhver brotmörk þá ættum við að fara sjá skjálftavirkni fljótlega,“ segir Benedikt. Það sé þó ekki útilokað að það verði engin skjálftavirkni þó það sé í gangi „Svo getur líka bara verið að það sé að hægja á þessu. Kannski er þetta að taka sér hlé eða hætta í bili, við getum í raun ekkert sagt til um það.“ Benedikt segir þróunina á svæðinu vera hæga og því þurfi að horfa á heildarmyndina í viku hverri. Þó að landrisið hætti þurfi áfram að vakta svæðið við Grindavík mjög nákvæmlega. „Það er mjög líklegt að þetta taki sig upp núna. Það er bara það sem við höfum séð núna með atburði síðustu ára. Þeir taka sér hlé og fara svo aftur í gang svo við munum halda áfram mikilli vöktun í kringum Grindavík.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Sjá meira