Gefa jólagjafir til bágstaddra í minningu sonar síns Helena Rós Sturludóttir skrifar 15. desember 2023 23:54 Foreldrar Hlyns Snæs sem lést aðeins sextán ára að aldri árið 2018. Vísir/Sigurjón Foreldrar Hlyns Snæs, sem lést aðeins sextán ára, ætla að gefa jólagjafir til Mæðrastyrksnefndar og annarra góðferðarfélaga í minningu sonar síns. Slík gjafmildi hefði verið í hans anda. Hlynur Snær Árnason lést árið 2018 og 2019 var stofnaður minningarsjóður til minningar um hann. Foreldrar Hlyns Snæs segja minningarsjóðinn hafa gefið sér mikið enda hafi þau getað styrkt mörg góð málefni í hans nafni. „Við sáum þessa umfjöllun hérna fyrir nokkrum dögum um að pakkasöfnin hafi farið svona dræmt af stað. Frænka mín fékk þá frábæru hugmynd að hekla húfur, sem eru appelsínugular að sjálfsögðu, fyrir minningarsjóðinn og okkur fannst þetta bara smellpassa,“ segir Árni Gunnar Ragnarsson faðir Hlyns Snæs. Það séu nú einu sinni jól og því væri kjörið að ágóðinn úr húfusölunni myndi koma pökkum undir tréið. Það væri í anda sonar þeirra og undir það tekur frænka Hlyns Snæs sem heklaði húfurnar. „ Þetta er svo í anda litla frænda, ég veit að hann yrði í fyrsta lagi svo spenntur að eiga svona húfu sjálfur af því hún er svo appelsínugul og þetta gefur mér svo mikla hlýju í hjartað að vita af því að þetta er að fara í gott málefni sem hann hefði viljað,“ segir Nína Guðrún Arnardóttir frænka Hlyns Snæs. Þau segja pakkasöfnunina vera í anda Hlyns. Hlynur Snær þekkti pakkasöfnunina vel. „Á hverju ári fékk hann að velja pakka sem var settur undir tréið, eitthvað sem hann langaði í. Hann var mjög spenntur fyrir því og gat ekki hugsað sér að það væru börn sem fengju ekki gjafir þannir þetta er í hans anda að gera þetta,“ segir Guðlaug Rún Gísladóttir móðir Hlyns Snæs. Árni segir son sinn hafa verið mikið jólabarn. „Hann elskaði jólin og hlakkaði alltaf mjög lengi til, varð spenntur strax í nóvember,“ segir hann og hlær. Guðlaug Rún segir Hlyn Snæ hafa verið afskaplega gjafmildan og góðan karakter. Eitt sitt hafi hann eignast Playstation 3 tölvu og hafi þá átt Playstation 2 fyrir og Hlynur Snær hafi þá ákveðið að gefa gömlu tölvuna ásamt leikjunum. „Hans krafa var semsagt sú að barnið eða fjölskyldan sem fengi tölvuna ætti ekki leikjatölvu fyrir og hún fór náttúrulega bara á stundinni,“ segir Guðlaug Rún en fjölskyldan ætlar að verlsa gjafir fyrir ágóðann á morgun og setja þær undir tréið í minningu Hlyns Snæs. Jól Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Hlynur Snær Árnason lést árið 2018 og 2019 var stofnaður minningarsjóður til minningar um hann. Foreldrar Hlyns Snæs segja minningarsjóðinn hafa gefið sér mikið enda hafi þau getað styrkt mörg góð málefni í hans nafni. „Við sáum þessa umfjöllun hérna fyrir nokkrum dögum um að pakkasöfnin hafi farið svona dræmt af stað. Frænka mín fékk þá frábæru hugmynd að hekla húfur, sem eru appelsínugular að sjálfsögðu, fyrir minningarsjóðinn og okkur fannst þetta bara smellpassa,“ segir Árni Gunnar Ragnarsson faðir Hlyns Snæs. Það séu nú einu sinni jól og því væri kjörið að ágóðinn úr húfusölunni myndi koma pökkum undir tréið. Það væri í anda sonar þeirra og undir það tekur frænka Hlyns Snæs sem heklaði húfurnar. „ Þetta er svo í anda litla frænda, ég veit að hann yrði í fyrsta lagi svo spenntur að eiga svona húfu sjálfur af því hún er svo appelsínugul og þetta gefur mér svo mikla hlýju í hjartað að vita af því að þetta er að fara í gott málefni sem hann hefði viljað,“ segir Nína Guðrún Arnardóttir frænka Hlyns Snæs. Þau segja pakkasöfnunina vera í anda Hlyns. Hlynur Snær þekkti pakkasöfnunina vel. „Á hverju ári fékk hann að velja pakka sem var settur undir tréið, eitthvað sem hann langaði í. Hann var mjög spenntur fyrir því og gat ekki hugsað sér að það væru börn sem fengju ekki gjafir þannir þetta er í hans anda að gera þetta,“ segir Guðlaug Rún Gísladóttir móðir Hlyns Snæs. Árni segir son sinn hafa verið mikið jólabarn. „Hann elskaði jólin og hlakkaði alltaf mjög lengi til, varð spenntur strax í nóvember,“ segir hann og hlær. Guðlaug Rún segir Hlyn Snæ hafa verið afskaplega gjafmildan og góðan karakter. Eitt sitt hafi hann eignast Playstation 3 tölvu og hafi þá átt Playstation 2 fyrir og Hlynur Snær hafi þá ákveðið að gefa gömlu tölvuna ásamt leikjunum. „Hans krafa var semsagt sú að barnið eða fjölskyldan sem fengi tölvuna ætti ekki leikjatölvu fyrir og hún fór náttúrulega bara á stundinni,“ segir Guðlaug Rún en fjölskyldan ætlar að verlsa gjafir fyrir ágóðann á morgun og setja þær undir tréið í minningu Hlyns Snæs.
Jól Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira